Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 febrúar 2009

Fet-tisdagen

Svíar eiga líka bolludag. Hjá þeim kallast hann fet-tisdagen (feiti þriðjudagurinn) og tíðkast þá að éta svokallaðar semlur. Semlurnar eru gígantískt stórar gerdeigsbollur fylltar með marsípankremi og rjóma.
Hilmir fékk að sjálfsögðu sína eigin bollu eftir kvöldmatinn. Kljáðist við hana á siðmenntaðan hátt (hníf og gafall) þartil hann gafst upp og gúffaðist bara á henni einsog frummaður. 3 bitum seinna var hann búin og leyfði pabba sínum að miskuna sér yfir afganginum ;)
Posted by Picasa

24 febrúar 2009

Litli mann



Pabbaskegg stingur og Hilmir þarf dáldið oft að skipa Ingó að raka sig. Sem hann hlýðir að sjálfsögðu... nokkrum dögum seinna ;)
Rakstursaðferðin sjálf er svo náttlega dáldið spennandi með froðunni, sköfunni og öllum handtökunum. Það var þess vegna alveg óheyrilega gaman þegar Hilmir fékk sína eigin sköfu (plastskafa sem lítur út einsog venjuleg rakvélaskafa) og fékk að "raka sig" með pabba.

Litli maðurinn óx náttlega um þónokkra sentimetra. Kom svo fram til mín eftirá með skínandi hreinar kinnar ;)

22 febrúar 2009

Loksins alvöru sleðafæri


Þó það sé búið að vera snjór af og til þennan veturinn hefur það því miður ekki verið nægilega mikið af honum til að það væri hægt að eiga sleðadag öll saman í hverfisbrekkunni. Hverfisbrekkan er annars engin smásmíði. Hólar og hæðir af mörgum gerðum sem fullnægja algjörlega þörfum lítils snáða á glænýjum stýrissleða. .... við gamla liðið fengum náttlega að spreyta okkur líka við mikla gleði Hilmirs ;)
Dagurinn var svo kórónaður með íslenskri pönnsuveislu. Við erum í pönnsutrúboði meðal sænsku foreldranna í hverfinu okkar nefnilega. Þeir eru óvanir sætum pönnukökum sem búið er að bera rabbabarasultu (ekta úr Hagkaupi) á og fylla (að innan!) með rjóma.
Posted by Picasa

18 febrúar 2009

2 kinds of beautiful


Já það er til fegurð í mörgu formi. Það er þessi eðlilega, náttúrulega og fallega..... og svo þessi frammúrkreista, uppstillta ;)
Hér má sjá báðar útgáfur !
Posted by Picasa

12 febrúar 2009

Vísi, baug og þumalfingur


Hilmir kann núna fingranöfnin. Náttlega bæði á íslensku og sænsku. Þumalfingur (tummen) og litlifingur (lillfinger) komu fyrstir í fattarann og hinir þrír fengu að vera "langatöng". Svo eftir dálitla æfingu kom baugfingur, langatöng og vísifingur. Allt með tilheyrandi minnisleikjum einsog "sjáðu.. það er hringur (baugur) á baugfingrinum hennar mömmu" og "híhí.. vísifingur er að benda á þig..".
Eina sem hann ruglast ennþá á er þetta með spegilvendinguna á höndunum. Hann vill stundum meina að röðin sé sú sama þegar kemur að næstu hendi. Merkilegt að sjá hvernig heilinn á barni virkar. Honum finnst þetta svo órökrétt og ósanngjarnt. Hann leggur þá semsagt á minnið samkvæmt fyrirfram upplagðri vísu sem hann er nýbúin að þylja fyrir sjálfan sig en ekki endilega á því hvernig fingurnir líta út. Allavega ekki á hendi númer tvö því hann ruglast aldrei á fyrstu hendi ! Bráðskemmtilegt finnst mér ;)
Miðað við lærdómshraðann í þessum svampaheila í barninu er ég viss um að þetta verði horfið í næstu viku !

05 febrúar 2009

Nepótismi

Það er favorísering í gangi hjá Hilmi þessa dagana. Þó bara þegar við á og getur svissað fram og tilbaka eftir hentisemi.
Okkur grunar (og vonum) að þetta sé hluti af þroskaferlinu margumrædda og reynum þess vegna að taka þetta svona passlega mikið nærri okkur. Enda getur þetta verið dáldið skondið stundum, sérstaklega ef ákveðnir svipir fylgja með. Setningar einsog "ég elska ekki þig mamma... ég elska bara pabba!" ... og öfugt... er skýrt merki um að maður hafi móðgað hann allsvakalega og að hann sé ósáttur við stöðu mála.
Auðvitað er svo allt liðið hjá innan 2gja mínútna og ástin sem aldrei hvarf komin aftur ;)