Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

29 júní 2005

Fjúkket :)

Mætti vel undirbúin fyrir 2gja tíma bið, með prjónaskapinn og bók að lesa, í morgun til ljósmóðurinnar að taka glúkóstestið. Upphafstalan hjá mér á fastandi maga var 4,2 og einum sykurdrykki og 2 klst síðar var ég "bara" með 7,1. Miðað við að hafa verið með 10,6 í gærmorgun var þetta all-ótrúlegt og ljósmóðirin átti bágt með að trúa þessu sjálf ! Svo ég var útskrifuð með sæmd og sagt að hafa ekki frekari áhyggjur af meðgöngusykursýki. Nú er allavega búið að sanna í eitt skipti fyrir öll að ég er ekki í áhættuhópi.... so far so good anyways ;)

Fórum annars í gærkvöldi á Duran Duran tónleikana með Bergi og Röggu. Þvílíkt dæmalaust stuð sem var bæði í salnum og bumbunni ! Augljóst að það er míní-Duran-fan inní mér :) Fyndið að sjá hvað þeir eru búnir að eldast blessaðir hljómsveitarmeðlimirnir. Simon náttlega alltaf flottur þó húðin sé aðeins farin að hanga en aumingja John þyrfti að láta athuga síddina á leðurbuxunum sínum (of stutt) og kannski fleygja gráu sportsokkunum og þykkbotna Ecco skónum. Þeir tóku annars flestöll "gömlu góðu" lögin og ég held að flestir í salnum hafi fengið mörg gæsahúðarmóment þetta kvöldið !

28 júní 2005

Þar kom að því !!

Ljósmóðirin mín er í sumarfríi svo ég fór í mína reglubundnu skoðun hjá nýrri .... Åsu að nafni. Þvílíkt ólukkukefli sem sú indæla kona var.. ég mældist með sykur bæði í þvagi og blóði OG bumban hafði tekið vaxtarkipp svo hún sendi mig beinustu leið í vaxtarsónar ! Á svo pantaðan tíma á morgun í "glukosbelastning" sem þýðir að þeir ætli að tékka á því hvort nýrun séu ekki alveg örugglega að brjóta niður sykurinn einsog á að gera. EF slæm niðurstaða kemur úr því þýðir það að ég sé komin með meðgöngusykursýki og þarf þá að fara í sérstakt reglulegt tékk á Danderyd spítala.
Fékk semsagt aukasónar útúr þessu öllu saman sem kom svona líka ljómandi vel út; Bingóbaunin er gjörsamlega eftir kúrfunni í stærð (1.892 grömm að þyngd) og lögun sem þykir benda til þess að litlar líkur séu til að hafa áhyggjur af sykursýki.
Nú er bara að fasta frá 22 í kvöld, mæta til ljósmóðurinnar aftur kl. 7.45 í fyrramálið, drekka hundvondan sykurdrykk, sitja og bíða í 2 klst, láta kíkja aftur á blóðið hjá mér og sjá svo til hver niðurstaðan verður !

27 júní 2005

Midsommarbumba í lok 31. viku


Ég og bingóbumban gerðum okkur voða fín á Midsommarhátíðarhöldunum síðastliðin föstudag :) Þessi mynd var tekin við það tækifæri í garðinum hjá Bergi og Röggu í Täby þarsem við eyddum deginum ásamt fjölda annara Íslendinga, borðuðum æðislegt síldarlunch, fórum á traditional Midsommarfirande (reisa stöng, dansa í kring... små grodorna etc.), fengum okkur sundsprett í vatni þarna rétt hjá og lukum deginum með heljarinnar grillveislu. Posted by Hello

22 júní 2005

Bumban mín og viðbrögð við henni...

Skyndilega... en þó ekki beint fyrirvaralaust (I should have seen it coming) er fólki farið að verða starsýnt á bumbuna mína og spyrja "hva... ertu ekki bara að fara að hætta að vinna.. er ekki að fara að koma að þessu ?".
Persónulega finnst mér ég ekkert vera huge, síður en svo, en einhvernvegin virðist þetta (=bumban) orðið áberandi og þar af leiðandi vinsælt umræðuefni þegar ég rekst á fólk. Hún er líka komin á það stig að fólk er farið að vilja eiga það til að snerta kúluna um leið og það talar við mig.... finnst það ósköp notalegt enda hefur engin sem mér líkað ílla við.. so far... leyft sér þetta.
Lofa að setja inn nýja bumbumynd á næstu dögum svo þið sjáið herlegheitin með eigin augum ;)

20 júní 2005

17. júní

Átti alveg æðislegan sumar-og-sól dag á þjóðhátíðardaginn. Fór fyrst í hádegismóttöku í sendiherrabústaðnum og hjólaði svo beint heim að undirbúa stærðarinnar grillveislu sem tókst líka svona dæmalaust vel. Mættu þarna bæði íslenskir vinir okkar og sænskir vinnufélagar Ingó og mingluðu yfir grilluðum kjúlla og meðlæti. Hóparnir skiptust þó áberandi vel í tvennt þegar kom að því að svæfa og/eða gefa íslenskum börnum sem með voru í för þannig að segja má að þarna sáum við Ingó svart á hvítu hvað er verið að yfirgefa í bili (partístand og drykkja frameftir nóttu) og hvað framtíðin ber í skauti sér (barneignir af bestu gerð með tilheyrandi rólegheitum á djammfrontinum). Lagðist bara vel í okkur enda vorum við ansi sybbin daginn eftir því Svíarnir héngu við spjall á svölunum okkar til 2 um nóttina og hefðu vel geta verið lengur ef ekki hefði verið fyrir litlu óléttu Beggu sem var farin að geispa allsvakalega.
Skemmtileg mynd tekin um kvöldið af mér og Röggu með Emilíu litlu! Framtíðarsýn (nema það að ég verð ekki með mallakúlu þá).

15 júní 2005

Stokkhólmur í kvöldsólinni... og við


Posted by Hello


Afmælisstelpukonan og verðandi mamma :) Posted by Hello
Í gær átti mín nebblegast afmæli... orðin heil 28 ár ! Dagurinn var fyrsti alvöru sumarhitadagurinn í Stokkhólmi og við gátum þessvegna notað tækifærið og farið á uppáhalds grænmetisveitingastaðinn minn Herman´s Trädgårdscafé þarsem við sátum úti í garðinum með æðislegt útsýni yfir borgina.
Eftirá var nátturulega tilvalið að liggja og slaka á í hengirúmunum þeirra meðan maturinn meltist í möllunum á okkur. Þið getið bara rétt ímyndað ykkur hverskonar "átök" þurfti til að koma mér UPPÚR hengirúminu eftirá! Ekki auðvelt að vera svona afvelta með stóran mallakút sem inniheldur eitt stykki stækkandi og sparkandi bingóbaun.
Fór annars í mánaðarlega ljósmóðurtékkið, sem héðan eftir verður aðrahverja viku frammað fæðingu. Enn eru allar tölur í ljómandi lagi hjá mér og bauninni. Blóðþrýstingurinn var í sögulegu lágmarki (110/70) en mér er sagt af blóðþrýstingsáhugamanneskju að það sé "ideal" þrýstingur. Ég fékk allavega staðfestingu á því afhverju ég finn alltaf litlar lappir sparkandi í mínum viðkvæmari líkamsparti. Baunin liggur með höfuðið uppi við og lappir og rass NIÐUR. Kæmi mér ekki á óvart ef ég fengi fót einhvert kvöldið útum slímtappann ! Ef ég væri karlmaður væri ég sjálfsagt rúmliggjandi útaf þessu ;)

13 júní 2005

Helgin okkar

Fórum á laugardaginn í heimsókn og "æfingarleiðangur" til vikugamallrar Emilíu þeirra Írisar og Óla. Skrýtið að halda á einni svona lítillri og reyna að ímynda sér að maður eigi eftir að fá svona lítin pakka í fangið eftir 10 stuttar vikur. Þau Íris og Óli eru búin að lofa því að vera okkar "vitrari og reyndari" side-kicks þegar að okkur kemur enda þarf nú ekki að finna upp hjólið tvisvar svo það verður gott að geta bara hóað í þau í síma ef manni vantar ráðleggingar :)
Á sunnudaginn fórum við Ingó í heljarinnar hjólatúr með nesti og alles útá Lidingö, alls 10 kílómetra sem tók okkur 2 klukkustundir. Hefðum ábyggilega geta verið fljótari að þessu en við þurftum að stoppa og leiða hjólin upp allar brekkur ! Ég hafði bara einfaldlega ekki meira lungnaþrek en það og svitnaði rækilega við þessi hæfilegu átök. Var samt ekkert uppgefin eða búin á því... svona mjúk hreyfing útivið er alveg meiriháttar og blæs í mann nýju lífi.
Nýjasta nýtt hjá mér er annars www.tradera.com sem er sænskt fyrirbæri svipað og Ebay. Þarna er að finna ótrúlegustu hluti, svona notað og ódýrt barnastöff, t.a.m. hin fínustu ungbarnaföt á sportprís ! Sit þessvegna núna og dunda mér við að finna hvort mér litist á einhvað... er þegar búin að kaupa fatapakka með 8 flíkum í stærð 50-56 á 200 kall. Allt notað einusinni og í fínu ásigkomulagi. Fínt að geta sparað svona innámilli, þá fæ ég ekki jafn mikið samviskubit þegar mig fer að langa að kaupa merkjafötin handa Bingóbauninni ;)

08 júní 2005

Fræðsludagurinn mikli

Eftir gærdaginn er ekki hægt að segja annað en að við Ingó séum nú vel upplýst og frædd um það sem viðkemur verðandi fæðingu Bingóbaunarinnar. Byrjuðum fræðsludaginn klukkan 2 að skoða fæðingardeildina á Danderyd spítalanum. Okkur leist bara vel á staðinn, heimilislegt, hreinlegt og kósí... og svo verður kostur að geta verið á þeirra stórfína "BB-hóteli" þarsem nýbakaðir foreldrar geta legið saman með ungann sinn eftir fæðinguna eins lengi og þörf og nauðsyn krefur (mælt er með a.m.k. 3 sólarhringum). Á þessu hóteli eru víst ljósmæður til taks allan sólarhringinn, maður liggur á einkaherbergi og með aðgang að æðislegu mötuneyti. What more could we ask for ?
Að fæðingardeildarkynningunni lokinni fórum við beint á fæðingarfyrirlesturinn laaaaaaaanga þarsem við sátum frá 16-18.30. Sem betur fer hafði ég haft vit á að taka með mér prjónana svo ég gat setið og verið "myndarleg" meðan ég hlustaði á fræðsluna. Ingó sat sem áður og lagði kapal í lófatölvunni en sagðist ekki vera viss um að geðheilsan þyldi þriðja og síðasta fyrirlesturinn. Sjáum til eftir viku hvort ég verði ein af þeim konum sem koma þarna makalausar !
Verð nú að viðurkenna að ég var algjörlega búin á líkama og sál eftir þetta allt saman. Svo skrýtið að vera að undirbúa sig í þaula fyrir einhvað sem virðist manni svo einstaklega fjarlægt og fjarstæðukennt ?! Er nýfarin að fatta að ég sé ólétt... á eftir að fatta að ég eigi eftir að FÆÐA þetta sem sparkar og bylltir sér inní mér.

02 júní 2005

Notað er best

Enn eltir okkur "notað og ódýrt" heppnin. Kíkti örstutt inní Barnkammaren í gær eftir vinnu og rakst þar á tæplega ársgamlan Graco barnabílstól með bas... eiginlega bara nákvæmlega einsog við vorum nýbúin að kaupa helgina áður nema með voða fínu rússkinsáklæði. Sá hreinlega ekki á stólnum og verðmunurinn voru heilar 600 SEK. Eftir símtal við Ingó ákváðum við að skella okkur bara á gripinn og skilum þá bara þessum glænýja enda var hann enn í kassanum og við með kvittun uppá kaupin svo það ætti ekki að vera neitt mál að fá endurgreitt.
Stólinn bíður nú eftir að vera settur niðrí geymslu og halda selskap með barnavagninum þartil í ágúst.... að ganga framhjá honum í ganginum er alltaf jafn "surprising", minnir mig reglulega á að það er lítil bingóbaun á leiðinni sem ætlar að fá að sitja þarna þegar í heiminn er komið.


Nákvæmlega einsog þessi nema bara með rjómalituðum lit í stað þess bláa.... Posted by Hello

01 júní 2005

Safnað í búið f. bingóbaunina

Fórum um helgina og festum kaup á Ikea kommóðu fyrir barnafötin og Graco barnabílstól með "bas". Basinn á að auðvelda manni að koma bílstólnum fyrir í bílnum, stólinn bara smellist þá í fyrirhafnarlítið og mar losnar við að puða við að festa með bílbelti í hvert skipti sem barnið er með í för.
Ætluðum líka að panta (já, hér þarf að panta og afgreiðslutíminn getur verið margar vikur) rimlarúm og skiptiborðsplötu sem leggst ofan á rúmið. Var búin að sjá þetta í 2005 bæklingi barnavörubúðarinnar (sjá hér fyrir forvitna, er 26I og 26E), fá uppgefið verð og allt hvað eina... en neeeeei... afgreiðslukonan tilkynnir mér það að þetta séu svo nýjar vörur að þær séu ekki til á lager, hvorki í búðinni NÉ heldur hjá heildversluninni ?! Kom upp í mér sænskur konsúment og ég ætla sko ekkert að láta bjóða mér einhvað svona... konan horfði á mig einsog ég væri snargeðveik, benti mér á að það væri alveg TIL svona svipað skiptiborð og rúm (sem leit by the way allt öðruvísi út, annað verð og litur) og hefur eflaust ekkert skilið í því afhverju ég sætti mig ekki bara við það. Glætan !
Hringdi í dag í aðra verslun í sömu keðju sem samþykkti að leggja inn pöntun hjá heildversluninni og láta mig vita hvað afgreiðslufresturinn væri langur. Ætla að standa hörð á því að þetta verði pantað inn fyrir mig (enda á ég rétt á því þegar varan er auglýst í bæklingnum). Aðeins það besta fyrir bingóbaunina :)