Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 júní 2007

Nýja heimilið að púslast saman og fyrstu gestirnir á leið...

Þriðja kvöldið okkar hér í sænska Silicon Valley (fyrir utan Microsoft eru hérna óheyrilega mörg tölvu- og tæknifyrirtæki ásamt IT-háskólanum og fleira). Erum búin að vinna hérna baki brotnu við að rífa uppúr kössunum sem nú tróna samanpakkaðir inní geymslu og bíða eftir að vera sóttir af flutningafyrirtækinu. Samt alveg endalaust hægt að ganga frá og lagfæra... eins og Ingó benti á er ekki hægt að koma sér strax jafn vel fyrir eins og við vorum á gamla heimilinu eftir fjögurra ára dvöl þar. Gardínur og svoleiðis saumaföndur bíður mín. Hvar er mamma manns þegar mar þarf á henni að halda ?! ;)

Fyrstu gestirnir koma svo eldsnemma í fyrramálið. Hilmis-amma Helga og Elísa stóra systir. Sá verður glaður.
Hann er annars búin að vera alveg dúndursáttur við allt hérna. Tók íbúðina strax í sátt og hefur sofið vært í herberginu sínu. Skoðuðum fyrsta leikvöllinn (af möööörgum í hverfinu) í morgun og hann á sko margt eftir óuppgötvað þar.

26 júní 2007

Allt að bresta á !

Á morgun hefst alvaran í pökkunar/flutningarmálunum. Erum búin að eyða dágóðum tíma í að dunda okkur við að fleygja úr geymslu og skápum, endurskipuleggja og pakka því (litla) sem við ætlum að eiga. Búin að selja einhver húsgögn sem okkur finnst vera ofaukið og áætlum alsherjar Ikea-ferð þegar við sjáum hvar sé pláss fyrir nýtt.

Hilmir er orðin svo vanur öllu draslinu og opnu flutningskössunum útum allt að hann er hættur að forvitnast oní þá. Leikur sér bara þarna inná milli.
Sem betur fer náðum við að skipuleggja þetta á þann veginn að hann verði í leikskólanum þessa þrjá daga sem formlega verða teknir í flutningsdæmið. Þurfum þá ekki að vera að hafa áhyggjur af því að hann verði einhverstaðar á milli í hamaganginum sem á eftir að verða.

Svo verður bara gaman að sjá hvernig hann tekur nýja heimilinu. Hann náttlega hefur ekki kynnst öðru heimili en Sandhamnsgötunni. Á það til þegar honum finnst við hafa verið of lengi einhverstaðar að taka okkur í hendina og segja "heim!". Vonandi bara að hann finni það strax að nýja heimilið sé HEIMA ;)

23 júní 2007

Miðsumarhátíð

Í gær var vissulega midsommar en á miðvikudaginn var tekið forskot á sæluna hjá leikskólanum hans Hilmirs og haldin miðsumar-leikskólalokar-hátíð í garðinum hjá þeim. Öllum foreldrum boðið að koma og syngja með börnum og fóstrum. Boðið svo uppá ávexti og kaffi eftirá.
Hilmir var ekki nógu ánægður með frammistöðu okkar foreldranna við söngin enda kunnum við ekki sænsku leikskólalögin jafn vel og hann. Hann slapp því reglulega frá okkur og í öruggar sönghendur fóstranna. Bara vika eftir af leikskólanum núna áður en kemur mánaðar frí.
Posted by Picasa

15 júní 2007

Sko ! No wrinkles !

Á mynd; Hilmir að hlægja að þeirri staðreynd að mamma sín sé orðin þrítug. Alltaf jafn fyndin í kjól ! "Neeeei mamma mín þú ert sko engin kelling... bara hrukkulaus stelpukona"
Hilmirspabbinn bauð afmælisbarninu út að borða í gær og á meðan svæfði barnapían Hilmi í fyrsta skiptið. Gekk alveg glimrandi vel enda er hann svo heillaður af henni að hlýðnin er í hámarki.
Þetta verður endurtekið á laugardaginn þegar halda á formlega uppá afmælið. Við vorum annars alvarlega að spá í að borga henni kaup klukkutíma á dag fyrir að svæfa hann.... þvílíkur lúxus sem það væri. Ekki það að það sé einhvað einstaklega erfitt en þolinmæðin og fylgnin þarf að vera í hámarki. Stundum gott að gera bara einhvað annað ;)
Posted by Picasa

14 júní 2007

Worst and Best b-day EVER !

Hilmirsmamman orðin fullorðin... 30 ára í dag !
Myndauppfærsla með sönnun um að hrukkurnar hafi ekki komið yfir nótt kemur síðar ;)

Bara rétt að verða hádegi og nú þegar er ég búin að upplifa versta afmælisdagsmóment EVER.. og það besta svo örfáum tímum síðar.
Klukkan átta í morgun fórum við nefnilega með Hilmi í röntgen. Lungnaröntgenið var ekkert mál en svo vildu þeir fá einhverskonar sónarmyndir þar sem þeir ætluðu að skoða meltingarfærin á drengnum. Hann þurfti semsagt að liggja klemmdur niður á bekk (og haldið niðri af eitt stykki lækni og svo mér) meðan ég sprautaði einhverju ógeðisefni oní hann svo hann gæti kyngt og það kæmi fram á myndunum. Hræðilegt í stuttu máli sagt. Drengurinn öskraði úr sér lungu og líf og mig langaði sjálfri bara að skríða útí horn og gráta með honum.
Við löbbuðum bæði sveitt og skelfd útúr þessari lífsreynslu. Aldrei aftur.

Þegar ég komst svo í vinnuna fór ég að vinna í því að láta blessaðan háskólann skilja að rekstrar- og þjóðhagfræðieinkunirnar mínar úr Versló teldust sem stærðfræðitengdar greinar. Eftir nokkur símtöl fékk ég góða aðstoð frá ónefndum íslenskum stórvini og eftir það gekk allt einsog smurt. Fékk svo staðfestingu frá háskólanum stuttu síðar á því að þeir gæfu mér "undanþágu" frá kröfu um C-gráðu af stærðfræði og er ég þá komin í úrtökuhóp fyrir draumanámið. Fæ að vita svo meira í júlí eða ágúst. Jibbbíkóla ! :)

Ætli dagurinn eigi ekki bara eftir að vera í uppsveiflu eftir öll þessi ævintýr ?!

13 júní 2007

ZZzzzzzz.....

Þvílík undur og stórmerki á heimili okkar. Á nóttunni... sofa ALLIR fastasvefni til allavega 7 um morgunin. Ekki eitt einasta *hóst* sem kemur frá Hilmi og við foreldrarnir þessvegna alveg einstaklega úthvíld þessa dagana.... og Hilmir sjálfur að sjálfsögðu líka ;)

Ástæðan fyrir þessu er að við fengum loksins að hitta alvöru barnalækni hérna í Svíþjóð sem tók sér tíma til að skoða, greina og gera plan fyrir Hilmi. Nú skyldi hann fara á tvenns konar astmapúst til að losna við slímið í öndunarfærunum (sem koma til vegna bakflæðisins), hann skyldi fara í röntgen til að skoða enn betur lungun, vélinda o.fl., við skyldum halda áfram að gefa honum Gaviscon (bakflæðismixtúra) fyrir nóttina og sem neyðarúrræði skyldum við prófa mjólkurlaust mataræði í mánuð til að gá hvort það hafi áhrif á bakflæðið. Til þess hefur ekki komið ennþá og við vonumst til að pústin geri sitt svo ekki verði þörf á enn frekari aðgerðum.


Til að koma oní hann astmalyfjunum þurfum við að nota svona stálrör (sjá mynd) sem er pústað inní og hann andar svo með grímunni að sér. Fyrstu skiptin voru þvílíka baráttan því greyið harðneitaði að anda að sér með þessa grímu á sér og fékk barasta köfnunartilfinningu með tilheyrandi öskrum og gráti. En hann er svo duglegur drengurinn að núna er hann að læra á þetta allt saman og andar að sér þessi fimm andartök sem þarf til að allt lyfið komist ofan í lungu. Smá mótmæli en fær svo mikið hrós fyrir að það verður þess virði.

06 júní 2007

Fjölþrautakonan...

Já það er sko ekki sjaldan sem ég þarf að tileinka mér mörg hlutverk í vinnunni minni hérna í Stokkhólmi en þetta fór sko alveg langt yfir normið. Það var "smá" atburður á vegum okkar í gær sem fólst meðal annars í kraftakeppni og stórtónleikum með Stuðmönnum o.fl. um kvöldið. Ekki lítil hlaupin hjá okkur starfsfólkinu við ýmsar reddingar og spottakippanir. Ég fékk m.a. að vera plötusnúður á kraftakeppninni og meira að segja kynnir síðasta korterið ! Svo ekki sé minnst á útvarpsmanneskja. Jújú, á myndinni sést þegar útvarpsmaðurinn lét mig taka við af sér svo að einn af kraftaköllunum (sá stóri í bakgrunninum) gæti lyft honum upp. Þannig að þeir sem hlustuðu á Radio Stockholm í gær um hálf fimm leytið heyrðu Beggu sjálfa þreyta frumraun sína í sænsku útvarpi !
Posted by Picasa

Tveir sterkir og stæltir

Hilmir þáði góð ráð varðandi stefnu sína á titilinn "sterkasti maður heims/Íslands 2025" hjá sjálfum fyrrverandi titilhafanum. Hlustaði svo á live kórsöng Fóstbræðra (og reyndi að raula með) og varð sko ekki lítið heillaður, bað bara um meira og meira. Fékk svo smá kolsýrt vatn í vínglasið sitt áður en hann hvarf á braut í McDonalds pikknikk útí garði með múttunni sinni.
Já það er sko stundum gaman að heimsækja mömmu sína í vinnuna á góðum degi ;)
Posted by Picasa

03 júní 2007

Kronborgsgrändin heimsótt

Fórum í gær að heimsækja nýju íbúðina okkar í fyrsta skipti eftir að hún var formlega orðin "okkar". Fyrri eigendur fluttir út, búið að þrífa og við byrjuð að borga húsaleiguna. Hilmir var sá fyrsti til að stíga fæti innfyrir þröskuldin og eyddi svo dágóðum tíma í að skoða öll herbergi, opna alla skápa, prófa kranana á baðherbergjunum, setjast á klósettið og kveikja á eldavélahellunum. Á meðan mældum við Ingó fyrir gluggatjöldum (og auðvitað eru allir gluggar í annari stærð en það sem við eigum núna svo við þurfum að redda ÖLLU nýju!) og skipulögðum hvaða húsgögn við þyrftum að losa okkur við og hvað yrði keypt í staðinn.
Í lokin smelltum við af einni fjölskyldumynd með útsýnið úr stofuglugganum í baksýn. Svalirnar eru í sömu átt svo loksins loksins fáum við sólglaðar svalir !! Stefnum á morgunmat á svölunum fyrsta daginn eftir innflutning ;)
Posted by Picasa