Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 mars 2011

Hversdagur með bræðrum


Það er sjaldan lognmolla hérna á heimilinu með tvo einstaklinga undir sex ára aldri sem eru hvor öðrum frekari/ákveðnari og geta voða lítið (enn sem komið er allavega) leikið sér "saman".

Manni leiðist semsagt ekki. Og eflaust ekki þeim heldur !

Henke stórgóðvinur okkar sem er að leika hermann útí Kosovo sendi þeim bræðrum alvöru kamúflass heilgalla. Svo þeir geti nú týnst almennilega í skóginum hérna handan við hornið ;) Ekki er nú verra að skjöldurinn á gallanum er kyrfilega merktur íslensku KFOR (friðargæslu) sveitinni !









Valtýr horfir voða sjaldan á sjónvarpið. Hilmir þeim mun meira. Hann fær líka að hlusta á sjónvarpið með heyrnartólum svo að móðirin fari ekki yfirum af teiknimyndahljóðum.
Svo af og til vill Valtýr leggjast í fangið á einhverjum í sófanum og slaka aðeins á. Þá er ágætt að eiga stóbró sem situr þarna í rólegheitunum.





Og að lokum. Nei Hilmir er sko ekki að saga á bróður sínum hausinn. Þeir eru sko í hárgreiðsluleik ! Valtý finnst nefnilega óheyrilega gott að láta greiða á sér kollinn !
Posted by Picasa

Sjálfsmynd

 

Hilmir var fljótur að fatta sjálfsmyndatæknina. Spurning bara hvort hendurnar séu ekki nógu langar eða hann einfaldlega haft myndavélina aaaaðeins of nálægt andlitinu ;)
Posted by Picasa

05 mars 2011

Uppátæki Valtýs

Þegar maður er á 13. mánuði er maður búin að læra ýmislegt. Eftirfarandi myndir eru teknar undanfarinn mánuðinn.

Valtýr kann að klifra og troða sér. Svo vandlega að hann festist stundum !


Sogrörstæknin náðist loksins og það með miklum vinsældum. Nú fær aumingja Hilmir ekki að drekka neitt úr fernu nema Valtýr fái að smakka líka.


Hann er búin að átta sig á eigin (ó)stærð og að ef maður stendur ofaná einhverju hækkar maður um nokkra sentimetra.



Svo veit hann sko alveg hvað þetta rauða box með lokinu inniheldur ! Eiginlega ekkert sem hann nennir að tína upp í sig fyrir utan rúsínur.




Upprennandi sullari !




Fiðrilda (og fiska) heimsókn



Einhvað þarf maður að finna sér skemmtilegt að gera þegar pabbinn stíngur af til München á sunnudagseftirmiðdegi ! Við strákarnir tókum okkur til og fórum saman á Fjärilshuset í Hagaparken. Langt síðan seinast. Svo langt að Hilmir var búin að steingleyma hvað var hægt að skoða þar. Fyrir utan fiðrildin eru þar japanskir koi-fiskar sem er hægt að skoða í ansi miklu návigi.. svo nánu að það er hægt að klappa þeim !
Veit ekki hvort Valtýr hafi fattað að þetta væri alvöru. Tölvualdarbarn. Eflaust bara risastór Ipad í hans augum.



Varúð ! Ekki fyrir viðkvæma !


Leikskóladvöl Valtýs byrjuð og þar með líka allskyns veikindi; flesnur, flunsur, pestir... og svo langskemmtilegast af öllu; AUGNSÝKINGAR.
Held að svoleiðis toppi meira að segja leiðindaskalann langt frammyfir endalaust hor-í-nös.
Eftirfarandi mynd sýnir dæmi um augnsýkingu á degi 6. Vaknaði oftast einsog geimvera með augnlokin límd aftur. Restin af deginum fer svo í að þurrka í burtu það sem myndast jafnóðum.
Til að gera langa sögu stutta þá tók þetta ferli 2 vikur, 2 mismunandi augn-lyf og 3 heimsóknir á heilsugæsluna þar af sú síðasta þegar fór að blæða einhverstaðar úr öðru auganu (slímhúðinni, ekki augnu sjálfu).
Vona svo innilega innilega innilega að þessu sé þar með lokið í bili.