Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 maí 2010

Grautarsullið byrjað

Valtýr fékk sína fyrstu grautarskeið á sunnudaginn 15 vikna og 2gja daga gamall. Höfðum fengið þessi vinsamlegu tilmæli frá ungbarnaeftirlitinu eftir að ég útskýrði fyrir frúnni þar á bæ að þrátt fyrir ítrekaðar brjóstagjafir (tvöfalt meira en venjulega) undanfarnar 3 vikurnar þá ætti Valtýr erfitt með að sofa á daginn og þar af leiðandi frekar önugur og ósáttur. Pelagjöf með þurrmjólk breytti engu og því dró ungbarnafrúin þá ályktun að miðað við líkamsstærð og hegðunarmynstur þá væri drengurinn tilbúin að fá fastari fæðu en mjólkina eingöngu.

Hann tók ósköp vel á móti fyrstu skeiðinni. Smjattaði á þessu og fannst bara ágætt að því er virtist. Allavega engir ógeðissvipir eins og þegar ég kynnti hann fyrir þurrmjólkinni í fyrsta sinn.
Við ætlum að auka við skammtinn hægt og rólega á komandi dögum. Skrýtið að það sé strax komið að þessu grautarsulli...

21 maí 2010

Vel snúinn í allar áttir

Valtýr er núna snúinn. Í báðar áttir. Alveg sjálfur. Kemur semsagt frá maga yfir á bak OG frá baki yfir á maga.
Sem þýðir að nú þurfum við að hafa vakandi auga með honum á skiptiborðinu og skila snarlega vöggunni. Varla að hann geti setið í ömmustólnum án þess að hann reyni að snúa sér...

Til fróðleiks má nefna að hann sló bróður sínum við um nokkrar vikur. Hilmir var reyndar ofurfljótur að ná öfugsnúningnum en var komin aðeins yfir 4 mánaða aldurinn áður en hann náði bak-maga snúningnum.
En að sjálfsögðu á maður ekki að miða við "önnur börn"... nema innan fjölskyldunnar séu ? ;)

13 maí 2010

Mitt sjónarhorn

Tvisvar á dag, á morgnana og aftur um eftirmiðdagin, hef ég þetta framfyrir augu mér. Valtýr steinsofandi í vagninum sínum og Hilmir á sparkhjólinu sínu. Ágætis hreyfing og útivera fólgin í þessum ferðum til og frá leikskólanum sem gefur mér samtals 5.000 skref daglega á skrefamælinum mínum og sólbrúnar hendur (athugið... ekki handleggi heldur bara handabak og fingur... frekar skrýtið að sjá það).
Posted by Picasa

Where is... Valtýr

Hvað tók það þig langan tíma að finna Valtý ? Jújú hann er þarna í fanginu á mér á miðjum "pallinum" í gróðurreitnum okkar. Pallurinn samstendur af gömlum brettum og frekar mikið veðruðum garðhúsgögnum (og stofuhúsgögnum). Ekki búið að snerta þetta í 3 ár og það sést.
Við erum semsagt komin með nýjan gróðurreit, stærri og nær leikskóla og heimilum. En búið að vera mikið verk að stínga upp og koma í horf svo hægt sé að setja niður einhvað af viti. "Pallurinn" hefur þess vegna fengið að bíða.... einsog sést. En kostir brjóstagjafar eru óheyrilega margir. Meðal annars hægt að gefa hvar og hvenær sem er. Jafnvel þó maður sitji í miðjum ruslahaug ;)
Posted by Picasa

11 maí 2010

Lestrarstund

Hilmir er alltaf til í að sinna litla brósa sínum smástund. Sveifla dóti fyrir framan hann, hjálpa honum að grípa í einhvað og stínga því uppí sig... nú já og lesa kusubókina góðu ;)
Hann ætti nú annars að vera orðin vel fær í söguþræði kusubókarinnar hann Hilmir því hann "las" þessa bók mjúku spjaldanna á milli þegar hann lítill. Og nú er næsta kynslóð tekin við, með smá hjálp....
Posted by Picasa

10 maí 2010

Snúsnú !


Nú þegar Valtýr er orðin þriggja mánaða er hann í stífu æfingarprógrammi hjá sjálfum sér. Einn daginn æfir hann vinstri hendina, næsta dag þá hægri og svo samhæfingu beggja á þriðja degi. Í gær tókum við eftir einhverskonar skrúfangi á drengnum þar sem hann lá á teppinu sínu og í dag blasti þessi sjón við mér þegar ég leit á hann í vöggunni. Búin að koma sér í þessa stellingu alveg á eigin vegum.



< Það þarf örlítið að hjálpa honum að ná snúningnum alla leið yfir á maga en þegar þangað er komið er hann voða duglegur að halda höfði, skoða sig um og æfa fyrir það sem koma skal. Eflaust ekki langt í það að hann geti þetta sjálfur ! :)

Posted by Picasa

03 maí 2010

Vorstráksinn

Hilmir var tekin í heimaklippingu um helgina. Aðeins ráðist á toppinn sem var farin að læðast langt niður að augum. Förum svo í alvöru klippingu hjá einhverri góðri á Íslandi sem veit hvernig á að klippa drengi sem vilja hafa sítt hár. Klippikúrdinn á horninu var engan vegin að fatta það nefnilega og klippti hann ítrekað svo úrkoman varð sveppahaus einhverskonar.

En nú eru góðar andlitsmyndir af þeim bræðrum hérna á blogginu svo hægt sé að bera þá ungherrana saman. Eigum við að ræða þessi kinnbein á þeim ? Held þau hafi hoppað einsog einn ættlið....

Valtýr fór í þriggja mánaða sprauturnar sínar í dag. Grét varla meira en nokkrar sekúndur þegar ein (af tveim!) stóru nálunum fóru í lærafellingarnar hans. Hann reyndist orðin 6,5 kg og 61 cm.

Flottir þessir drengir mínir :)
Posted by Picasa