Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 maí 2005

Fæðingarfræðsla

Við Ingó fórum á fyrsta fund af þremur í "förlossningsutbildning" í gær ásamt ca 100-150 öðrum pörum sem öll voru komin mis-langt á leið í meðgöngunni. Sátum þarna og létum okkur leiðast mestan hluta fyrirlestursins, ég að lesa nýjasta Good Food blaðið og Ingó í að leggja kapal í lófatölvunni sinni. Sú sem hélt fyrirlesturinn er eflaust einhver rosa vinsæl og "hress" ljósmóðir því hún byrjaði á því að segja að þessir klukkutímar sem við myndum eyða í að hlusta á fyrirlesturinn yrði með því SKEMMTILEGASTA sem við myndum gera í öllum þessum undirbúningi. Ye Right ! Vissulega kom hún með nokkur vel þjálfuð "innskot" um vonlausa verðandi feður sem líður yfir þegar á hólminn er komið o.sfrv. sem fékk hálfan salin til að skella uppúr en við Ingó sátum einsog súrum Íslendingum er von og vísa og gerðum bara grín að hinum pörunum og ljósmóðurinni.
Græddum samt alveg nokkra punkta/upplýsingar á þessum 2 1/2 tíma sem verða væntanlega nýtt í ágúst þegar að stóru stundinni kemur.
Næsti fyrirlestur er á þriðjudaginn í næstu viku..... tek með mér prjónaskapinn þá svo ég hafi einhvað að gera meðan ég hlusta... veit ekki hvað Ingó ætlar að gera sér til sálubjargar en hann losnar allvega ekki undan því að koma með !

26 maí 2005

Draumfarir sléttar

Undirmeðvitunin mín tók skyndilega við sér og sætti sig við óléttuástandið. Afraksturinn er sá að þegar ég er sofandi og fer að dreyma "mig" þá er "ég" ólétt með bumbu og alles. Hinsvegar er ég að GERA nákvæmlega sömu hluti og áður en ég varð alvöru-og-drauma-ólétt; keyra bíl í útlöndum, djamma með ókunnugu fólk og lenda í allskyns ævintýrum og skil náttlega ekkert í sjálfri mér hvað ég er að paukast allt þetta komin 6 mánuði á leið ! Ef ég ætti að sálgreina sjálfa mig myndi ég segja að ég væri að reyna að upplifa stórfengleg ævintýri áður en ég verð full-time-mommy eða þá að að ég sé að sýna sjálfri mér að ég geti upplifað stórfengleg ævintýri þó ég sé ólétt og á leið að verða full-time-mommy :)
Þetta er allavega að hafa rækilega ofan af fyrir mér meðan ég er sofandi !

24 maí 2005

Skoðun á 27. viku

Held ég sé orðin "boring" í augum ljósmóðurinnar... ekkert spennó að gerast með mig og engin vandamál sem þarf að vinna stórtækt í ;) Var að koma úr 27 vikna skoðun og enn og aftur er járnið í blóði í stakasta lagi, blóðþrýstingur sá sami og síðast og hjartahljóð bingóbaunarinnar sterkt og gott. Hún mældi leghæðina núna í fyrsta skipti og hér eftir á víst að fylgjast með að ég stækki ekkert óeðlilega mikið eða óeðlilega lítið miðað við gengnar vikur.
Átti smá spjall við hana um bumbuvaxtarverkina og hún sagði þetta vera algengt vandamál og mælti með því að ég keypti svona "meðgöngubelti" til að létta mér þær vikur sem eftir eru. Þau eru reyndar fokdýr en hún sagði að það myndi muna töluverðu fyrir mig enda væri þetta ekki einhvað sem myndi bara hverfa með tímanum...... verkirnir þ.e.a.s.

23 maí 2005


Í upphafi 27. viku... Eurovisionready Posted by Hello

19 maí 2005

Vaxtaverkir í bumbunni

Núna er komið að því að ég þurfi að parkera gönguhraðanum mínum og byrja bara að hjóla allar mínar ferðir... eða... það sem er eiginlega erfiðara: ganga hægar ! Fann fyrst fyrir undarlegum verkjum í bumbunni þegar ég var í Berlín og þeir koma alltaf aftur ef ég labba meira en nokkra metra (á mínum gönguhraða... hratt) eða stend lengi upprétt. Fékk þá útskýringu frá mér fróðari konum að þetta væru einhverskonar festingar sem halda leginu á sínum stað og eru að teygjast og lengjast með stækkandi bumbu. Að ganga hratt er semsagt ekki að hafa góð áhrif á þessar festingar. Ingó er voða duglegur að bera á mallann Weleda-slit-olíunni og notar tækifærið um leið að nudda þá staði á bumbuna sem eru að angra mig þann daginn. Vona að þetta líði bara hjá því ég er of þrjósk til að fara að ganga á sníglahraða einsog einhver háólétt kona !!
Í öðrum fréttum af Bingóbauninni þá er komin hiksti í krílið, frekar fyndið að upplifa þetta og mar ræður varla við sig að flissa pínu að aðförunum. Finn nefnilega fyrir flöktri með hverju hiksti einsog baunin kippist allsvakalega til við hvern *hick*.

12 maí 2005


Fyrir 7 stuttum mánuðum síðan.... Posted by Hello
þá leit ég svona út. Vorum að fara í gegnum digitalmyndirnar okkar í gærkvöldi til að setja í framköllun 2004 ársbirgðirnar. Rakst á þessa úr brúðkaupsferðinni og hef setið síðan þá og grátið sölltum tárum (inní mér) yfir kílóasöfnuninni og vaxtarleysinu. Einsog óneitanlega fylgir óléttunni er ég núna mittislaus, á góðri leið með að fara úr handbolltastærðarbumbu yfir í blakbolltastærðarbumu (enda bingóbaunin á stærð við kókoshnetu núna og 800 grömm) og orðin ansivel "mjúk" á ný enda búin að safna mér ca 11 kílóum síðan þessi mynd var tekin í brúðkaupsferðinni.
Mar á að skammast sín fyrir hégóman.... en stundum má ég alveg vorkenna sjálfri mér og þrá mitt fyrra líkamlega ástand. Enda hafði ég alveg rækilega fyrir því á sínum tíma í að ná þessu formi !
Stefni á að geta horft á svipaða mynd af sjálfri mér eftir ca ár í viðbót ;)

10 maí 2005


Bingóbaunin á viku 25... gapar stórt svo hægt sé að troða hendinni allri inn ! :) Posted by Hello

Sónar númer tvö

Við verðandi foreldrarnir fórum í aukasónar í gærkvöldi, ákváðum að punga út smá aukapening til að sjá bingóbaunina og fá að tékka á kyninu í leiðinni. Allt kom vel út, baunin er akkúrat á rétta stærðarstaðlinum miðað við meðgöngulengd og lék allskyns listir fyrir okkur þessar 10 stuttu mínútur sem við fengum að kíkja inní bumbuna. Það skemmtilegasta var að sjá hversu "mennskt" krílið er orðið, puttar og táslur ásamt andliti (sem var frekar "skeleton"-legt þegar það leit beint framan í skjáinn en við sáum nú samt nebbaling og varirnar á hlið þegar það opnaði munninn til að setja uppí sig hendina. Hjartað sló líka einsog skærasta stjarna og ljósmóðirinn sýndi okkur í nærmynd hvernig sjá mátti öll fjögur hjartahólfin og stóru hjartaæðina sem sér um að dæla blóðinu á réttan stað.
Til að svara vinsællri spurningu getum við nú sagt; "já ! við vitum kynið:)" en erum þó ekki tilbúin til að pósta því útí víðan heiminn ennþá. Ætlum að byrja á að segja nánustu fjölskyldu og leyfa þessu aðeins að verða raunverulegra fyrir okkur áður en við getum deilt því með restinni af heiminum.


Sónar númer tvö, vika 25 Posted by Hello

02 maí 2005


Bingóbumba í lok 23. viku  Posted by Hello