Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 júlí 2010

Bjútíboj


Þetta eintak er það sætasta suður fyrir sólarupprás... sex dagar í sex mánaða afmælisdaginn hans og hann heillar okkur ennþá uppúr skónum með smitandi hlátri sínum, óvæntum brosum og ómótstæðilegri ungbarnalyktinni í hálsakotinu (sem vegar upp á móti óheyrilega ílla lyktandi kúkableyjum).
Krúttkroppur og bjútíboj með meiru ;)

Fjör á matartíma

Matartímarnir hér á heimilinu eru orðnir ansi fjörugir. Báðir drengirnir borðandi, hver með sinni tækni og hljóðum fylgjandi því. Valtýr með aðstoð annars hvors okkar foreldranna en Hilmir er náttlega löngu útskrifaður af þeirri deildinni þó það þurfi stundum að minna hann á að halda einbeitingunni og "hafa munninn yfir diskinum" svo ekki stækki matarfjallið undir stólnum hans.

Þeim finnst jafn spennandi að fylgjast með hvor öðrum borða. Hilmir fær meira að segja stundum að mata þann litla... algjör hápúnktur ;)

23 júlí 2010

Strákar

Rakst á lítið ljóð í dag sem ég bara verð að stela, þýða og birta hér því mér finnst það eiga stórkostlega vel við minn eldri (biðst afsökunar ef þetta er hundléleg þýðing á einhverju þegar margbirtu);

Strákar eru til í mörgum stærðum og gerðum,
Þeir eru allstaðar; ofaná, undir, klifrandi á, hangandi í, hlaupandi um og hoppandi yfir.

Mæður elska þá, litlar stúlkur þola þá varla,
eldri systur og bræður þola þá rétt svo,
stóra fólkið lætur sem það sjái þá ekki, en sá á himnum verndar þá.

Strákur er sannleikurinn með svartan blett á nefinu,
gáfur með tyggjó í hárinu
og framtíðarvon með frosk í vasanum.

Strákur er töfrum búin vera - maður getur læst hann úti
úr handavinnuherberginu en ekki úr hjarta sér.

Og þegar maður kemur heim á kvöldin
örþreytt með einungis brotin af framtíðardraumunum afgangs
þá lagar hann það með þessum tveim töfraorðum;

Hæ mamma !!

21 júlí 2010

Tvítenntur


Tannraunum Valtýs var aldeilis ekki lokið eftir að fyrsta framtönnin stakk sér upp í gómnum. Sú við hliðina á lét sjá sig örfáum dögum síðar.
Hann er því tvítenntur drengurinn !

Sjást þær ekki örugglega á myndinni ;) Þarna í neðri góm...

P.s. þessi ótrúlega flotti smekkur sem hann er með er framleiddur af móðursystur hans henni Söru. Hef fengið mörg "vá, en sniðugt og flott!" frá Svíiunum útá hann ;) Íslensk handavinna slær í gegn !

20 júlí 2010

Verðandi vinir


Þessir tveir eru verðandi vinir. Bara um leið og þeir uppgötva hvorn annan á dýpri og innilegri hátt en bara sem "manneskjan við hliðina á mér". Vináttan er næstum algjörlega garanteruð þar sem þeir eru bæði grannar hér í Kista og verðandi leikskólafélagar... og það meira að segja á sömu deild ! Bara sex vikur sem skilja þá að í aldri.
Æsispennandi framhald fylgir á komandi mánuðum ;)

16 júlí 2010

Tannálfur

Ókei... við höfum heyrt þetta með "engin börn eru eins" og vissulega eru þeir ólíkir í skapgerð bræðurnir Hilmir og Valtýr. En líkamlega furðu líkir ! Sannaðist í morgun þegar ég var að leyfa Valtý að naga handakjúkurnar á mér... og einhvað fannst mér neðri gómurinn öðruvísi áferðar en venjulega. Sótti skeið og það klíngdi í hægri framtönninni hjá honum sem er á leiðinni upp.
Ekki nema furða að greyið sé búin að vera skapvondur uppá síðkastið. Ekki nóg með að eyrnabólga skuli hrella hann heldur líka tennur á leið.

Og nú að bræðratvífaraskemmtiatriðinu:
Hilmir fékk sína fyrstu tönn 5 mánaða og 10 daga gamall
Valtýr fékk sína fyrstu tönn 5 mánaða og 11 daga gamall

Furðulegt ?

14 júlí 2010

Heitur dagur í Kista

Varð að "föreviga" þessa stund með Valtý berrassaðan á gólfinu með goluna frá opinni svalahurðinni til að kæla sig niður. Svona til að ylja mér við á köldum vetrarmánuðum ;)

Sjalasagan heldur áfram

Nú þegar sumarið er komið var TriCotti sjalið okkar orðið frekar heitt... og aumingja Valtýr farin að soðna í því eftir 2gja mínútna dvöl. Svo þá dreg ég fram bómullar hringasjalið góða sem ég keypti einhverntíman á slikk til að athuga hvort Hilmir myndi sætta sig við það (sem hann gerði ekki!).
En Valtýr er af öðrum ættbálki sjalabarna. Líkar það ágætlega að sitja þarna á mjöðminni á mér og sjá heiminn frá hærri stað.
Getum allavega skroppið útí þvottahús svona ;)

Sitja sjálfur


Stöðugar sitæfingar undanfarna daga hafa skilað árangri; Valtýr telst nú "sjálfsitjandi með stuðning". Á það til að detta skyndilega afturá bak ef hann er með einhvað í höndunum sem þarf að éta með mikillri áfergju eða hrynja til annarahvorra hliðarinnar en þá nær hann að bjarga sér með því að draga undan sér höndinni og koma sér í magastellingu.

Og alltaf stendur blessaður brjóstagjafapúðinn fyrir sínu ! Sjá hér.

13 júlí 2010

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Gerðum ótrúlega furðulegan hlut í gær... sóttum um leikskólapláss fyrir litla sykurstubbinn hann Valtý ! Drengurinn er nú komin með beiðni á sama leikskóla og stóri bróðir frá og með mars 2011. Og hann sem kann varla að sitja (en æfir sig á hverjum degi) !
Fórum nefnilega á óvart inná vefsíðu Stokkhólmsborgar og sáum þar hvernig staðan er í leikskólabiðraðamálum á komandi árum. Þegar farin að myndast röð á Igelbäcken svo við þorðum ekki öðru en koma barninu að.
Svo er bara spurning hvort maður nýti plássið ef það býðst ! ;)

11 júlí 2010

Þaulvanir foreldrar



Eftir 5 mánaða sprautuna fékk Valtýr hita (sjá fyrra innlegg) sem varði ekki bara kvöldstund eða yfir nótt heldur marga marga marga daga. 3 daga reyndar en okkur fannst þetta nú ekki alveg eðlilegt... svona miðað við aldur og fyrri störf.. okkar foreldranna það er að segja. Einhvað fannst okkur skuggalegt að drengurinn skyldi rjúka uppí nærri 40 stiga hita dag eftir dag.

Svo við tókum þá ákvörðun að fara á upprunastað Valtýs í heimi hér; Danderyd spítalann. Þar er neyðarmóttaka barnalækna sem okkur fannst fýsilegri kostur en að fara á Astrid Lindgren-barnadeildina á Karólínska sem vísaði okkur einusinni heim með fársjúkann Hilmirinn. Hnuss. Látum ekki svindla á okkur tvisvar, ónei !
Svo já þarna á Danderyds vorum við afgreidd af góðlátum ellismella barnalækni sem potaði pínu í Valtý og leit svo í eyrun þar sem staðfestur var grunur móðurinnar þaulreyndu; drengurinn með svæsna eyrnabólgu í vinstri eyra.

Eyrnabólgu. Fimm mánaða. Að sumri til. Okkur grunar Íslandsferðina.... Hmmmm....

Beachboy



Í dag var steikjandi hiti og ungherra heimilisins vaknaði súpersnemma (6:15) svo við ákváðum að nýta daginn með því að fara á ströndina. Vorum mætt svo snemma að við gátum valið úr skuggsælum grasblettum og förin eftir traktorsrakstur kvöldsins voru ennþá í sandinum.

Allir nutu dagsins og þá ekki síður Valtýr sem svaf í hlýrri golunni, viðraði bossann og lék sér á teppinu okkar.
Þegar við komum heim 4 klst, sveitt og heitt eftir daginn, fengum við staðfestingu á hitanum; 55 gráður í sólinni (mælirinn hangir útum eldhúsgluggann okkar) !

07 júlí 2010

Valtýr 5 mánaða



Þessi stúfur (sjá mynd) varð 5 mánaða gamall í vikunni. Fór af því tilefni og fyllti á birgðir líkamans af bólusetningslyfjum, eitt í hvort lærið, og fékk alveg herfilega mikinn hita og slappleika eftir það. Greyið litla varð eins og ungabarn á ný, hélt vart höfði og kveinkaði sér yfir öllu. Vildi bara liggja í foreldrafangi. Fékk Alvedon til skiptis í báða enda líkamans. Núna sólarhring síðar er þetta vonandi bara yfirstaðið.

En nú að rapporteringu.
Það sem Valtý, 5 mánaða, finnst skemmtilegt að gera:
- láta brosa til sín
- láta horfa á sig.. því þá gleðst hann voðalega og fer samstundis í gott skap
- láta hlægja með sér, hlær með og skríkir jafnvel (sjá mynd)
- fá að laumuprófa göngugrindina sem hann fær eiginlega ekki að vera í því hann er rétt svo orðin nógu sterkur í bakinu til að geta setið sjálfur í matarstól
- nudda gómnum uppvið hökuna á mömmu sinni, einlæg atlot sem enda oft í hláturskasti móðurinnar (lítur út einsog hann ætli að gleypa mann heila einsog anakonda... og byrji bara á hökunni)
- fá að borða ávaxtamauk hverskonar
- sitja hálfuppréttur í vagninum og skoða heiminn
- busla í baðkarinu (takmarkið er að tæma baðkarið með busli eingöngu)
- tala við Hilmi, horfa á Hilmi, "leika" við Hilmi (láta hann rétta sér einhvað)

Það sem Valtý finnst leiðinlegt að gera:
- láta leggja sig í daglúra þegar hann þykist ekki vera þreyttur
- liggja sekúndu of lengi á skiptiborðinu því þá fer hann að vilja snúa sér og það er ekki hægt þarna uppá
- láta klæða sig í eða úr fötum
- bíða eftir snuddunni þegar hann vill fá hana (og foreldrarnir finna hana ekki því hún er komin undir hann þarsem hann liggur og sefur)
- sitja í bílsætinu og bílinn stendur kjurr

06 júlí 2010

Frumvinir


Þarna eru þau frumbernskuvinirnir Hilmir og Emilía. Vinskapur sem fer yfir lönd og haf, tíma og kyn. Reyndar fer það ekkert á milli mála að annað þeirra er varfærið og hæglátt meðan hitt er uppátækjasamt og fljótfært (seinni lýsingin á við Hilmi ef það fór á milli mála).
En einhvernvegin geta þau nú samt haft gaman af samverunni hvort við annað ... svona endrum og eins ;)

Sambað


Hilmir var búin að bíða lengi eftir þessu... að fá að fara í kvöldbaðið MEÐ litla bróður. Sem betur fer hafa allar litlu molluskurnar hans (frauðvörtur) horfið einsog dögg fyrir sólu svo það var ekkert í veginum fyrir þessari bræðrasælu. Og sæla var það. Valtýr skríkti af fögnuði yfir að fá að busla þarna í þessari mínísundlaug (og ekki í bala einsog hingað til) og ekki skemmdi nú fyrir að Hilmir væri oní með honum til að kjá framan í hann.

Held að þetta sé bara málið from now on. Sláum fjöldamargar flugur í einu höggi og báðir hreinir og fínir að verki loknu.

05 júlí 2010

Þessir útlendingar ...


Íslensk ungabörn skilja ekkert í þessari túnguflækju sem erlendir fréttamenn lenda í (tja eða útlendingar yfirhöfuð!) þegar bera á fram Eyjafjallajökul.
Thelma getur meira að segja bent á jökulinn á landakorti !
Og geri aðrir betur ;)

Sumarbræður



Svona var sumarið (júnímánuður) þegar best lét á Íslandi; flíspeysa, silkihúfa og ullarbolur á drengjunum. En alveg meiriháttar fallegt veður ! Og við vorum á meiriháttar fallegum stað þarna í grasagarðinum í Laugardalnum daginn fyrir brottför.

Nú erum við komin í alvöru sumarstemmningu hérna í Stokkhólminum. Vandræðin felast enn og aftur hvernig klæða á börnin og þá sérstaklega þann yngri. Sá eldri er góður í stutt-öllu og sterkri sólarvörn. Sá yngri má enga sólarvörn fá svo það er dvalist í skugga og hann fær að íklæðast hvítu frá toppi til táar til að koma í veg fyrir steikingu.

Skelli inn fleiri myndum frá Íslandsferðinni fljótlega....