Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

29 nóvember 2005

Öfugsnúningur

Hilmir tók sig til og fór í fyrsta sinn "öfugan" snúning í dag, þ.e. frá maga og yfir á bak. Oftast er það nú bak-magi snúningurinn sem kemur fyrstur en hann ætlar víst að vera dáldið spes á þessu sviðinu ;)
Á myndinni sem ég tók í gær sést hann æfa sig, fór aldrei lengra en á hliðina og sat þar svo fastur. Í mömmugrúppunni í morgun lá hann ásamt 3 öðrum börnum á svipuðum aldri sem öll voru látin liggja á maganum þegar hann tók sig skyndilega til og rúllaði alla leið á bakið við mikinn fögnuð viðstaddra. Hann var samstundis krýndur "ledaren" (leiðtoginn) og stollt móðurhjartað bankaði í brjósti mér ;) Get staðfest það að þetta var ekkert einsdæmi hjá honum, hann endurtók leikinn hvað eftir annað þegar ég setti hann aftur á magann. Posted by Picasa

27 nóvember 2005

I´ve got feet !
















Lágum uppí rúmi á laugardagsmorguninn þegar Hilmir gerði þessa líka stórkostlegu uppgötvun; sínar eigin táslur :) Hann er ekki ennþá alveg búin að átta sig á því að grípa í hluti sem vekja áhuga hans þannig að hann bara starði niðurfyrirsig og slefaði sem mest hann mátti. Stundum "hjálpum" við honum að færa hluti að munninum á sér svo hann geti smakkað og kannað hvað það er.... en hann er allur að koma til að gera það sjálfur. Gleymir sér reyndar af og til og starir á einhvað furðu lostinn og færir svo hendina beint að munninum (og gleymir að grípa í hlutinn fyrst!).Posted by Picasa

24 nóvember 2005

Þrælapískarinn á heimilinu

er hann Hilmir ! Hvergi unir hann sér jafn vel og lengi einsog sitjandi í "ömmustólnum" sínum horfandi á mig VINNA! (já... vinna heimilisstörf).
Lengi vel höfum við haft þá morgunrútínu að fara frammúr eftir að hann er búin að lepja morgunmatinn sinn (sem berst honum í fljótandi formi) og fara fram í eldhús svo ég geti fengið mér morgunmatinn minn. Þá fær hann að sitja í stólnum sínum við fætur mér og horfa á mig, eða.. eftir því sem hann verður færari með sínum eigin höndum... skoða kusubókina sína. Stutt innskot; kusubókin er mjúk bók sem skrjáfar og hringlar í með litríkum myndum af kusum af öllum gerðum.
Ég hef markvisst látið hann sitja þarna lengur á hverjum degi og nú er svo komið að hann unir sér alveg hreint ágætlega þarna... með því skilyrði að ég hafi einhvað fyrir stafni. Í byrjun hélt ég mig við eldhúsið; vaskaði upp og gekk frá, svo pillaði ég takkana af eldavélinni og þvoði. Þreif og endurraðaði hvern skápinn á fætur öðrum, bakaði köku.... og svo framvegis.
Í gær gafst ég upp á eldhúsinu og færði mig og þrælapískarann í hásætinu sínu frammí stofu þarsem ég þurrkaði af. Þrælapískarinn fékk ekki nóg þannig að ég færði okkur inná bað þarsem ég þreif allt hátt og lágt !
*dæs*
ílla farið með mann ? Efast um að Ingó eigi eftir að láta þrælapískast með sig þegar hann fer í fæðingarorlof ;)

22 nóvember 2005

Fyrsti "mammagrupp" fundurinn

Fórum í morgun í fyrsta skipti í mömmuhitting hjá ljósunni á ungbarnaeftirlitinu. Þarna komum við saman 7 mömmur með börnunum okkar sem öll eru fædd í ágúst/september. Leist ágætlega á hinar mömmurnar, ungar og hressar (einsog ég ? heheh) og auðvelt að spjalla við þær. Líka gaman að sjá öll hin börnin á sama aldri og Hilmir, hann var alveg agalegt sjarmatröll og vildi brosa til allra og vera með. Kom til dæmis auga á unga dömu sem sat við hliðina á okkur og eyddi alllöngum tíma í að tæla hana til sín.... okkur mömmunum til mikillrar ánægju ;)

Eftir fundinn var hann veginn og mældur, orðin 6,4 kg og 62,5 cm. Að lokum fékk hann svo fyrstu sprautuna sína... *æj* ... beint í lærið og öskraði úr sér lungun ! Held ég hafi sjaldan séð jafn breiða nál, kannski var hún það bara í samanburði við litla lærið hans ?
Vona bara innilega að hann fái ekki hita og svoleiðis sem oft fylgir svona sprautum. Í augnablikinu sefur hann vært úti í vagni þannig að það kemur í ljós þegar hann vaknar hvoru megin hann ætlar að halda sér.

18 nóvember 2005

Microsoftmennirnir mínir

Posted by Picasa Hilmir fór í heimsókn í vinnuna hjá pabba sínum í dag og vakti ánægju og aðdáun allra sem á vegi hans urðu. Sérstaklega fannst honum áhugavert að sjá að á skrifborðinu hjá pabba eru TVEIR risastórir tölvuskjáir en þá getur hann horft á lengi lengi án þess að þreytast (kemur sér vel þegar Ingó ætlar að hafa ofan af fyrir honum).
Ljóst er að þarna er á ferðinni tölvunörd mikill... ekki fellur eplið langt frá eikinni ;)

Meðan ég man.... við erum búin að setja inn myndir frá seinni mánuðinum í lífi Hilmis á heimasíðuna okkar.

11 nóvember 2005

12 vikna ofurstrumpur


Á morgun rennur upp stór dagur í lífi okkar litlu fjölskyldunnar; Hilmir verður 12 vikna !! Allt sem var búið að vera erfitt varðandi þennan elsku litla einstakling okkar á eftir að "eldast af" honum við þetta blessaða þriggja mánaða mark. Ætlum svosem ekkert að halda í okkur andanum og bíða eftir einhverri svakabreytingu, nógu miklar breytingar hafa nú verið uppá síðkastið og þær flestallar jákvæðar. Vonum bara að þær haldist og að hann haldi áfram að fara fram í þroska og elskulegheitum almennt.
Það sem Hilmi Viktor, þriggja mánaða finnst gaman;
- liggja í rúminu sínu á morgnana og spjalla við froskana á óróanum
- láta brosa til sín
- fá að drekka ÁÐUR en hann biður um það
- fá að prófa að stíga í fæturnar, verður stífur einsog spýta við það og finnst það ofsa spennandi
- láta lesa uppáhalds bókina sína fyrir sig (Boken om bajs, þýðing = kúkabókin... var gjöf!)
- borða/sleikja/slefa á hendur, sínar eigin og annara
- fara í stóra baðkarið (balinn er orðin of þröngur þegar hann er búin að prófa frelsið sem fylgir stóra baðkarinu)
- láta halda á sér
Það sem Hilmi Viktor, þriggja mánaða finnst EKKI gaman;
- láta leggja sig niður í vagninn til að sofa (þó hann sé þreyttur)
- þurfa að liggja í vagninum og láta svæfa sig þegar hann vill ekki sofna (þó hann sé þreyttur)
- þurfa að bíða eftir matnum sínum meira en 1 mínútu
- sitja í bílstólnum að kvöldi til (sér ekki baun!)

Posted by Picasa

05 nóvember 2005

Snudda Dudda hjá ömmu


Samband Hilmis við dudduna er flókið og langt.... stundum þykist hann ekki kunna að sjúga snuð og lætur snudduna lafa útúr munnvikinu einsog gamall vindill. Stundum er hann einsog fagmaður og snuddast einsog hann eigi lífið að leysa. En oftast bara spýtir hann því útúr sér og brosir framaní mann.
Móðuramman tók hann í smá snudduþjálfun á Íslandi með ágætis árangri, sat yfir honum margar mínúturnar á hverjum degi og stakk snuðinu uppí hann jafnóðum og hann spýtti því útúr sér. Hélt á honum í fanginu og ruggaðist með hann einsog sjá má á myndinni.. og auðvitað þótti Hilmi þetta bæði gott og gaman. Held hann hafi farið að finnast þetta bara einsog smá munnæfingar ! :)
Fyndnast við þessa snudduþjálfun á Íslandi og framfarirnar sem gerðar voru þar varðandi snudderíið er að snuddan sem hann fór að taka langbest þarna er fyrsta snuddan sem ég keypti algjörlega án þess að spá í litina á ! Fyrir vikið er hún jólarauð með limegrænu haldi... smart....
Núna þegar heim er komið heldur hann áfram að koma okkur á óvart bæði þegar hann tekur snudduna og ekki..... bara að hann fái að ráða ! Posted by Picasa

03 nóvember 2005

Mr. Blue and Ms. Pink


Um síðustu helgi fórum við í sumarbústaðarferð með Óla, Írisi og Emilíunni þeirra. Þetta var algjör smábarnafjölskylduferð þarsem kvöldmaturinn var stilltur inná hvenær börnin yrðu sofnuð (um 22 leytið), oftast var einhver á fótum kl 6 á morgnana, forstofan var nær alltaf hálffull af barnavagni/vögnum, og stofugólfið var þakið leikteppi og tilheyrandi (sjá mynd). Æðisleg helgi hreint út sagt !
Stærðarmunurinn milli Hilmis og Emilíu fer óðum minnkandi, eiginlega ótrúlegt þegar maður ber saman við þessa mynd sem var tekin fyrir ca 2 mánuðum síðan. Þarna eru þau skötuhjúin á leið útí vagna fyrir miðdegislúrinn... skrýdd íslensku flísi a´la 66 norður í kynjalitum svo ekki er um að villast ;)
Posted by Picasa