Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 janúar 2006

Heillar mömmurnar....

Fórum í morgun að hitta mömmugrúppuna. Hilmir heillaði alla uppúr skónum með því að sitja stöðugur og fínn á gólfinu, leika sér "fallega" (sem ég sé hann sjaldnast gera hér heima) og brosa framan í allar mömmurnar.
Náttlega allir ferlega hissa, og þá mest Marie BVC konan okkar, á því að hann væri komin með tönnslur..... er aðeins á undan en þó ekki mikið, eðlilegt að þetta byrji að láta sjá sig um 6-8 mánaða aldurinn.
Við kíktum saman á góminn í góðri birtu og sáum að fyrst til að koma upp er vinstri framtönnin í neðri góm en sú hægri fylgir líklega þétt á eftir því það sést glitta í hana.
Verður gaman að sjá hvernig brosið á eftir að breytast á næstkomandi vikum þegar þær fara að sjást almennilega :)
Mest hissa var ég þó á þyngdaraukningunni í þetta skiptið ! Hilmir orðin heil 8,2 kíló og ekki nema furða að bleyjurnar séu farnar að leka á nóttunni (ætlaðar börnum frá 6-9 kíló). Hann var líka búin að bæta á sig hálfum sentimeter á lengdina og orðin sléttir 67 cm.

Semsagt stór og sterkur íslendingur hér á ferð sem borðar matinn sem honum er gefin, stækkar, þyngist og liggur á að þroskast sem mest hann má !!

30 janúar 2006

Tönnslustrákur

Haldiði ekki að Hilmir Viktor Stangeland, 5 mánaða og 10 daga gamall sé ekki komin með tönn ?! Uppgötvaðist í kvöldbaðinu með pabba sínum þegar hann fékk að naga putta og Ingó fannst hann finna einhvað meira en bara góminn einsog venjulega. Ég staðfesti það svo samstundis enda fer það ekkert á milli mála að þarna hefur brotist gegnum góminn einhvað beitt og ponsulítið.
Amman í Þverásnum vildi að staðfest yrði með skeið hvort ekki glamraði örugglega í og jújú... það gerði það svo sannarlega ! :) Þessi líka fíni hljómur.
Erum voða fegin að þetta hafi gerst svona frekar tíðindalítið, þ.e. án vökunótta, hita og gráts. Reyndar verið pínu órólegur í svefni síðastliðnar nætur en ekkert til að tala um, sofið frá 20-08 einsog venjulega. Vonum bara að næstu tennur komi jafn mjúklega.

Vorum að bæta við myndum á heimasíðuna ! Íslandsferðin í desember, jól, skírnin og svo nýjustu frá því núna í janúar.

26 janúar 2006

Vörusvik !

Grey Hilmir var sko ílla gabbaður í hádeginu í dag ! Píndur ofan í hann heimagerður matur af verstu sort og bragðaðist ekki nærri því jafn vel og verksmiðjugrænmetið sem hann hefur gleypt í sig með bestu lyst hingað til.
Hef hingað til ekki nennt að gera eigið grænmetismauk enda hafa skammtarnir verið þetta nokkrar skeiðar og varla fyrirhafnarinnar virði. Núna er Hilmir hinsvegar komin uppí heila barnamatsdós í hádeginu og fannst mér því komin tími á að hann fengi að njóta matargerðar móður sinnar.
Þarna stóðum við (Hilmir sat reyndar) og skrældum kartöflur, gulrætur og stungum brokkolíi með í pott. Suðum vel og lengi og maukuðum svo eftir kúnstarinnar reglum. Svo var honum boðið uppá kræsingarnar.
Hann hélt nú ekki !
Lokaði munninum og hleypti ekki skeiðinni að, kýngdi varla nema helmingnum (og hitt fékk að skreyta smekkinn) og kúgaðist meira að segja í lokin !
Ég gafst ekki upp svo léttilega og blandaði bara smá graut saman við. Þá fór það betur niður.

Mun líta á þetta sem áskorun og segji hér með niðursoðnum mat stríð á hendur (nema þegar við förum einhvað út eða ég er ofurlöt... sem er ansi oft.... ég löt þ.e.a.s).

23 janúar 2006

Situr (næstum) alveg sjálfur !

Posted by Picasa Já hlutirnir gerast hratt í heimi hér ! Ingó sat með Hilmi á gólfinu í gærkvöldi og skyndilega tók hann eftir því að drengurinn væri nú bara nokkuð stöðugur sitjandi þarna sjálfur. Prófuðum að gefa honum örlítinn stuðning með brjóstagjafapúðanum og hann unir sér svona líka rosalega vel :)
Er ósköp fegin þessum framförum því hann er eiginlega alveg farin að taka fyrir það að liggja flatur (hvort sem er magi eða bak) og vil helst vera í göngugrindinni eða TripTrappstólnum sínum. Má ekki missa af neinu sko ;)

22 janúar 2006

Wee Block ?

Ókei... stundum verð ég bara hrædd við hvað er mikið til af DRASLI á netinu. Og sem hægt er að kaupa !! Og einhver hlýtur að kaupa þetta fyrst þetta er til sölu.
Jú víst gerast slysin en ég meina... you live with it ;)

Oft getur lítill poki...

Posted by Picasa ... skemmt litlum drengjum leeeeeengi og vel ! Hilmir hefur ótrúlega gaman af "hversdagslegum" leikföngum og þá sérstaklega þeim sem heyrist einhvað í. Plastdolla með rauðu loki og einhverju smádóti inní sem hringlar í má nefna sem dæmi en bréfpokar og dagblöð eru í sérstöku uppáhaldi. Hann gat til dæmis dundað sér við þennan blessaða brúna bréfpoka í ofboðslega langan tíma og það var alltaf jafn gaman hjá honum þegar pokinn kom aftur uppá borðið eftir að hafa dottið í gólfið í hamaganginum.
Annað sem honum finnst gaman að dunda sér við er að naga hluti og pappaumbúðir hafa þá komið sterkt inn. Í morgun prófaði ég að bjóða honum heilhveitibruðu (kallast skorpa á sænsku) og hann eyddi allöngum tíma í að naga og bleyta upp í henni á alla kanta þartil nánast ekkert var eftir. Okkur finnst það betri tilhugsun en að hann sé að bleyta uppí og borða pappaumbúðir ;)

19 janúar 2006

*Plaskplask*

Ungbarnasundið hófst í dag og verður á fimmtudögum næstu 8 vikurnar. Hilmir var alveg þaulvanur þessu öllu saman enda fer hann í bað með öðru hvoru okkur Ingó á hverju kvöldi.... fannst kannski pínu skrýtið hvað baðkarið var allt í einu orðið stórt og allt þetta fólk með börnum sínum oní með okkur :)
Tíminn var voða léttur svona fyrst, vorum látin æfa tvö grip með börnunum, busla smá og venja þau við þessu öllu saman. Heimaverkefnið er svo að ausa vatni yfir höfuðið á þeim eftir að hafa sagt einn-tver-þrír, þetta er til að þau verði viðbúin köfunartímanum sem er eftir tvær vikur (*hlakkhlakk*).

Var fegin því að við erum í lítillri grúppu, bara 5 börn til viðbótar við okkur og þar af einn strákur sem heitir Elvis! Eitt sem ég hef tekið eftir núna þegar mar er orðin "mamma" að fólk kynnir sig ekki lengur með nafni heldur með nöfnum barnanna sinna; "hæ, þetta er Cecilía (og réttir fram barnið sitt) og hvað heitir þú svo (og spyr Hilmi)" Ég er þessvegna farin að taka uppá því að kynna mig sem "mamma hans Hilmis" eða ef ég vil vera beggja blands; "Begga, mamma hans Hilmis".

14 janúar 2006

Varúúúm !!

Orkan er mikil í Hilmi og varla að hann nái að sofa svo mikil er þörfin að hreyfa sig, spyrna fótum og vera uppréttur.... ALLT annað en liggja og dunda sér á leikteppinu.
Gáfum skít í skynsemisraddirnar (sem segja að börn nái ekki almennilegum þroska í hinum og þessum hreyfitækjum) og keyptum notaða göngugrind eða "gåstol" til að gefa litla dýrinu nægilega útrás ;)
Hef sjaldan heyrt hann skríkja af gleði jafn mikið einsog eftir komu þessarar græju á heimilið... gleðin í hámarki... og sofnaði svo dauðþreyttur á slaginu 20.00.
Posted by Picasa

11 janúar 2006

Grauturinn að bera árangur ?

Hilmir veginn og mældur enn eina ferðina í gærmorgun eftir mömmugrúppuna. Við vorum spennt að vita hvort grautarátið væri að bera árangur og hann að þyngjast í sönnum "kúrfustíl" (mikið einblínt á kúrfur, meðallag og svoleiðis hérna í Svíþjóðinni). Reyndist hann vera orðin 7,3 kg og 66,5 cm. Hann er þá komin á nokkuð beina og góða braut í lengd og þyngd. Fengum í leiðinni skærgrænt ljós frá BVC konunni um að byrja að gefa honum grænmeti ásamt grautnum. Skrýtið að hugsa til þess að eftir 1-2 mánuði ætti hann að vera farin að borða heilar máltíðir með eftirrétt (ávaxtamauki) og alles !
Bíður kartafla í eldhúsinu eftir að vera soðin og étin í hádeginu ;)

07 janúar 2006

Kræsin ?

Nú er Hilmir búin að vera að fá graut í næstum mánuð og fær tvisvar á dag næstum því heilan skammt hvert sinn. Vegna þess að við vorum á Íslandi byrjunarvikuna af "grautargjöfunum" varð það úr að ég gaf honum alltaf. Þegar Ingó kom svo til okkar hélt ég bara áfram að gefa því að við vorum að testa mismunandi tíma og gerðir grauta og ég vildi vera við stjórn (mér líkt ? heheh).
Í gær komumst við að því að Hilmir er orðin vanafastur varðandi þetta allt saman ! Ingó ætlaði að prófa að gefa honum en það kom bara skeifa á gaurinn og endaði í hágráti með tilheyrandi táraflóði. Þegar ég tók svo við náði hann að klára allt sem í disknum var. Prófuðum aftur um kvöldið en sama uppá teningnum ?!
Grínumst með það að Hilmir sé að bæta mér það upp þegar hann vildi ekki brjóst hjá mér sem endaði oft í uppgjöf, höfnunartilfinningum og plönum um að hætta bara brjóstagjöfinni. Núna tekur hann voða vel og ég hef meira að segja gefið honum undir stýri á bíl (ekki á ferð) og í mátunarklefa í H&M.
Mamma er best ?

05 janúar 2006

Til hamingju Sara !

Posted by Picasa Verð að nota tækifærið (og dúndurfína mynd af Hilmi með Söru móðursystur sinni) að vekja athygli þeirra sem þetta lesa að Sara flaug í gegnum klásusinn í hjúkrunarfræðinni núna um jólin. Hún fékk úr prófunum í dag og við fengum símtal frá henni þarsem hún var svo ánægð að hún gat varla talað :) Enda ekki furða þegar hún ekki bara komst inn... heldur var 7unda hæðst af öllum sem prófið tóku !! Hún og 74 aðrir verðandi hjúkrunarfræðinemar eru þessvegna að fagna góðum árangri í kvöld :)

Hamingjuóskir frá okkur !!

Tripp Trapp

Posted by Picasa Á Íslandi var Hilmir farin að sýna skýrt merki um að vilja EKKI lengur liggja einsog einhvað smábarn stanslaust í "rækjustellingunni" í ömmustólnum sínum og rembdist við að reyna að reisa sig upp. Fengum þessvegna að láni Hókuspókus stól frá granna foreldra minna á gamlárs og prufukeyrðum með stórfínum árangri. Að sjálfsögðu rukum við beint í næstu Babyland búð þegar heim var komið og festum kaup á forláta Tripp Trapp stól sem samstundis var reistur hér í eldhúsinu og Hilmi plantað í hann.
Einsog myndin sýnir er hann hamingjusamur með kaupin ;)

04 janúar 2006

Farin að heiman og komin heim

Erum komin aftur "heim" til Svíþjóðar eftir 3gja vikna dvöl á Íslandinu góða. Blendnar tilfinningar einsog fyrri daginn því einsog það er rosalega gott að komast í sitt eigið heimili og umhverfi þá er alltaf jafn erfitt að fara frá fjölskyldunni og félagsskapnum sem fylgir því að vera á svona stóru heimili einsog það verður þegar við öll erum á staðnum. Hálf lónlí að vera hérna aftur í Stokkhólminum. Sem betur fer þá kom Elísa (stóra systirin) með okkur út þannig að hún og Ingó eru í smá vetrarfríi til 13. jan og þessvegna heimavið. Það er þá allavega smá félagsskapur fyrir mig og Hilmi... get svo talið niður vikurnar eftir það því svo nálgast að Ingó taki við í sínu "feðraorlofi".

Annars er Hilmir á ágætis róli, grauturinn sem við gáfum honum í byrjun var ekki að fara jafn vel í hann og við héldum fyrst þannig að við skiptum um tegund sem virðist ætla að gera betra gagn. Hann allavega gleypir í sig nærri heilan skammt 2x á dag einsog banhungraður úlfur ! Ótrúlegt hvað hann virðist geta látið í sig þessi litli gaur og heldur grautnum vitanlega mun betur niður heldur en brjósta- eða þurrmjólkinni. Vonandi þá bara að hann haldi áfram að vera sáttari og saddari en áður.