Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 september 2006

All you need is love

Skrýtið þegar maður kemst að því að Hilmir á "vini" á leikskólanum. Mia var áður búin að benda mér á Erik sem er dáldið eldri strákur en Hilmir (gíska á svona 4-5 ára) og Hilmir hefur tekið ástfóstri við. Lítur upp til hans líkt og stórabróður og leitast til að leika við hann.... og Erik er voðalega ljúfur drengur sem er þolinmóður og góður við "litla barnið" hann Hilmi okkar. Leyfir honum að sitja í fanginu á sér niður stóru rennibrautin og svona....

Í morgun varð ég svo vitni að kram- och puss kalas (knúsa- og kossaveislu) þegar ég kom með Hilmi á leikskólann. Allir krakkarnir voru einhvað að bisast frammi í fatahengi þegar við löbbuðum inn og þau ruku á Hilmi með sænskum "Hiiiimmmliiiir" og Filippa litla stóðst ekki mátið að smella á hann einum vænum kossi beint á munninn. Hugo hjálpaði svo Hilmi á fætur aftur (hann varð svo overwhelmed að hann stóð ekki lengur í lappirnar) og reisti hann við með knúsi. Ég þurfti á endanum að taka upp Hilmi í fangið svo æstur barnamúgurinn myndi ekki bara kaffæra hann af væntumþykkju.

Hlýnar á manni mömmuhjartað að sjá þennan félagsskap á leikskólanum hans.

23 september 2006

Lasilíus

Posted by Picasa
Var hringt í mig úr leikskólanum á fimmtudagin og ég beðin að sækja Hilmi... að hann væri slappur og leiður. Fór með hann heim og mældi; 40 stiga hiti takkfyrirkærlega. Hitinn fór lækkandi... og hækkaði svo aftur uppí 40,7 á föstudeginum ?? Það eina sem hann fékst til að borða var ís, vanilluskyr og svo smá brauð með osti sem hann fékk að tína uppí sig liggjandi einsog slytti uppí sófa (sjá mynd). Svo sannarlega ekki Hilmi líkt !
En hann er allur að koma til. Í dag er hann bara með oggusmáhita og borðar einsog hestur á ný :)

20 september 2006

Íslendingur í húð og hár ?

Posted by Picasa
Já það er ekki seinna vænna að merkja leikskóladrenginn með íslenska fánanum á 66° flíspeysunni sinni nýju ;)
Ætti þá ekki að fara framhjá neinum hvers lenskur hann er... jafnvel þó hann sé farin að babbla á sænsku stundum. Óskiljanlegt að vísu en maður heyrir sænska sönglið alveg koma í gegn !
Söngvaborg með Siggu Beinteins ætti að kippa þessu í lag ef ekki nægir að heyra okkur foreldrana tala íslensku.

11 september 2006

Allt í einu þessa dagana....

Posted by Picasa
Hor ? já
Tennur á leiðinni ? já líklegast
Magavandræði útaf breyttu mataræði (leikskólinn og allt að...) ? já

Nefstíflan sem réði ríkjum í síðustu viku ákvað að breytast skyndilega í neffoss og núna rennur úr öllum andlitsgötum Hilmis fyrir utan eyrum (augum + nefi). Fór með hann til læknis í dag til að útiloka að eyrnarbólga væri að endurtaka sig og get þó allavega skrifað það útaf listanum. Slógum svo met í kúkableyjum aðfaranótt föstudagsins þegar hann bauð mér uppá 8 bleyjuskipti með "bajs" í frá klukkan 3.30 (um nóttina!) til hádegis næsta dag. Allt stíflað uppað því augljóslega. Algjört stuð eða hitt þó.
Svo eru eflaust tennur á niðurleið hjá honum líka því slefið hefur aukist ásamt því að nýjasta dálætið eru frystir hlutir... ísmolar.... og einsog myndin sýnir; frosin jógúrt ! Ískaldar hendur en svo voða voða gott.

04 september 2006

Why sleep when you can play ?

Posted by Picasa
Á leikskóla er gaman... svo gaman að Hilmir tímir ekki að sofa meira en 40 mínútur í hádegislúrnum sínum. Virðist ekkert vera að skána heldur, svo til að hann endist út daginn þarf hann að taka sér hænublund á leiðinni heim.
Í dag var fyrsti "alvöru" leikskóladagurinn (innskólunin þarmeð formlega lokið) og þegar ég kom og sótti hann klukkan 4 var hann fjarrænn og með þreytustöru. Greyinu datt samt ekki í hug að nöldra eða væla því hann var alltof upptekin við að leika úti við hina krakkana. Rotaðist hinsvegar um leið og hann komst í vagninn og vissi að hann var á heimleið.

Sjálfsskoðun

Posted by Picasa
Hilmir á ekkert í vandræðum með að gera grein fyrir hverskonar persóna hann er... eða ætlar sér að verða. Hann komst í takkana á þessu "id-kontroll" (;persónuupplýsingar) borði. Þar gat maður valið sér allskyns sjálfnefningar og hann ýtti alltaf á sömu takkana... alveg sama hversu oft Ingó núllstillti borðið þá voru þessir vinsælastir; alkoholist, bög, son. (alkóhólisti, samkynhneigður, sonur)
Að sjálfsögðu styðjum við son okkar í því lífsvali sem hann kys sér... allavega þetta tvennt síðarnefnda... hitt má gjarnan detta útaf listanum hjá honum ;)