Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 september 2007

Homies alonies

Enn eina ferðina fáum við Hilmir að "njóta" þess að vera ein heima. Held að Hilmir njóti þess nú reyndar meira en ég þar sem hann fær óskipta athygli móður sinnar 24/7. Spyr nú samt eftir pabba sínum á morgnana svona til að tékka hvort kallinn gæti hafa dúkkað upp í skjóli nætur.
Sem betur fer er ég að læra heima svo ég næ að taka aðeins til, versla og þvo inná milli bókarkaflanna.

Til þess að okkur leiðist ekki alltof mikið skipulagði ég smá dagskrá eftir leikskóla handa okkur sem fólst meðal annars í því að hitta Eika vin og leika ásamt því að hitta íslenska nágranna hér í Kista. Bæði skiptin enduðu með því að við vorum úti við til klukkan að ganga sex og þá ekki nema furða að Hilmir steinsvaf sem aldrei fyrr, 11-12 tíma á nóttu takkfyrirkærlega. Alveg búin á því eftir útiveruna en það er nú bara hið besta mál finnst mér. Mar fær aldrei nóg af fersku lofti.

Á leikdeitinu með Eika varð smá hjólaslys. Hilmir ekki alveg að ráða við að bremsa þríhjólinu og lét sig húrra, með lappirnar útí loftið, niður brekku sem er þarna við leikvöllinn. Endaði face down á malbikinu og ég sá fyrir mér skrápað andlitið, tennurnar dottnar úr og blóð útum allt ! En það var nú alls ekki svo slæmt, bara risakúla og smá skrapsár á henni. Ekkert blóð einusinni og Hilmir var fljótur að jafna sig og stíga aftur á hjólið. Hann lærði þarna dýrmæta lexíu og passaði sig vandlega á öllum brekkum sem vísuðu niðurávið það sem eftir lifði dags.

23 september 2007

Hilmir 25 mánaða

Rosalega er langt síðan ég hef gert svona stöðukynningu á Hilmi. Nú verður úr því bætt. Hann er í dag 2gja ára og 1 mánaða gamall.
Hilmi finnst gaman að;
- hjóla á þríhjólinu sínu úti, ef það er ekki í boði hjólar hann bara á því í hringi inní íbúð. Í skónum að sjálfsögðu... betra grip ;)
- "elda" í sandkassanum með kaffibollasettinu sínu. Hann eldar helst jógúrt, pizzu og ís.
- taka pulluna af sófasettseyjunni og nota hana sem trampólín
- vera bleyjulaus
- horfa á sjónvarpið, Little Einsteins er í stóóóru uppáhaldi, næst á eftir því kemur Latibær á sænsku. Við kunnum textana við lögin úr því. Sorglegt en satt.
- sitja í sjónvarpsstólnum sínum og borða "kex". Kexið er sykurlaust morgunkorn með epla og kanilbragði sem mér finnst óætt. He loves it !

Hilmi finnst leiðinlegt að;
- fara í regnföt
- þvo sér um hendurnar
- fara oní baðið
- fara uppúr baði (millistigið er bara gaman)
- fá ekki að hoppa í sófanum þar sem hann er í heimsókn
- fá ekki það sem hann vill. Öskrar einsog api til að tenja grensurnar. Virkar ekki. So far.

Algengustu setningar og orð;
"prósít" (þegar einhver hnerrar, svona sænskt "guð hjálpi þér")
"Du tiiiingest" (Mikka Mús-setning)
"út að labba"
"hvaaaar er kisan?"
"hoppa!!!"
"müsli"

Þrokabraut;
- hjólar á þríhjóli
- hoppar jafnfætis
- teiknar "hluti" og "bókstafi"
- telur uppað 10
- hefur afburðargott jafnvægisskyn og álíka góða boltaleikni
- sofnar sjálfur

Við erum frekar montin af honum náttlega ;)

15 september 2007

Anatómía-grunnám

Loksins tókst okkur að fara á Skansen að skoða dýrin með Hilmi. Þar er að finna svona "petting zoo" þar sem börnum er boðið að koma og klappa og knúsa dýrunum. Geitunum réttara sagt. Flestallar voru voða krúttulegar og leyfðu börnum að klappa sér mis-fast.
Hilmir stóð lengi og klappaði þessari. Eftir smá stund fór hann að spá í þeim enda sem hann stóð við. Nú... ef hún er ekki í bleyju hvað ætli sé þá þarna undir dindlinum ?
Posted by Picasa

09 september 2007

Haustið komið til okkar

Fer ekki framhjá manni að haustið sé komið til að vera. Búin að pakka niður öllum stutt-fötum (stuttermabolir, stuttbuxur osfrv) og sandölum og draga fram öll nýju girnilegu haustfötin. Hans Hilmirs þ.e.a.s, við fullorðna fólkið drögum bara fram "haust/vetrar" kassann og endurnýjum kynnin.
Haustveðrinu fylgir líka allt það sem Hilmir HATAR fatakyns. Þá er regngallinn efst á lista þar, næst koma þykkar peysur og vettlingar. Gúmmístígvélin eru hinsvegar einstaklega vinsæl og þá sérstaklega innanhúss.

Hilmir tók annars uppá því í dag að heillast af rigningunni. Þá á ég ekki við því þegar droparnir detta ofanúr himnum heldur því þegar þeir safnast saman í polla á gangstéttinni. Ekki það að hann hafi verið þyrstur heldur tók einhver eðlislæg forvitni við þegar hann vildi endilega sleikja laufblaðið sem hafði legið á bólakafi í pollinum. Það nægði þó engan vegin til að svala þörfinni því þegar ég tók af honum laufblaðið og bannaði honum að sleikja það hljóp hann bara að næsta polli, kraup á fjóra fætur og gerði sig líklegan til að teyga bara beint "úr kúnni".
Hann setti svo bara upp prakkarasvipinn þegar ég snarbannaði honum þetta. Ég afvegaleiddi með sandkassaleik.
Stuttu seinna sá ég hann svo sleikja rennibrautina.
Á misjöfnu þrífast börnin ?
Sá verður gaman þegar snjórinn kemur. Sé fyrir mér mikið snjóát. Þarf bara að kenna honum þetta með gula snjóinn..........