Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 desember 2007

Lætur ekki gabba sig !

Hilmir hitti í dag þá bræður Skyrgám og Ketkrók á jólaballi sem við fórum á ásamt Eiríki vini hans ásamt fjölskyldu. Mikið gaman og mikið dansað og sungið. Þeir bakkabræður voru dáldið feimnir við þetta allt saman svona fyrst enda voru þeir að taka þátt í svona samkomu í fyrsta sinnið. En feimnin rann þó fljótlega af þeim og þeir tóku hjartanlega þátt í öllu saman. Og þá helst nátturulega þegar þeir sveinkar mættu á svæðið.
Þegar deila átti út góðgæti úr pokunum stillti Hilmir sér við hlið Ketkróks og beið spenntur. Fyrst dróg þó sveinki upp spegil til að sýna krökkunum hvað hann ætti nú fína mynd af sjálfum sér í ramma ! Hilmir vildi nú endilega sjá þessa umtöluðu jólasveinamynd svo honum var réttur spegilinn og spurt hvort hann sæji ekki sveinka.... Hilmir svaraði hátt og snjallt; "Nei.. HILMIR!"
Ekkert rugl sko ;)
Hann fékk svo að sjálfsögðu tannbursta og tannkrem úr poka sveinka enda var þetta jólaball á vegum tannlæknafélagsins !
Posted by Picasa

25 desember 2007

Gleðileg jól !!

Jólin þetta árið komu með hóhóhó og snjósnjósnjó. Ekki verra ! Hilmir er búin að vera kampakátur hérna á Íslandinu í ömmu- og afabóli, nýtur þess að fá stöðuga athygli og láta leika við sig. Búin að vera svo algjörlega búin á því á kvöldin að hann steinsofnar á slaginu átta ef það býðst. Í gær aðfangadag var þó vakið aðeins lengur enda tók tíma að gíra sig niður eftir alla fínu pakkana sem hann fékk að opna.
Eins og glöggir lesendur kannski taka eftir þá er drengurinn íklæddur dýrindis silfurskóm, tveim númerum of stórir. Hann nefnilega tók eftir því þegar allir voru að klæða sig uppá að flestir fóru nú í jólaskó líka. En ekki hann ! Þá bað hann bara um og amman dróg frammúr kompunni þessa líka fínu skó af móðursysturinni. Hann hljóp um í þeim allt kvöldið hæstánægður. Ekki verra að þeir eru með smá hæl sem heyrist í þegar hlaupið er yfir stofuparketið.

Nú eru skemmtilegir dagar frammundan. Hangikjötið í kvöld og svo heimsókn til ömmu í Keflavíkinni á morgun. Svo taka við hinar ýmsu lofuðu heimsóknir áður en nýja árið rennur í garð og svo er bara hugað að heimferð 2. janúar. Alltof stutt ferð einsog venjulega !
Posted by Picasa

20 desember 2007

Hver býr á Íslandi ?

Notuðum tækifærið í morgun þegar við vorum að labba inní leikskólann hans og sáum flugvél á heiðbláum morgunhimninum; "Sjáðu Hilmir, þarna er flugvél alveg einsog við förum í á morgun þegar við ætlum að fljúga til Íslands!".
Hann hugsaði málið smástund og sagði svo ; "Amma Ísland ?"

Jújú, Amma er vissulega á Íslandi. Báðar tvær. Ágætis röksemdarfærsla hjá honum þar sem koma og hvarf beggja ammana hefur alltaf verið útskýrð með því að þær færu í flugvél til Íslands.

En við förum í loftið eldsnemma í fyrramálið (7.25) og gerum ráð fyrir að hádegismaturinn á morgun verði snæddur í Þverásnum :)

17 desember 2007

Sjónvarpssetningar

Þær renna uppúr honum sjónvarpssetningarnar núna þessa dagana. Við vitum ekki alveg hvort við eigum að hafa áhyggjur af þessu eða bara gleðjast að hann taki svona vel eftir og geti apað upp heilu ör-setningarnar og það á viðeigandi stundum.
Til að mynda;
- við matarborðið "Yum yum yum yum... delicious !" (bakpokinn viðkunnarlegi úr Dora the Explorer)
- einhvað að bisast við skráargatið með lykil og tekst að opna "Vi lyckades!" (Små Einsteins)
- "one, two, three, four, five" (Dora aftur... og það á ensku)

Svo detta líka uppúr honum snilldarlínur einsog "Jag ÄLSKAR pepparkakor", "Jag ÄLSKAR pizza" osfrv. "Kom igen mamma", "já en ég viiiiiil " (þegar einhvað má ekki)

13 desember 2007

Matarást

Ef þetta (sjá mynd) er ekki besta ástæða í heimi til að elda mat handa fjölskyldunni sinni þá veit ég ekki hvað !
Hilmir er þarna að borða eitt af uppáhalds matréttunum sínum; pasta carbonara. Annað í uppáhaldi er pasta bolognese, lasagna og pizza. Kannski hann sé ítali. Nei bíddu... kjötbollur finnst honum góðar líka svo þá myndi hann væntanlega vera ítalskur svíi.
Posted by Picasa

Lucian var í dag... sem þýðir hvað ?

Múgæsingin var áþreifanleg þegar foreldrarnir söfnuðust saman fyrir utan leikskólann í dag laus fyrir klukkan hálf fjögur. Margir tugir ljósmyndavéla og enn fleiri tugir ljósnæmra vídeóvéla voru á standby í höndum eftirvæntingarfullra foreldar... og einstaka afa og ömmu líka.
Það er semsagt Lúcíudagurinn í dag og þess vegna lúcíuhátíð á öllum vinnustöðum, skólum og leikskólum landsins.
Engin undantekning náttlega á leikskólanum hans Hilmis.
Við náðum náttlega engri mynd af honum þarsem hann sat í glysskreyttri kerrunni (risastóri barnavagn leikskólans skreyttur með jólaglysi) þegar hersingin kom gangandi í lúsíugöngunni. Fóstrurnar sögðu eftirá að nú vita þær hvernig stórstjörnunum líður á rauða dreglinum. Börnin næstum því blinduðust af flössunum í myrkrinu !
En þetta var nú voða gaman samt. Hilmir varð alveg súperglaður þegar hann sá glitta í okkur í fjöldanum og hljóp í mömmufang. Sætur með jólahúfuna sína. Posted by Picasa



Í pápafangi... já einsog sést þá er hann búin að læra að brosa þegar dregin er upp myndavél. Kemur sér vel svona fyrir jólin.



Posted by Picasa Þarna er sönnun fyrir múgæsingunni. Allir að ná sem bestri mynd af barninu sínu. Hilmir er semsagt einhverstaðar þarna undir fjöldanum....

12 desember 2007

Veikur Hilmir

Það eiginlega hlaut að koma að því að Hilmir yrði veikur. Alvöru veikur og ekki bara með eyrnabólgu því þá fær hann nú sjaldnast hita. Hitaveikur var hann síðast í maí nefnilega!
Er nú samt búin að vera ósköp hress greyið þrátt fyrir veikindin sín. Alvedon hitalækkandi hjálpaði svo til við að halda hitanum niðri. Búið eftir sólarhring og í dag erum við svo heima í þessum skyldubundna hitalausa degi áður en hann fær svo að fara aftur á leikskólann á morgun.
Á myndinni sést hann í sófanum sínum að horfa á barnaefnið í morgunsjónvarpinu... og að sjálfsögðu þarf hann að vera í dúnskónum sem við keyptum nýlega. Ekkert of stórir er það nokkuð ? (ætlaðir mér en hann eignaði sér þá)
Posted by Picasa

10 desember 2007

Jólakort = jólageit

Þessi jólin verða meir eða minna jólakortalaus af okkar hálfu. Sendum bara þeim sem titlast "afi" eða "amma" og/eða þeim sem eru ekki nettengd ;)
Ástæðan er sú að við verðum á Íslandi yfir jólin og komum þar af leiðandi til að hitta flestallt þetta fólk hvort eð er, auk þess hefur flæðið TIL okkar farið óðum minkandi eftir því sem árin líða og teljum við því komin tími til að við göngum til liðs við kortalausa fólkið.

En peningana og fallegu hugsanirnar ætlum við þó að láta til góðs leiða og fjárfestum þess vegna í geit, já geit, sem gefin verður til þróunarverkefnis í Mósambík.
Við hvetjum þig og þína fjölskyldu til að gera hið sama á www.actionaid.se

05 desember 2007

Sjarmörinn ;)

Barnfóstran hans Hilmis heitir A****. Held ég hafi bloggað um hana áður svo "allir" kannist við hana.... Hún og Hilmir eiga oft góða daga saman meðan við foreldrarnir förum í bíó og svoleiðis. Svæfingin hefur verið það eina sem ekki hefur alveg gengið upp enda hefur ekkert reynt almennilega á það. Í kvöld ákváðum við hinsvegar að breyta því, og þá sérstaklega með það í huga að okkur er boðið á jólahlaðborð þarnæstu helgi um borð í báti sem ekki leggur að bryggju fyrr en 21.
Hilmir hefur ábyggilega vitað hvað væri í vændum því fyrst reyndi hann að heilla hana svo brjálæðislega uppúr skónum að annað eins hefur ekki heyrst ("Du är så sööööt"). Hún lagði hann nú bara samt uppí rúm eftir að hafa reynt að lesa fyrir hann á íslensku (!) og fara í gegnum allar háttatímarútinurnar. Eftir langa laaaaaanga þögn ætlaði hún að fara að sms-a til okkar að hann væri sofnaður og leit inn til hans. Þá stendur bara minn í rúminu og er að reyna að kveikja loftljósið ;)
Eftir smá fortölur og knúserí sofnaði hann nú bara vært.
Ekkert skæl og engin leiðindi.... bara spennandi og erfitt að sofna strax !
Duglegi strákurinn okkar :)

01 desember 2007

Vægt til orða tekið....


Ingó og Hilmir fóru út að leika í morgun, eins og gert er alla morgna milli 9.30 og 11, svona til að viðra drenginn. Nema í dag var svo kallt og Hilmir kvartaði svo hástöfum að Ingó ákvað að fara bara inní stóru verslunarmiðstöðina sem er hérna rétt hjá og finna einhvað fyrir þá að gera.
Í verslunarmiðstöðinni er leikdeild sem kallast Kids World og er ætluð börnum 3 gja ára og eldri. Svipað fyrirkomulag og í Ikea leiklandinu en við höfum lengi grínast með það að daginn eftir 3gja ára afmælisdaginn hans ætlum við að gera okkur ferð í Ikea... bara svo Hilmir geti loksins fengið að leika í leikdeildinni (hann er búin að grenja á glerinu alloft og skilur ekki í því afhverju hann fái ekki að fara inn).
Nema hvað.
Ingó ákveður að láta á það reyna að honum yrði hleypt inn.

Unga stúlkan í móttökunni spyr hann með semingi "Ertu nú viss um að hann sé orðin 3gja ára... er hann ekki dálítið lítill miðað við aldur?". Og Ingó svaraði "Jodå, han är tre, han är bara lite efterbliven"
Efterbliven þýðir þroskaheftur.
Stúlkan spurði ekkert meir og hleypti þeim inn.
Á myndinni sést Hilmir hæstánægður með leikfélaga... sem væntanlega ekki er þroskaheftur heldur... bara orðin löglegur í Kids World.