Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 september 2008

Gullkorn á færibandi

Núna þegar Hilmir er farin að tala svona mikið (og hugsa þeim mun meira) hrynja uppúr honum gullkornin annanhvern dag. Sem dæmi má nefna;
- "hvað er þetta FÖR NÅGOT?" bara hæfileg blanda af báðum túngumálum

- Ég sat á klósettinu og hann var einhvað að horfa hugsandi á mig (já og nei stundum þverneitar hann bara að leyfa mér að vera í friði þarna inni) og segir svo "mamma... pissar þú með rassinum?" - svakalega rökrétt alveg... ég meina þegar hann situr kemur einhvað þaðan !

- "pabbi... þú mátt ekki kyssa mig... þú STINGUR!... þú ert nebblega með hár í framan" - hef margoft reynt að útskýra þetta fyrir Ingó en aldrei er hlustað á mig

- "djísus!"

- "pabbi... þú verður að hlusta á fröknarna í leikfiminni þinni" - það sem er ítrekað fyrir honum áður en hann fer í sína leikfimi svo auðvitað gildir þetta fyrir alla

- "þegar maður fer til Íslands fer maður í svona flugvél með vængi... og situr með svona baki..." í stól kannski ?

- "mamma !!! Nú er ég reiður við þig !" copy-paste af sjálfum sér

21 september 2008

Ævintýraferð dagsins: Fjäderholmarna


Gerðum smá "utflykt" í dag. Lögðum af stað snemma í morgun og notuðum flestöll almenningsfarartæki sem til eru í Stokkhólmi. Fyrst í tunnelbana, svo bát útá Fjäderholmarna og svo heim aftur með pendeltåg eftir að hafa gengið gegnum gamla bæinn. Ekki leiðinlegt fyrir Hilmi að fá að lestast svona mikið.
Alveg prýðisfínn dagur enda er svo fallegt á Fjäderholmarna. Náðum okkur í nesti (brauð handa okkur, pasta handa Hilmi) í bakaríi á leiðinni, fengum fyllt á kaffibrúsann og sátum svo þarna í guðsgrænni náttúrunni og mauluðum á fengnum okkar.


Það var lokadagur sumartímabilsins þarna í dag svo við vorum ein af fáum fjölskyldum sem lögðum í þetta litla ferðalag útá hólmann. Dáldið extra næs að þurfa ekki að vera í neinni mannþröng, klettirnir voru okkar einkaeign eiginlega ;)

Það eru víst einhverjar sjóræningjasögur tengdar Fjäderholmarna svo í versluninni á staðnum var meðal annars hægt að næla sér í svona lepp og sjóræningjahatt. Fór Ingó bara alveg ágætlega.....

Posted by Picasa

17 september 2008

Klingir í manni....

Já var ég ekki búin að segja ykkur að Hilmir væri orðin stóribróðir ?! Ehehe Djók ! Held að heil meðganga færi nú ekki framhjá neinum, hvað þá að ég gæti þagað yfir því hérna á bloggblessuninni nógu lengi ;)

Fékk að láni litla fegurðardís, hana Unni Sóldísi sem Halldóra bjó til með manni sínum og kom í heiminn fyrir 2 mánuðum síðan. Við vorum nefnilega að hjálpa Lóu vinkonu okkar að markaðssetja vefverslunina sína Ecoloco á svona ekókvöldi sem haldið var í gærkvöldi.
Ég og Unnur vorum báðar í ekólógískum bómullarfötum... mmmm... svo mjúkt og gott. Verð nú að viðurkenna að það var EKKI leiðinlegt að labba um með eina svona litla og sæta á öxlinni. Þarf að fara að huga að næsta.... fljótlega..... áður en Hilmir fermist... eða einhvað....
Posted by Picasa

15 september 2008

Við mæðgin

Hilmir var að læra að taka sjálfur myndir á myndavélina okkar. Úr varð alveg hellingur af afsneiddum hausum, miðjupörtum líkama og fingur í nærmynd (hans eigin fingur). En svo náði hann alveg ágætis tökum á þessari list. Auðvitað varð ég að sýna honum hvernig maður tekur hinar landsfrægu "sjálfsmyndir" sem prýðir hin fjölmörgu fjölskyldumyndaalbúm okkar.

Svo afþví að mér finnst dáldið skondið að finna eldri myndir og gera viðmiðanir þá vísa ég í þessa sem tekin var september 2005.
Posted by Picasa

Umhyggjusemi

Í gærkvöldi lá ég á stofugólfinu í einhverju þreytukóma, nýbúin að láta Ingó braka í bakinu á mér og Hilmir tók svo við verkum; settist á mjóbakið á mér og fór að hnoða af miklu mætti.
Eftir smá stund tók hann eftir því að ég lá bara þarna kjurr með lokuð augun. Þá kom hann, umhyggjusemin uppmáluð og eftirfarandi umræða fór í gang;

- mammaaaaa... hvað er að ? (og strauk hárið af andlitinu svo hann gæti séð framaní mig)
ég- æjh, ég er bara dálítið þreytt
hann - ókei... viltu koma og mysa ? (mysa er að kúra, hafa það notalegt etc) Viltu kannski koma og mýsa með MÉR ? Viltu koma og mysa í stóra rúminu ?!
Hann setti þetta svo vel upp að ég stóðst ekki mátið og við drösluðumst saman uppí rúm þarsem við mystum og hnoðuðumst í lengri tíma.

Stundum veit hann akkúrat á hverju maður þarf að halda !

13 september 2008

Real boys wear pink.... dresses !

Þarna er Hilmirinn í bleika "leikfimis"-outfittinu sínu. Hann er nefnilega einsog ég hef áður nefnt í leikfimi á laugardögum. Þar er nátturulega ekki hægt að vera bara í venjulegu fötunum sínum heldur á maður að vera í leikfimisfötum. Hilmir tók það skrefinu lengra og óskaði hátt og snjallt eftir því að fá SVONA! (og benti ákveðin á bleikan ballerínubúninginn í búðinni... og þvínæst benti hann á samsvarandi skó)

Það kippti sér engin upp við klæðnaðinn í næsta leikfimitíma. Hvorki fullorðnir né börn, hvorki stelpur né strákar. Bara jákvæð orð og falleg bros.
Enda hvernig er annað hægt en bráðna þegar hann er svona æðislegur þessi litli ballerínustrákur sem ég á ? ;)
Posted by Picasa

08 september 2008

Byrjar snemma

Aldur er engin fyrirstaða þegar kemur að því að líta vel út. Kyn er heldur engin fyrirstaða.... hárleysi er eiginlega heldur engin fyrirstaða því Hilmir er ansi vel líkamshærður miðað aldur og fyrri störf.

Hann gat ekki fylgst með mér að störfum þarna með vaxið neitt lengi áður en hann heimtaði að fá að gera líka. Tók náttlega ekkert eftir því þó að kaldvaxstrimlurnar hans væru ekki að gera sama gagn og hjá mér ;) Einsog sagt er á Olympíuleikunum... "það skiptir mestu að fá að vera með"
Posted by Picasa

Bátaáhuginn heldur áfram

Það var módelsmíðahelgi hjá Sjöhistoriska um helgina. Litlir handsmíðaðir bátar, flugvélar og fjarstýrðir hlutir eru áhugamál hjá bæði Ingó og Hilmi svo við drifum okkur.

Hilmir var einsog í dáleiðslu við sýningarlaugina enda alveg óheyrilega spennandi að fylgjast með fjarstýrðum kafbátum og míní björgunarbátum sem gátu flautað og blikkað ljósunum.
Bara dót fyrir fullorðna fólkið ! Afsökun til að verða 10 ára aftur ;)

Þeir feðgar fá að fara á Sjöhistoriska safnið næst án mín. Alltof mikið að skoða sem ég hef takmarkaðan áhuga á. Get bara skoðað aðeins í búðir á meðan !
Posted by Picasa

05 september 2008

Látum okkur ekki leiðast... förum í bátsferð !

Seinustu helgi fórum við í smá ævintýraferð og skelltum okkur í sólarhrings bátsferð til Åbo. Reyndar sáum við aldrei Åbo né heldur Mariehamn (sem báturinn þó vissulega stoppaði við á í bakaleiðinni) því stoppin voru bara til að sækja/skila farþegum þaðan. Þetta var nefnilega svona tilboðsferð sem við gripum í því skyni að "prufukeyra" nýtt lúxusfleygi að nafni Galaxy. Borguðum þarna einhvern 300 kall samtals fyrir káetu með morgunmat.
Hilmi fannst þetta náttlega alveg óheyrilega gaman (hverjum þykir ekki gaman að fara í risabát?!) og ekki lítið spennandi að klifra upp og niður úr kojunum í káetunni okkar. Það var þarna allt til alls; 5 barir og 2 diskótek (veeeeiii), taxfree (nammi, áfengi og sígarettur ? veeeeiiii eða þannig) og ófáir veitingastaðir að ónefndu boltalandi sem Hilmir marg marg marg prufukeyrði.
Það mest típíska gerðist 2 tímum áður en við áttum að fara um borð; Hilmir fékk hita og slappaðist með hverri mínútunni sem leið. Ekki dóum við þá ráðalaus heldur bara brunuðum útí apótek, stíluðum drenginn útí vegakanti þarna einhverstaðar úti við höfn og örkuðum galvösk um borð. Hann hresstist sem betur fer af stílunum og þegar báturinn lagði við í Stokkhólmi daginn eftir var einsog ekkert hefði gerst.


Þetta (sjá mynd) er by the way Hilmir að "vera sætur". Alveg svakalega eðlilega sætur. Fallegt.
*hóst*
Hann er allavega ekki með æfða myndavélabros mömmu sinnar í genunum.
Posted by Picasa