Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 mars 2007

For your information; framtíðarplönin !!

Þá getum við loksins opinberað framtíðarplönin fyrir hverjum sem lesa vill. And here goes ;

Við ætlum að búa í Svíþjóð næstu 3-4 árin í það minnsta.
Ég er að fara í háskólanám... loksins... í Stokkhólmsháskóla. Það er allavega stefnan og svo er bara að krossa putta og vona að ég komist inn því það eru bara 80 pláss í boði í draumanáminu. Fullt nafn á því námi er Personal, arbete och organisation og er einhverskonar mannauðs/atferlis/fyrirtækjarekst/sálfræði/uppeldis... já... þið skiljið.

Vorum svo dúndurheppin að fá ofsa fína 4ra herbergja, 109 fm íbúð í Kista (úthverfi Stokkhólms) sem er í göngu/hjólafæri við vinnuna hjá Ingó. Það sem er best við þessa íbúð er að við erum að leigja í 1:a hand, þ.e. beint frá húseiganda. Svoleiðis samningar eru sjaldséðir á leigumarkaðinum hér. Tryggir okkur sanngjarna leigu, öruggari leigutíma og góð samskipti vegna viðhalds og annars sem tengist íbúðinni.
Íbúðin er á 2. hæð í 3gja hæða míníblokk í nýlega byggðu hverfi (92-93) sem er alveg einstaklega barn- og fjölskylduvænt. Björt og alveg hrikalega rúmgóð með 3 svefnherbergjum, stóru eldhúsi, stofu, svölum og 2 baðherbergjum. Okkur hlakkar mikið til að flytja inn en það ætlum við að gera í lok júní. Fyrir ykkur sem eruð extra forvitin get ég bent á heimasíðu fasteignareigandans sem er með upplýsingar og myndir af hverfinu. Yfirlitsteikning af íbúð eins og þeirri sem við erum að flytja í er þarna undir "ytor, planlösningar...." smella á 4 rum och kök.

Hilmir byrjar svo væntanlega í nýjum leikskóla í ágúst. Eigum eftir að velja nákvæmlega hvaða, sóttum bara um hjá þeim 4 sem eru í göngufæri við nýja heimilið og 2 þeirra buðu Hilmi pláss frá 22. ágúst. Plönum að fara og skoða og velja í lok mánaðarins.

Til að svara strax spurningum sem ég er búin að svara alloft í tengslum við þessar breytingar;
nei, ég er ekki ólétt !
nei, mér var ekki sagt upp störfum. Það var bara alveg komin tími á svona breytingar og okkur fannst glapræði að fara héðan þegar okkur líkar svona vel við land og þjóð, Ingó með frábæra vinnu og draumanámið mitt er innan seilingar.
, við komum heim til Íslands einhverntíman. Miða í augnablikinu við að Hilmir fari í skóla á Íslandi.

Sárt saknað

Án þess að fara nánar út í það hvert eða afhverju þá er Hilmir á leiðinni að fara að skipta um leikskóla eftir sumarlokunina í júlí. Ég lét strax vita af þessu í gær (hélt að það væri 3gja mánaða uppsagnarfrestur en svo kom í ljós að það væri bara 1 mánuður) og þvílíku viðbrögðin ! Kom okkur svo á óvart.. ég meina... ég veit að Hilmir er æði; opin, ófeimin, elskulegur og hress með mikla orku og allt það en vá ?!
Fréttin dreifðist einsog sinueldur og allskyns fólk, bæði starfsfólk og aðrir foreldrar hafa komið til mín og lýst yfir hversu sárt hans verður saknað. Einn pabbinn sagði að dóttir hans ætti eftir að eiga erfitt að sjá á eftir honum því hún talaði eiginlega bara ekki um annað en "Hilmir Hilmir Hilmir".
Þykir svo vænt um að heyra þetta. Við Ingó vitum hversu miklu máli hann skiptir okkur en að heyra að hann eigi hjartastað hjá öðrum er ómetanlegt.

Í næstu viku get ég útlistað betur fyrir ykkur (sem ekki þegar vitið) öllum framtíðarplönunum. Það er allt að smella saman og við erum svaðalega spennt ! :)

26 mars 2007

Bibbi ?

Það bætist daglega við einhvað nýtt í orðaforðann hjá Hilmi. Svo liggur hann á orðunum og notar þau ekki lengi vel þartil skyndilega þau eru dregin fram og sönglast með þau hátt og snjallt.
"Bóm" er eitt af þessum orðum. Hreykinn bendir hann á gerviblómið í forstofunni og lætur mann vita hvað það kallast. Annars konar plöntur sígrænar teljast ekki til blóma. Enda eru engin BLÓM á þeim.
Bauð (brauð), spade (skófla á sænsku), banna (banani), jóggú (jógúrt), vaddn (vatn), rita (teikna á sænsku) osfrv. eru meðal orða sem gripið er til daglega.
Við heyrðum svo orðið Bibbi um daginn. Hann hamaðist á því orði. Fannst það sniðugt og flott. Pabbi á bibba og Hilmir á bibba. Mamma á hinsvegar engan bibba.
Þarf enga orðabók til að þýða þetta orð ;)

Svo er hann farin að syngja. Ekki bara eigin laglínur einsog við heyrum oft þegar hann er í góðu skapi, er að teikna einn inní gluggakistu í herberginu sínu eða sulla í eldhúsvaskinum. Heldur alvöru laglínur einsog mar fær á heilann eftir að hafa heyrt einusinni.
Uppáhalds línan er úr "Old McDonald"... og þá heyrist í honum "Íaaajjj-íaaj-jooooo"

25 mars 2007

Margra mánaða birgðir

Loksins kom að því... svo langt síðan við settum inn myndir á heimasíðuna okkar að við vorum komin með ansi góðan myndalager, og ansi mikið samviskubit. En við bættum sannarlega úr því og þarna má nú finna nóv-des 2006 og jan-feb 2007 myndir af okkur Stokkhólmsbúum.

Nú er bara tæp vika í að við leggjum í langferð og heimsækjum Íslandið. Páskaheimsóknir eru alltaf voða góðar. Vonum bara að veðrið fari að skána þarna á litla landinu svo við þurfum ekki að eyða heimsókninni íklædd vetrarflíkunum sem voru farnar í geymslu vegna vorboðans í Svíþjóð. Leiðinlegt að þurfa að draga allt fram aftur.
Það verður "spennandi" (lesist; áhugavert og taugastrekkjandi í senn) að sjá hvernig Hilmir á eftir að tækla þessa flugferð. Ansi langt síðan síðast og dáldið meiri geta hjá kappanum núna sem krefst þess að hann fái að klifra, labba, hlaupa, hoppa, fikta, pota, syngja, öskra og forvitnast að hjartans lyst. Fer einhvernvegin ekki heim og saman við aðþrengt rýmið í Flugleiðavélunum.

16 mars 2007

Algjört apótek

Hilmir nýlega orðin góður af eyrnabólgunni og þá tekur það næsta við.... augnsýkingin... aftur !! Reyndar ekki nærri því eins hrikaleg einkennin og síðast þegar hann fékk þennan óþverra í augun en hann verður agalega pirraður greyið. Sem betur fer hringdum við strax í lækninn og fengum tíma hjá henni nokkrum klukkustundum síðar. Hún skrifaði líka strax uppá augndropa handa honum svo við eigum von á að þetta líði hjá á nó-tæm.
Loksins loksins skrifaði hún líka uppá sterkari hóstasaft útaf lungnaskítnum sem er að bögga hann. Hann er búin að vera með leiðindahósta í fleiri mánuði núna og við höfum einstaka sinnum gefið honum hóstasaft fyrir svefninn ef hann er mjög slæmur. Skánar þá í smástund en svo kemur það bara aftur... og aftur... og aftur.
Hann ætti þá að vera einsog nýslegin túskildingur í næstu viku ;) Laus við allar bólgur, slím, gröft og slen.

Í öðrum fréttum ber að nefna að Hilmir kom pabba sínum á óvart í morgun með því að flauta ! Jápp... setti saman varirnar og blés þartil heyrðist pínuponsu *wfluooooo*.
Hann er þá komin með alveg óvenju góða stjórn á önduninni því hann getur líka blásið út kertaloga og snýtt úr nefinu á sér ef maður þarf að nebbaþurrka. Litla sirkúsdýrið okkar ;)

11 mars 2007

Loksins í eigið herbergi

Það er kannski of snemmt að hrósa happi en við slógum líklegast tvær flugur í einu höggi núna um helgina... þ.e. að færa Hilmi yfir í sitt herbergi og losna við kvöldpelann.
Var svo fáránlega auðvelt að við bíðum hálfgert eftir einhverju tilbakakasti.

Kvöldpelinn var einhvað sem við vorum búin að áætla að venja hann af allavega fyrir tveggja ára afmælisdaginn. Þó þetta væri voða lítið magn sem hann var að fá (1 dl) þá þurfti að skipta um bleyju á honum um miðja nóttina vegna þessa. Svo er náttlega ekki sniðugt að mjólkin liggji á tönnunum óburstuðum alveg til morguns. Á fimmtudagskvöldið var hann semsagt svo þreyttur að hann sofnaði óvart í fanginu á mér við bókalesturinn. Kvöldið eftir gerðist það sama nema bara í fanginu á Ingó. Þegar við færðum hann svo yfir í sitt eigið rúm í gærkvöldi var barasta einsog hann hefði steingleymt pelanum. Bað ekki einsinni um hann heldur sofnaði bara strax !

Hálf furðulegt að hafa hann þarna hinummegin við vegginn í nótt. Ég svaf betur en ég hef gert í langan tíma enda held ég það fylgi bara mömmugeninu að vakna úr dýpri svefni ef heyrist í barninu. Núna þegar hann er í hinu herberginu heyri ég bara mikilvægu og háværu hljóðin (grenjur) en ekki hin hljóðin sem hann lætur skiljanlega frá sér í svefni.
Við krossum bæði putta og tær og vonum að við fáum að vera svo "heppin" að hafa leyst þetta allt saman með svona góðum árangri ;)
Posted by Picasa

08 mars 2007

Stóðst öll próf... að sjálfsögðu !

18 mánaða skoðunin var framkvæmd á Hilmi í gær hjá ungbarnaeftirlitinu. Að sjálfsögðu stóðst hann öll "prófin" með prýði enda löngu löngu farin að raða kubbum, teikna á blað, setjast á stól sjálfur og príla, henda bolta... já og svo kann hann töluvert meira en 10 orð... og það á tveim túngumálum ;)
Hann útskrifaðist svo úr skoðuninni með því að fá sprautu í lærið. Hjúkkukonan okkar var búin að margvara mig við því hvað hann gæti farið að gráta mikið og það þyrfti sko að halda börnunum FAST svo ekki færi ílla. Þekki nú minn lillemann sem virðist hafa óvenju hátt sársaukaþol (einsog pabbi sinn), hann kveinkaði sér ekki einusinni !

Í blálokin þegar við vorum að kveðja imponeraði hann svo hjúkkukonuna alveg geðveikislega með því að sýna gáfur sínar... sem að sjálfsögðu eru LANGT frammyfir þroskaaldur hans. Hann hafði nefnilega fengið að láni gulan plastbíl úr biðstofunni og þegar við vorum að sýna á okkur fararsnið úr skoðunarherberginu fór hann sérstaklega og náði í gula bílinn til að ganga frá honum fram aftur. Hann tók reyndar gula bílinn og einhvað annað dót líka en var fljótur að fatta mistökin (áður en við náðum að benda honum á það) og skilaði því sem ekki átti að fara fram. Korrektur Hilmirinn ;)

Annars höfum við mæðginin verið ein heima (já... aftur!) síðastliðna daga og erum bara farin að kunna vel við okkur svona í einsemdinni. Reyndar voða mikið drasl í íbúðinni og ég varla búin að ná að læra dagsskamtinn minn eða fara í leikfimi en mestu máli skiptir að við höfum okkar takt ég og hann. Pabbi er samt alltaf velkomin tilbaka !!!

04 mars 2007

Snjórinn er aaaalveg að fara !

Það er vor í lofti hérna... eða svo kallar maður það þegar snjórinn er smátt og smátt að fara, ekki bætist á það litla sem liggur á jörðinni í nokkra daga og hitastigið fer uppfyrir núllið.
Hilmir naut þess að vera kuldagallalaus úti með okkur í göngutúr. Svo þegar hann varð þreyttur fékk hann bara að sníkja far hjá pabba sínum ;)
Posted by Picasa

Endurnýjuð kynnin

Þessi tvö hafa verið "friends from birth"... eða eiginlega meira að segja fyrir fæðingu. Bumbuvinir kallast það víst.
Núna er orðið sjaldan sem þau hittast þarsem fröken Emilía býr með foreldrum sínum á Íslandinu góða. Þau komu nú samt öll þrjú til Stokkhólms í helgarheimsókn og þá voru kynnin sannarlega endurnýjuð.
Var að sjálfsögðu mikið farið út að borða og ótrúlegt nokk voru skötuhjúin alveg svaðalega meðfærileg. Átu sinn mat (fyrir það mesta), smjöttuðu á óhemju magni af brauði (meðlætið) og hlupu um án þess að hvorki aðrir matargestir né starfsfólk kippti sér mikið uppvið það. Bara gaman :) Fengum þarna áminningu á því hvað Stokkhólmsbúar eru barna-vænlegir í hvívetna. Börn á hverju strái á veitingahúsum, meira að segja seint á kvöldin svona rétt fyrir háttatíma. Á einum staðnum var cirka 5 mánaða barn alveg stórkostlega sátt uppá barborði í höndum pabba síns að fylgjast með fullorðna fólkinu. Þarf nátturulega ekki að taka fram að allir staðir eru reyklausir hérna og eftir kl. 22 eru allir "undir aldri" komnir heim. En æji þetta var alveg ferlega huggulegt og einhvað sem við þurfum að gera oftar. Einhvað sem allir hafa gaman af.

Læt hérna fylgja með smá vísbendingu frá kveðjudeiti Hilmirs og Emilíu frá því fyrir næstum því akkúrat ári síðan.
Posted by Picasa