Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 apríl 2008

Klósettfrásögn

Ok... ég hef (sem betur fer) ekki oft verið að færa fréttir af því sem Hilmir skilar af sér... eða hvernig hann gerir það.
En nú bara verð ég !
Um helgina kviknaði semsagt áhuginn fyrir klósettferðum. Ábyggilega vegna þess að Eiki vinur hans notaði útiklósett útí skóglendi. Mjög spennandi staðsetning en minna spennandi fyrir mömmu Eika sem þverneitaði að leyfa þeim að grandskoða grútskítugt útiklóið. Eiki vinur er semsagt svo háþróaður að hann notar helst bara kló þó hann sé útbúin prýðilegum tækjum til að létta á sér útí næsta runna ;)
Hilmir er sumsagt ekki jafn háþróaður.
Það voru margar klósettferðir hérna heima eftir þetta útiklódæmi og Hilmir var komin með prýðilega tækni sem fólst í notkun palls til að hann næði sjálfur að koma sér á setuna.
Um kvöldmatarleytið á sunnudaginn er hann að ærslast einn frammí stofu meðan ég var að elda. Skyndilega heyrði ég ekki í honum lengur og fór náttlega beinustu leið inná kló til að sjá hvort hann þyrfti einhverja aðstoð. Á leiðinni inn heyri ég sprænuhljóð en í sömu andrá sé ég að Hilmir er ekki á sjálfu klósettinu og þá líklega vegna þess að pallurinn góði var inná hinu baðherberginu.
Hilmir stendur hinsvegar sigri hrósandi við ruslafötuna. Búin að taka af henni lokið og bendir hróðugur oní; "pissa!"
Hann bjargaði sér bara svona vel þegar hann fann ekki pallinn ;)
Gat að sjálfsögðu ekki skammað hann..... voða duglegur !

27 apríl 2008

Frumreið

Hilmir sýndi óhemju flotta takta þegar hann fékk að fara á smáhestabak í gær á 4H garðinum við Stora Skuggan. Þverneitaði að leyfa mömmunni að halda í sig eða styðja við á nokkurn hátt... enda þurfti þess varla hann spjaraði sig svo vel að halda jafnvægi þarna berbakt á pony-inum !
Giddeobb !
Posted by Picasa

23 apríl 2008

"BMVoffinn sagði bang!"

Þetta er útgáfa Hilmis af árekstrinum; Að BMVoffinn hafi komið að okkar bíl og sagt Bang. Að Hilmir hafi orðið ledsen (leiður). Og svo hafi brunabílinn komið.
Ekkert mikið flóknara en svo.

Við erum annars öll að skríða saman. Stirðu foreldrarnir að rétta úr sér og Hilmir orðin sáttur við "nýja Ford bílinn okkar" (Ford Fiesta bílaleigubíll). Höfum ekkert heyrt enn frá tryggingarfélaginu um hvort þeir ætli að leggja útí það stórverk að láta laga bílinn. Samkvæmt verkstæðinu er það allt að þriggja vikna verkefni... og guð veit hversu há upphæðin yrði.

Annars er sumarið komið til Svíþjóðar. Hef geta setið úti á svölum að læra undanfarna daga (og nei... ekki í flíspeysu... það er bara í góða veðrinu heima ;)) og Hilmir kuldagallafrelsinu fegin. Núna er það bara keps (derhúfa) og strigaskór sem gilda.

20 apríl 2008

Bílslys gerast þegar minns á varir

Óskemmtilegt eftirmiðdegi hjá okkur á þessum líka lofandi sunnudegi. Sólin skein í heiði og við ákváðum að skella okkur í smá bíltúr og á útikaffihús með leikvelli handa Hilmi. Á leiðinni var keyrt aftaná okkur !!!
Við erum sem betur fer öll heil á höldnu en dáldið shokkeruð og skrýtin. Vonandi ekkert whiplash bara. Verr fór fyrir konunni sem keyrði á okkur því hún var ekki í bílbelti og skallaði því framrúðuna við áreksturinn svo rúðan brotnaði. Henni varr mest í mun að fylla út tryggingarskýrslurnar og koma sér af slysstað en við heimtuðum að beðið yrði eftir sjúkrabíl til að passa uppá að allir væru í lagi. Held hún hafi bara verið í algjöru sjokki og ekki fattað hversu alvarlegt þetta væri.
Fólk sem varð vitni að árekstrinum og stöðvuðu bílana til að hjálpa okkur hringdu á sjúkrabíl og innan við 10 mín seinna voru mætt á svæðið cirka 30 manns í allskyns bruna-sjúkra-bílbjörgunar og lögreglubílum. Ekki nema furða því þetta gerðist á lítillri hraðbraut svo þeir hafa náttlega ekki vitað hverju ætti von á og sent út allt tiltækt lið.
Hilmi varð náttlega brugðið við þetta allt saman en hressist svo þegar slökkviliðsmennirnir tóku hann að sér og buðu honum uppí slökkviliðsbíl að skoða. Í kveðjugjöf fékk hann svo bangsa í slökkviliðsfötum. Þannig að fókusinn hjá honum fór snarlega úr því sem hafði gerst og að því að skoða alla uppáhalds bílana í nærmynd ;)

Hvorugur bílinn var ökufær eftir þetta svo að við vorum keyrð í lögreglubíl uppá nærliggjandi hverfissjúkrahús. Öll skrifuð út innan við hálftíma seinna og ég (Begga) með rótsterk verkjalyf enda er ég dauðhrædd við whiplash skaða sem oftast láta á sér kræla þónokkru eftir sjálft slysið.

Við fáum svo að heyra frá tryggingarfélaginu á morgun. Líklegast verður bílinn bara afskrifaður og okkur borgaður hann út svo við getum keypt annan.

12 apríl 2008

Läggdax

Helgarrútínurnar okkar eru að breytast svo um munar þessa dagana. Hilmir er komin á þann vinsæla aldur sem börn lenda óhjákvæmilega á fyrr eða síðar..... einnig kallaður "nógu gamall til að hætta að sofa á daginn".
Það þýðir semsagt Hilmisveisla aaaaallan liðlangan daginn. Við Ingó vorum orðin ansi vön því að geta sjálf tekið smá bjútíblund í klukkutíma eða svo meðan Hilmir svaf. Værð færðist yfir heimilið og allir hvíldu sig smá.
En það hlaut að koma að lokum þessa ljúfa tímabils.
Við höldum í það enn um stund að þetta eigi bara við um annan daginn, að hann semsagt sofi t.d. laugardag en vaki svo allan sunnudaginn. Þá fá allir einhvað fyrir sinn snúð. Það jákvæða er að nú getum við nýtt okkur allan daginn til að gera það sem okkur lystir og ekki þurfa að vera föst heimavið þartil "eftir blund".

Í dag tókum við til að mynda daginn snemma, kíktum í smá læknisheimsókn um morguninn (fá meira pústmeðal) og svo í Ikea. Troðfylltum bílinn af dóti og Hilmir sofnaði vært á leiðinni heim... í heilar 20 mínútur ... sem er varla til að hressa við hamstur hvað þá eitt stykki ofurorkudreng !!! Sem þýddi að í lok dags var hann svo dauðuppgefin að hann sofnaði alveg súpersnemma.
Við Ingó horfðum undarlega hvort á annað þar sem við sátum alein í stofunni klukkan 20. Ekki oft sem það hefur gerst skal ég ykkur segja.

07 apríl 2008

Lopapeysukall

Á myndinni: búið að plata Hilmi í lopapeysuna sem Helga amma gaf honum. Mikil húrrahróp og "roooosalega ertu fííínn!" til að fela þá staðreynd að hún gæti mögulega verið stíngupeysa (eins og allar lopapeysur eru fyrstu mánuðina þartil búið er að ganga þær til).
Hann entist alveg heillengi í henni útá svölunum að dáðst að grillaðförum pabba síns. Svo allt í einu fékk hann nóg í bili og bað um flíspeysuna sína.
En við gefumst ekki upp ! Erum alveg viss um að hann sé lopapeysukall innvið beinið. Þrælíslenskur og þjóðlegur lopapeysukall.
Posted by Picasa

Nýuppgötvaður hæfileiki

Í fluginu til Íslands um páskana var Hilmi færð forláta Latabæjarlitabók. Hingað til hefur hann "teiknað" (lesist; krassað) í litabækurnar en núna fattaði hann trikkið. Að það ætti að fylla út fletina með lit og reyna að láta sem minnst fara útfyrir.

Latabæjarlitabókin fylltist fljótt og við brunuðum í Eymundsson að kaupa Cars-litabók. Það eru fáar blaðsíður eftir af þeirri svo núna er komin Hello Kitty bók og svo sú sem hann sést lita í á myndinni.
Einbeitingin leynir sér ekki.
Góðar svona rólegar, þöglar stundir ;)
Posted by Picasa

02 apríl 2008

Tekið á móti sumrinu í kuldagalla

Það var eitt stykki sveittur Hilmir sem var sóttur á leikskólann í gær. Það kom nefnilega þvílíkt sumarveður mjög skyndilega og algjörlega óviðbúið með 25 stiga hita í sól og logni.
Aumingja Hilmir átti ekki annan klæðnað í leikskólanum en bara kuldagallan sinn svo hann var í honum allan daginn. Það kom nú ekki að mikillri sök þar sem það var ennþá dáldið kalt ef leitað var í skugga.
En feginn varð hann þegar ég afklæddi hann, leyfði honum að taka húfuna af sveittum hausnum og hlaupa um á flíspeysunni......

Við sjáum nú spennt frammá að geta pakkað niður vetrarfötunum, þykku úlpunum, húfum og hönskum. Verður mun meira pláss í forstofunni fyrir vikið !