Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 nóvember 2008

Gullkorn nóvembermánaðar

Sara systir (mín) og móðursystir Hilmis er búin að vera í heimsókn hjá okkur og við höfum þess vegna fengið að heyra óvenju mörg gullkorn hrynja af vörum drengsins. Einhvernvegin verður þannig þegar einhver er nógu áhugasamur um hvað hann hefur að segja.... held að því miður þá séum við foreldrarnir orðin of heimakær og farin að taka þessum tilsvörum hans sem sjálfsögðum hlut sem gleymist svo 10 mín seinna. Eins gott að blogga því þá bara svo það hverfi ekki að eilífu !

Sara: "sástu hreindýrið?"
Hilmir: "neee... þetta eru jólasveinahestar!"

Sara: "jæjja, nú skulum við fá okkur kökur og kaffi"
Hilmir: "en ég vil ekki kaffi !"

Mamman: "viltu fá súkkulaðiskrautið af kökusneiðinni minni?"
Hilmir: "oj nei, súkkulaði er äckligt! (ógeðslegt) "

Kúskurinn (sá sem stýrir hestvagninum sem Hilmir og Ingó fóru í smá rúnt með á jólamarkaðinum) var búin að vera að útskýra fyrir farþegunum hvað hestarnir hétu, hvað þeir væru gamlir osfrv.
Hilmir við manninn: "Bílinn minn heitir Citroën og ....." (svo fylgdi heillöng ræða um ágæti bílsins)

18 nóvember 2008

Hjálparhellan

Ég er komin með aðstoðarkokk í eldhúsinu. Hann fórnar meira að segja dýrmætum sjónvarpstíma til að fá að stússast með mér í kvöldmatnum.
Þetta var mest gaman (fyrir mig) þarna fyrstu vikurnar... þá fór hann oftast útí það að sulla í vaskinum meðan ég kláraði að elda. En svo fóru kröfurnar að aukast.. nú þarf hann að fá eigið verkefni, hræra í einhverju, skera (með plastáleggshníf) gúrkusalatið sitt osfrv.

Uppáhaldið er svo að hjálpa mér að baka. Þá er svo margt sem ég þarf nauðsynlega aðstoð við að hella yfir í hrærivélaskálina. Og hann veit alveg að það þurfi að passa puttana meðan vélin er í gangi.
Að sjálfsögðu fær hann svo að sleikja hrærivélakrókinn meðan kakan er inní ofni. Tók þessa mynd af honum þegar krókurinn var orðin hreinn og fínn. Myndarlegasta skegg sem er komið á hann þarna.

Ég bíð spennt eftir boði í þriggjarétta !
Posted by Picasa

12 nóvember 2008

Munnræpan mætt

Það er ekki mikið í fréttum af Hilmi þessa dagana.... en ef þú gætir spurt hann þá myndiru fá mis-skiljanlegt orðaflóð tilbaka. Hann semsagt getur varla hætt að tala nema bara rétt til að grípa andann. Og að þurfa að sitja og þegja meðan við Ingó tölum saman er alls ekki hægt. Ef hann kemur ekki að orði þá raular eða blaðrar hann einhvað útí loftið bara til að vera með.

Þessu fylgir svo spurningaflóð. Benda á ALLT og fá útskýringu á því hvað það er. Hvað er himinn annað en himinn ? Jújú, þetta er auglýsingaskilti. Afhverju ? það veit ég ekki.....

Gettu hversu þreytandi það er ;)

Við erum semsagt komin á það tímabil sem var lýst fyrir okkur á sínum tíma "Já, fyrst hvetur maður börnin sín til að tala, segja einhvað sem skilst...... en svo nokkrum árum seinna þá langar manni bara að þau þegji!"

Ætli þetta fylgi ekki bara aldrinum og þeim þroska sem hann er að taka út núna. Hann er annars alveg hættur að hvíla sig á daginn í leikskólanum og tilheyrir þarmeð sömu rútínum og elstu börnin. Stór stærri stærðstur.

04 nóvember 2008

Hrekkjavaka



Allraheilagamessa, hrekkjavaka, halloween. Já við höldum nú ekki uppá neitt af þessu en þegar íslendingafélagið skipulagði hrekkjavökuball þá bara gátum við ekki staðist þennan óíslenska sið lengur. Skemmtunin var miðuð á börnin en foreldrar voru hvattir til að mæta líka í búning. Og ekki gátum við óhlýðnast því ?!


Niðurstaðan varð þessi (og nú verð ég að byrja á að biðjast afsökunar á lélegum myndgæðum... ófyrirgefanlegt); Ingó var karategúrú, ég var býfluga og Hilmir... já Hilmir var að sjálfsögðu álfaprins(essa) ! Honum fannst það alveg óheyrilega gaman að fá loksins að fara út fyrir hússins dyr í búningnum sínum. Með vængina, töfrasprotann, höfuðbúnað og allt saman :)






Posted by Picasa


Til að jafna út kynhlutverkaóregluna fóru þeir feðgar svo á Street-Car bílasýningu svo hægt væri að dáðst að tryllitækjum ýmiskonar og machoast með öðrum drengjum stórum sem smáum ;)