Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 nóvember 2006

Mamma mín er í kjóóól *fliissss*!

Posted by Picasa Posted by Picasa
Hilmir hafði aldrei séð mömmuna sína í kjól og varð þessvegna bæði feimin og flissandi við sjónina. Ég hafði puntað mig upp í tilefni af árlega kalkúnaþakkargjörðarhátíðarboðinu okkar og leit að lokum út einsog góð Bree-wannabe... bara aðeins less perfect ;)
Hilmir gerði allt sem hann gat til að ná mér úr þessum furðuklæðnaði og togaði í pilsið sem mest hann mátti. Á endanum sætti hann sig við að fá að komast í fangið á mér (þó ég væri ennþá í kjólnum) en lét samt ennþá einsog hann ætlaði varla að þekkja mig. Fannst þetta allt saman samt voðalega spennandi ;)

Í tannafréttum; enn eitt tannasettið á leiðinni. Í þetta skiptið eru það augntennurnar sem eru að læðast fram í efri góm með tilheyrandi næturbröllti og óþægindum.
Í talfréttum; hann er búin að fatta að orðin sem hann kann nýtast til samræða við aðra. Kemur þessvegna oft heilu hrinurnar af orðum og svo mörg "ný" orð á hverjum degi að við erum búin að missa töluna. Þetta eru þó ekki fullkláruð orð mörg hver heldur hljóðmyndanir af því sem hann heyrir okkur segja. Bollti er "boh", vatn er "vah", drekka "deh-ha", hoppa "hoha", snurra "urra"..... og svo framvegis.

23 nóvember 2006

Aldrei of ungur... aldrei of gamall

Posted by Picasa
Ég veit ekki hvor þeirra hafði meira gaman af uppblásinni rennibrautinni í Nicki´s ævintýra"heiminum" (risasalur með leiktækjum, þrautarhúsum og fleiru... allt í plasti og allt uppblásið) síðasta laugardag. Fórum þangað fylktu liði og slepptum tveim einsársstrákum í foreldrafylgd lausum á staðinn.
Hilmir fékk hjálp við rennibrautirnar enda er engin hægðarleikur, hvorki fyrir nær fertugan föðurinn né heldur stubbastrákinn að klöngrast upp uppblásnar tröppurnar með öllum hinum börnunum og renna sér svo niður risarennibrautina. Var frekar fyndið að sjá þá enda var mikið flissað og margar myndirnar teknar í þau fjöldamörgu skipti sem þeir feðgarnir skelltu sér.
Vííííí ;)

Abbó labbó

Fyrir nokkrum vikum síðan fór Hilmir inní "ég -vill -bara -láta -halda -á -mér" fasa. Lýsir sér þannig að þegar hann kemur heim nægir ekki að sitja á gólfinu hjá honum og skoða hluti eða leika heldur vill maður að við (fullorðna fólkið) gerum einhvað skemmtilegt standandi (labba um íbúðina, bursta tennur, ganga frá eða elda) haldandi á honum svo hann fái fyrsta flokks útsýni yfir hvað er í gangi. Í einstaka tilfellum höfum við geta lagt hann frá okkur í stólinn sinn meðan við stússumst í eldhúsinu en þaðan hefur hann ágætis útsýni.
Á leikskólanum hafa þær haft orð á þessari hegðun því hann getur orðið hundfúll og leiður í skapinu ef hann fær ekki þessari þörf sinni fullnægt.

Held að útskýringin á þessari hegðun geti vel verið;
- hann er búin að labba sjálfur það lengi núna að það er ekki lengur spennandi, miklu betra útsýni þarna uppi og hann kemst hraðar yfir
- það eru búin að vera veikindi í gangi á leikskólanum, ekki venjulegu börnin eða venjulegu fóstrurnar.... ójafnvægi í hversdagsleikanum hans
- auk þess eru komin ný börn á deildina hans sem eru minni en hann og þurfa meiri athygli meðan þau eru að venjast leikskólaumhverfinu. Hann er semsagt ekki að fá þá athylgi sem hann er vanur að fá frá fóstrunum sínum.... pínu abbó greyið. Þá er eiginlega ekki furða á því að hann sé svona needy þegar heim er komið. Við erum þarna elsku pabbi og mútta sem höfum fullt af tíma og nákvæmlega ekkert betra að gera við fangið á okkur annað en hafa hann nálægt okkur og kanna með honum dýrðir heimilisins !
Verst að hann er blýþungur kallinn (13 kg) og við bæði mis-hraust í bakinu....

21 nóvember 2006

Fyrirsætan

Hann myndi sóma sér vel í hvaða fyrirsætukatalog sem er hann Hilmir Viktor Stangeland. Fórum til ljósmyndara um helgina að taka "alvöru" myndir bæði af honum og okkur öllum saman... litlu Stangeland fjölskyldunni. Hilmir var rétt nýbyrjaður að skoða allt dótið hjá ljósmyndaranum þegar hann sagði "jæjja, þá er ég komin með nógu gott úrval handa ykkur". 20 mínútur liðar frá því við stigum inn í stúdíóið hjá honum og bara alles klar ?!
Mar gæti allavega vel fyllt veggi heimilisins af myndum af strákaláknum okkar, svo fínn og flottur finnst okkur hann vera.

14 nóvember 2006

Októbermyndirnar


Voooorum að bæta við októbermyndaseríunni á heimasíðuna okkar.... þar má ýmsar haustmyndir finna. Brunchhlaðborðsdeit með Helgu ömmu, pollagalla og rólómyndir... og svo furðu margar myndir af Hilmi að borða ?!. Hann er orðin svo flínkur við þetta drengurinn.

Annars er þetta nýjasta sportið (sjá mynd), opna neðri ísskápinn (sem er bara "svalur" ekki kaldur), setjast niður í rólegheitunum og skoða hvað er á boðstólum. Ekki ýkja vinsælt hjá foreldrunum. Sérstaklega ekki þegar hann tók tveggja lítra gosflösku og tókst að sprengja gat á botninn á henni svo allt frussaðist um allt. Klístur klístur allstaðar og hann bara "uh-ooooh".

Hilmir bætti við nýju orði í gær. Orðið tilheyrir uppáhalds álegginu hans; ostur. Hjá honum hljómar það einsog "Ozt". Hann sér ostaskerann og segir "ozt", mar opnar ísskápinn og þá kemur "ozt", mar fær hann til að þegja lengi lengi ef mar setur fyrir framan hann haug af rifnum "ozt". Poppkex með oztabragði gerir sama trix. Bræðir á manni hjartað og fær mann til að langa að gefa honum meiri "ozzzzt".

11 nóvember 2006

Leikskólahrakföll

Posted by Picasa
Það liggur mikið á hjá Hilmi þessa dagana hreyfingarlega séð... hann er nánar tiltekið óður í klifri ýmiskonar, farin að læra að hlaupa í stað þess að bara ganga hratt og æfir jafnvægið helst í metershæð fyrir ofan jörðu (þegar hann er búin að klifra nógu hátt). Þessvegna hlaut að koma að því að hann fengi glóðurauga í stað venjulegra marbletta á hausinn. Og jújú, sótti hann á þriðjudaginn og þá var hann skreyttur þessu líka fína glóðurauga. Reyndar er það næstum jafn hratt að fara einsog að koma þannig að hann er allur að skána í útliti. Verður vonandi bara alveg farið áður en við förum til ljósmyndarans eftir viku (áttum að fara í dag en við fengum að endurbóka sem betur fer).

Fyrsta næturpössunin

Posted by Picasa
Hilmir fékk fyrstu næturpössunina sína í gær/nótt þegar súperdúpervinkona hans (og okkar) hún Brynhildur passaði hann meðan við foreldrarnir fórum í lúxusgistingu og kvöldverð á Villa Söderås. Frábært til að hlaða batteríin svona fyrir veturinn. Pössunin gekk líka vel enda eru þau Brynhildur og Hilmir svo miklir vinir. Frekjuköst, kúkableyjur og næturskælur er heldur ekkert sem fær á Brynhildina enda er hún þaulvöl eftir au-pair dvöl hjá danskri tvíburafjölskyldu svo fátt eitt sé nefnt.

06 nóvember 2006

Sænskumælandi túlkur á heimilinu

Við Ingó erum farin að verða ansi hlessa á þeim vegi sem málakunnátta Hilmirs er farin að taka. Sænskan er ansi mikið ríkjandi nebblega ?!
Ekki nóg með að hann virðist skilja fleiri sænsk orð; Akta ! (passa sig!), titta (sjáðu) osfrv. heldur virðist hann þýða það sem við segjum við hann á íslensku. Get nefnt tvö nýleg dæmi;

Hilmir er í baði og stendur upp. Ég er að fylgjast með honum og Ingó stendur í hurðinni og segir "passaðu að hann renni ekki". Hilmir lítur skælbrosandi við og segir "AKTA!"

Hilmir er úti á bílaplani með mér og fleira fólki. Hann er með tissjú og þykist ætla að fara að þurrka af bílunum með því. Ég segi "já ætlar Hilmir að fara að pússa bílana ?". Andartaki síðar sé ég að hann fer að kyssa bílinn (puss = koss).

Annars skilur hann meira og meira, og reynir í sífellu að mynda sömu orð og við. Ný orð eru þó ekkert endilega endurtekin ef honum tekst að koma þeim útúr sér einusinni. Hefur t.d. sagt "gott", "kex", "taka" og fleiri orð einusinni eða tvisvar án þess að segja þau aftur þó maður biðji um ;)
Einfaldar beiðnir eins og "náðu í bílinn", "komdu með bleyjuna", "hvar er duddan" o.sfrv. er hann líka alveg komin með á hreint.

05 nóvember 2006

Vagnauppfærslan

Posted by Picasa
Ekki dugði gamli, góði og stabíli Brio vagninn lengur nú þegar hann var dregin fram til að rúlla drengnum um í snjótorfærunni. Bakstuðningurinn á þeim vagni var með dálitlum halla í efstu stillingu svo Hilmir sem var orðin vanur Gracovagninum yfir sumarið (þarsem hann situr beinn í baki) vildi ekki láta bjóða sér uppá að vera svona einsog grjónapoki allt í einu. Svo fannst okkur sem vagninn keyra hann vera óþarflega klaufalegur og stór miðað við þá notkun sem við höfðum hugsað okkur.

Gamla góða Blocket.se var því heimsótt og leitað eftir notuðum vagni á góðum prís. Fundum þennan líka fína Quinny þriggjahjóla vagn á mannsæmandi verði. Vonumst til að geta selt Brio vagninn svo við komum út á sléttu og allir verði ánægðir og sáttir við sitt :) Hilmir er allavega voða hrifin af uppfærslunni einsog sést á myndinni.

Uppfærsla; Seldi Brio vagninn á innan við sólarhring frá því ég setti inn auglýsinguna á Blocket... og við komum meira að segja út í plús ! :) Fékk uppsett verð og hæstánægðan kúnna.

04 nóvember 2006

Nokkrum stærðum síðar.....

Posted by Picasa
Þar kom að því... ekki bara komin snjór allt í einu og mínusstig á mælinum heldur einnig komin tími á fleiri tækifæri til að minnast hversu mikið Hilmir er búin að stækka á undanförnum mánuðum.
Kuldagallinn góði sem ég keypti í febrúar (sjá hér) á þessu ári var nú dregin fram og frumkeyrður útivið á drengnum með góðum árangri. Smellpassar að sjálfsögðu en þó með pláss til að vaxa í á komandi mánuðum.
Mér finnst alveg ótrúlega fyndið að sjá muninn á Hilmi miðað við fyrir 9 mánuðum síðan !
Annars er það í fréttum að greyið er komin með svæsna augnsýkingu. Grænn gröftur í augnkrókum takt við lekandi grænan hor úr nefinu og ekki sjón að sjá framan í hann. Leit út fyrsta daginn (áður en við svo fóru til heimilislæknisins) einsg hann hefði verið í boxkeppni svo bólgin var hann. Vorum skrifuð út frá lækninum vopnuð augndropum, smyrsli við kuldaexemi einhverskonar og hóstasaft.
Vona að þetta réni nú fljótlega því hann er skiljanlega ekki sá besti í skapinu svona undirlagður.