Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 mars 2005

Skoðun nr. 2

Fór í morgun (ílla sofin og ekki búin að jafna mig á tveggja tíma mun eftir Íslandsferðina... þeir skiptu yfir í sumartíma meðan við vorum í burtu!) í formlega bumbutékk nr. 2 hjá ljósmóðurinni.
Fékk nýjan tíma fyrir sónar 9. maí, líka númerið hjá Danderyds sjúkrahúsinu svo ég geti pantað mér tíma í "visning" (skoðun) á fæðingardeildinni, og að lokum ráðlagði hún mér að að fara á fyrirlestur/tíma sem mæðraskoðunin heldur í hverjum mánuði þarsem maður fær að heyra allt um stig fæðingarinnar, hvaða verkjalyf/meðferðir eru í boði, vandræði sem geta komið upp, tímann eftir fæðingu á deildinni o.sfrv. Ætlum að reyna að mæta á svoleiðis svo við verðum við (flest)öllu viðbúin.
Svo tók ljósmóðirinn hin venjulegu blóðþrystings, blóð- og þvagpróf sem komu svona líka ljómandi vel út. Þarf ekki einusinni að taka járntöflur (sem mig var farið að kvíða fyrir því að þurfa að taka útaf aukaverkununum sem þeim fylgja = hægðatregða!). Að lokum þuklaði hún á mallanum mínum og lýsti því yfir að legið væri á réttum stað rétt fyrir ofan nafla og stærðin því alveg passleg miðað við meðgöngulengd. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar hún setti svona hlustunarsónargræju á bumbuna og við hlustuðum saman á kröftugan hjartsláttinn :)

Annars var páskaheimsóknin á Íslandi voða ljúf, gerði sem mest í að eyða tímanum með elsku fjölskyldunni minni og kom aftur heim í gær komin langt með að prjóna hvítt heimferðasett handa Bingóbauninni og við mamma saumuðum krúttlegt dúkku-LAMB (Ingó sagði það bæklað og Sara kallaði það "fugl") til að hafa inná baði.
Á páskadagskvöld eftir að hafa troðið vel í mig af lambalæri með sósu (að hætti mömmu) fann ég svo fyrstu spörkin eða hreyfingarnar í bauninni minni ! Eftir það hefur það gert vart við sig af og til þangað til ég sannfærðist um að þetta VÆRU hreyfingar sem ég væri að finna fyrir... lá uppí rúmi eftir að hafa farið í heitt bað og fann svona þrjú "blúbb" rétt fyrir neðan nafla. Alveg óskylt vindverkjum eða magapínu og líka þeim megin á maganum að ég get ekki útskýrt þetta á neinn annan hátt en hreyfingar og/eða spörk.
Þannig að = bingóbaunin er jafn hrifin og ég er af lambalæri með brúnni sósu !!

22 mars 2005


Bingobaunin ! Posted by Hello

Feluleikur í sónarnum

Hjartað slær, allir útlimir til staðar og með naflastrenginn milli fótanna ! Þannig sýndi bingóbaunin sig í sónarnum í morgun hjá ljósmóðurinni. Svo lá það líka í svo skríngilegri stellingu (ljósm. sagði að það væri bara svona morgunvært) að ég var látin standa á fætur og hrista mig til að fá það til að skipta um stellingu og sýna sig betur.
Samkvæmt höfuð og leggjastærð krílisins var meðgöngulengd seinkað um nákvæmlega 1 viku þannig að nýji áætlaði fæðingardagurinn er 27. ágúst og erum við því á 18. viku eða "17+2".
Við fengum útprentaða mynd úr sónarnum (sem ég lofa að skanna inn fljótlega og sýna ykkur) þarsem baunin sést sjúga á sér puttann.... ferlega skrýtið að það sé hægt að sjá svona nákvæmlega inní líkamann á manni !?

18 mars 2005

Kostir Svíaríkis

Að vera með smábarn í Svíþjóð á sína ótvíræðu kosti... sem best eru upp taldir svo ég geti glatt sjálfa mig með að sjá það á prenti (samanber "kostir og gallar kærasta/kærustu míns" listarnir sem eru alfrægir og til margs nytsamlegir). En ég tel semsagt bara upp kostina:
- Í Stokkhólmi fá foreldrar sem ferðast með barn í vagni frítt í strætó ! Jebb... mar bara rúllar vagninum inn fyrir miðju strætósins og þarf ekkert að hafa fyrir því að fara frá barninu (og vagninum) til að borga farið hjá bílstjóranum :)
- Það er massamikið af H&M búðum hérna, þarf ekkert að útskýra kostinn við það... it´s obvious !
- Fyrir utan H&M er til KappAhl og Lindex... sem er svipað í verði bara minna kjút...
- Stokkhólmur er ákaflega barna- og barnavagnavæn borg. Er meira að segja búið að gefa út litla handbók fyrir nýbakaða foreldra þarsem gefnar eru hugmyndir að gönguleiðum, kaffihúsum, söfnum og verslunum þarsem auðvelt er að vera með fyrirferðamikinn vagn og organdi krakka :)
- Það er hægt að fara í barnavagnabíó ! Jebbb... sýningar um hábjartan dag þarsem skilin er eftir smá birta í salnum (svo mar geti gefið barninu og sinnt því án þess að þurfa að redda sér nightvision-goggles). Og svo getur mar náttlega skilið eftir vagninn frammí anddyri án teljandi vandræða. Í þessu bíói gilda ekki venjulegar reglur varðandi hvað má koma með inní salinn og hvað ekki... anything goes... kaffi, hamborgari, samloka, náttföt og sloppur...whatever u like.
- Á daginn eru sko endalaust framboð á afþreyingu fyrir þig og ungann þinn (ekki bara barnavagnabíó); ungbarnasund, mömmu- og barna jóga, mömmu- og barna SALSA, og svo það allra sniðugasta.. opin leikskóli ! Foreldrar hittast semsagt með krílin sín svo þau (börnin og fullorðna fólkið) geti öll leikið sér, skipst á sögum og slakað á.

Sjáið væntanlega þarna ótvíræða kosti þess að búa í Sverige og áttið ykkur á því að ég er EKKI á leiðinni heim í fæðingarorlofinu. :) Tek samt á móti gestum *blikkblikk*... hvenær sem er frá október 05 - mars 06 :)

16 mars 2005

Skoðanir og tékk

Hingað til er ég búin að fara einu sinni í sónar, var gert bara til að tékka að allt væri á sínum stað og svona... sem það að var sem betur fer... fór í það 17. jan þegar ég var á 10. viku. Brá alveg hrikalega þegar læknirinn benti á skjáinn og sagði "já, og það er singular (eitt stykki í belgnum)... eða nei..bíddu... það er er EKKI singular"!! Þegar hér var komið sögu stóð mér ekki á sama og pírði augun til að rýna betur á skjáinn sem sýndi innvolsið í leginu... beið eftir að hún tilkynnti mér að ég gengi með tvíbura ! En svo kom útskýringin; "einsog þú sérð hér (og benti á skjáinn) er eggjarauðan enn til staðar en hún ætti að hverfa á næstu dögum eða vikum". Semsagt.. það var annarsvegar fóstrið og hinsvegar einhver eggjarauða sem ég vissi ekki einusinni að ætti að fyrirfinnast ! *hjúkk* !
Sé ekki alveg fyrir mér að taka á móti tveimur í einu, myndi nú eflaust hafast að lokum en vá hvað það yrði erfitt. Tala nú ekki um þegar við erum bara tvö hérna án íslenska "stoðkerfisins" sem felst í fjölskyldumeðlimunum.

17. febrúar (á 14. viku) fékk ég svo að heyra hjartslátt bingóúngans hjá ljósmóðurinni í leiðinni sem ég sótti 100 töflu skammtinn minn af ógleðilyfjum. Var ósköp gott að heyra hann þó svo ég tengi ekki alveg ennþá þetta "það er að koma barn" við "ég er að verða mamma" og "lífið er að breytast til muna". Er enn í afneitun og gleymi stundum að ég sé ólétt... á það meira að segja til að láta mig dreyma um utanlandsferðir til fjarlægra staða og skoða venjuleg föt í búðum... bara einsog ekkert sé ! Kúlan mín er heldur ekkert svo stór að þetta sé einhvað stöðug áminning og mér finnst það eiginlega ágætt... svona þangað til tengingin er komin ;)

15 mars 2005

Engir flutningar !

Nú erum við orðin nokkuð viss um að það eigi ekkert að flytja okkur áður en að fæðingu kemur svo líklega getum við hreiðrað um okkur hérna úti með það í huga að við verðum bæði í fæðingarorlofinu í Stokkhólmi.... og vonandi 1-2 ár í viðbót eftir það :) Þungu fargi af mér létt því mér líkar alveg stórvel við ljósmóðurina og allt umhverfi á "mödravården" sem ég valdi mér, sömuleiðis er ég alveg sátt við tilhugsunina um að klífa Mount Everest á einum degi (lesist = fæða barn) á Danderyd spítalanum.

Annars er ég öll að koma til á líkamlegu og andlegu nótunum. Ógleðin loksins að fara smám saman og ég búin að minnka töflurnar sem ég fékk til að halda niðri mat úr 6 á dag og niður í 1-2 á dag. Með bættri líðan kemur svo pínuponsu bumbukúla sem ég að sönnum Beggusið nota tækifærið og strunsa beinustu leið í næstum allar óléttufatabúðir bæjarins til að dressa mig upp fyrir vorið og sumarið. Ólýsanlega mikið þægilegra að vera í óléttufötum...ahhhh.... engir buxnastrengir bara teygja! og víðir, rúmgóðir bolir í vorlitum. Nú er bara að bíða eftir að snjórinn fari svo ég geti farið og keypt mér hvíta sæta strigaskó sem passa fullkomlega við hvítu hörbuxrnar úr H&M :)

14 mars 2005

Verkið hafið

Jæjja, þá hefst djobbið sem margir (taki til sín sem mega) hafa verið að spyrja mig um undanfarnar vikur..... hvort ekki eigi að búa til síðu með óléttuupplýsingum, myndum og daglegu uppdeiti úr mallakúlunni minni. Þarsem ég fékk grænar bólur af barnalandinu ákvað ég að setja frekar upp svona blogg heldur en gera einsog allir hinir.. enda myndi ég þá eflaust enda á því að kalla sjálfa mig "mömmu" og ófædda krílið "grallaraspóa" eða "ÉG".