Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 desember 2010

Aðfangadagskvöld í Kista



Við stækkuðum fjölskylduna um mörghundruðprósent frá því síðustu jól þegar við vorum bara þrjú í kotinu (við hjón + Hilmir). Nú er að sjálfsögðu Valtýr búin að bætast við og svo var stórasystirin hún Elísa hjá okkur yfir hátíðarnar.

Taka ekki örugglega allir lesendur eftir útbúnaðinum á drengjunum ? Handprjónaðar þverslaufur og berfættir ?! Forgangsröðunin alveg á hreinu; þægindi en klassi á liðinu ;)



Margir pakkar opnaðir en Hilmir fékk þennan risakassa sem innihélt "stórustrákahjól". Valtý fannst skemmtilegast að fá að príla uppá kassanum.






Þegar maður er ekki orðin nógu stór til að ráða við "opna-pakka" tæknina er gott að eiga stóra systur sem getur sýnt manni handtökin.

14 desember 2010

Ný barnapía

(Enn ein) ný barnapía hefur verið fundin. Hef ekki prufukeyrt hana enn á drengjunum en hef alveg déskoti góða tilfinningu fyrir henni. Hlakkar næstum til að kynna hana fyrir þeim bræðrum og leyfa henni að spreyta sig. Hlakka enn meira til að koma heim aftur og sjá allt í tipptopp standi og drengina vatnsgreidda að spila Ólsen við eldhúsborðið.

Hún er fullorðin (38 ára) og barnlaus. 20 ára reynslu af leikskóla en er í námi núna og les barnasálfræði. Býr í 25 mín almenningssamgöngufjarlægð frá okkur. Er vog, á tvö yngri systkini og fædd í Marokkó. Segist ætla að vinna með börnum alveg þartil hún fer í gröfina.
Við sátum á sófanum og kjöftuðum í klukkutíma. Þannig er gott atvinnuviðtal í mínum huga ;)

Þegar við kvöddumst faðmaði hún mig og sagði "ekki hafa neinar áhyggjur Begga".
Ráðin !

10 desember 2010

Jól nálgast


Svona gekk jólamyndatakan á þessu heimili. Náðum þó nokkrum ágætum myndum sem lentu á jólakorti ársins en oftast leit það svona út (sjá mynd). Valtýr að krafsa í stóra bróður sinn og berjast um og Hilmir að skellihlægja og reyna að halda honum föstum. Semsagt mikið af hreyfðum myndum...
Klassískt !
Árið fer að verða búið og þar með fæðingarorlof föðursins. Ég komst inn í áframhaldandi nám sem verður frammað sumri svo Valtýs bíður leikskóladvöl nokkra daga í viku. Hann byrjar þar 25. janúar og svo er bara að sjá til hvernig honum líkar viðveran á Kotten, sömu deild og Hilmir var á fyrir 3 árum síðan.
Finnst hann samt engan vegin jafn "fullorðin" og þegar Hilmir byrjaði sína leikskóladvöl á sama aldri. Valtýr er líka meira mömmudýr og gengur ekki mörg skref í burtu frá manni án þess að líta um öxl sér og biðja mann að elta sig.