Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 júlí 2005

Komin í skotstöðu !

Fórum bæði tvö (ég og Ingó) í tékkið hjá ljósunni núna í morgun. Ingó kom með í þetta skiptið því oftast hef ég farið ein og hann þessvegna aldrei fengið að sjá hvað gerist í þessum tékkum. Var að verða "síðasti sjéns" fyrir hann að fá að fylgjast með svo hann skellti sér og ekki urðum við nú fyrir vonbrigðum með fréttirnar sem okkur voru færðar !
Fyrir utan að allt væri í ljómandi lagi með MIG (blóðþrýsting, járn, sykur, legbotnshæð, þynd o.sfrv.) þá er bingóbaunarstrákur orðin "fixeraður" eða "búin að skorða sig" á góðri íslensku, niður í grindina og tilbúin í skotstöðunni ;) Fyrir okkur eru þetta svaka fínar fréttir því þetta færir okkur skrefinu nær The Day (fæðingardeginum). Ég fékk þarmeð líka útskýringu á því afhverju mér er svona hundíllt "milli fótanna", líður hreinlega einsog einhver hafi tekið sig til og sparkað rækilega á viðkvæman stað.... þarf bara að þola þetta næstu vikurnar.....

24 júlí 2005

Hreiðurgerðarhelgin mikla

Erum svo lukkuleg núna í helgarlok að það hálfa væri yfirdrifið nóg :) Skelltum okkur eldsnemma í Bauhaus á laugardaginn að kaupa plötuna fyrir höfuðgaflinn og enduðum á því að þurfa að leigja okkur lítinn sendiferðabíl til að koma herlegheitunum heim í hús. Meðan Ingó sótti plötuna stóð ég á haus við að þrífa gluggann á herberginu, reif allt af rúminu og hennti í þvottavél og skúraði gólfið. Við settum svo saman upp nýja gardínu, nýja kommóðan með öllum nýþvegnu barnafötunum var sett inn og barnarúmið líka. Það gekk alveg ótrúlega vel að möndla til höfuðgaflinn... eiginlega alveg eins auðvelt og það leit út í sjónvarpinu ! og þegar gaflinn var komin á sinn stað ljómuðum við af ánægju. Herbergið okkar leit út einsog ...jah... fínasta fimm stjörnu hótelherbergi !!
Það var eiginlega meira pláss eftir en ég hafði búist við svo plönin með skiptiborðið breyttust örlítið. Ég fór að pæla í standandi skiptiborði (svona venjulegu) og væflaðist inná smáauglýsingavefinn Blocket.se eldsnemma í morgun. Þar fann ég borð sem er í sömu seríu og rimlarúmið á MJÖG niðursettu verði. Hringdi í fólkið sem var að selja það og við renndum við þar á hádegi í dag. Þar gaf á að líta glænýtt borð (þau höfðu ekki pláss fyrir það þegar upp var staðið og of seint að skila því í búðina) sem þau ætluðu að selja á slikk bara til að losna við snemma því þau voru að fara erlendis sama dag. Heim fórum við með borðið og settum saman og voila! herbergið fullkomnað :)
Hreiðurgerðinni er þá lokið í bili enda er ég búin að þrífa alla glugga heimilisins að utan sem innan, skúra öll gólf og baka 40 kanilsnúða til að eiga í frystinum .... Ingó var farin að horfa á mig með undrunarsvip og spurði með reglulegu millibili "passaru þig ekki örugglega að fara varlega ?!"
Afrakstur helgarinnar má sjá í myndum hér.

21 júlí 2005

Seinasti vinnudagur nálgast

Farin að finna betur og betur fyrir því að seinasti vinnudagurinn hér í vinnunni nálgist óðfluga. Tók mig til um daginn og fór í gegnum prívat-gögn og dót hérna á skrifstofunni minni og setti í snyrtilegan kassa. Fannst ég vera óvenju snemma á ferðinni en svo er búið að ákveða að þegar afleysingarmanneskjan mín kemur núna í lok næstu viku eigi hún að setjast strax á "minn stað" og ég í sæti ritara "forstjórans"! þarsem ég á svo að sitja þartil hún kemur úr fríinu sínu 3 vikum seinna. Eftir það ætla ég bara að sjá til hvort ég vinni heilan eða hálfan dag enda ætti þá að vera bara vika í settan dag bingóstráksmætingu. Verður undarlegt að sitja á öðrum stað enda er ég búin að vera hér í mínu friðarholi í 2 1/2 ár ! Rúlla með mér stólnum mínum svo ég hafi einhvað til að minna mig á gamla staðinn ;)

Annars dauðhlakkar mig til helgarinnar ! Nýja svefnherbergissjónvarpið (20" flatskjársgræja) kom í dag þannig að þá getum við farið í alsherjarbreytinguna þar inni. Koma upp sjónvarpinu, færa rúmið, skipta um gluggatjöld, gera höfuðgaflinn, setja saman barnarúmið og kommóðuna og koma því fyrir.... *hlakketíspakk* !

19 júlí 2005

Projektmanneskjan ég

Er í hannyrða og projekt stuði þessa dagana. Fann á föstudaginn þessa líka fínu verklýsingu á hvernig maður gæti gert sinn eigin brjóstagjafapúða og fór strax að græja útbúnaðinn. Fékk lánaða saumavél hjá Írisi og byrjaði strax daginn eftir að gera innri púðann úr gömlu sængurveri sem ég var á leiðinni að fleygja. Svo var farin Ikea ferð og keypt efni, rennilás daginn þar á eftir og loksins í gær fann ég svona "fyllingarkúlur" til að setja inní púðann. Í gærkvöldi var hann því fylltur, lokað fyrir, ytra byrðið sett á, rennt upp og voila! þessi líka fíni púði komin á svæðið fyrir slikk (nýr kostar svona gripur um 5-600 SEK). Vildi svo vel til að Emilía var í heimsókn ásamt foreldrum sínum svo púðinn var prufukeyrður á alvörubarni bæði við brjóstagjöf og almennt með að kúrast með henni uppí sófa og púðinn stóðst öll próf með glæsibrag :)
Er alveg hrikalega ánægð með mig núna..... finnst ég agalega móðurleg að geta gert svona alveg sjálf með eigin tíu fingrum og hnetuheilabúi.

Næst á dagskrá er að gera svona mjúkan höfuðgafl fyrir hjónarúmið. Keypti efni í gær og um helgina ætlum við að kaupa MDF plötu, svamp og leigja heftibyssu og vinda okkur í málið. Held þetta allt saman flokkist víst undir hreiðurgerð ;) *kurr kurr*

13 júlí 2005

All is well :)

Fór í reglubundna skoðun til ljósmóðurinnar (þessarar sem ég er með venjulega... sem betur fer!) í morgun. Var hálfhrædd um að ég myndi mælast aftur með sykur í blóði og/eða þvagi og passaði mig extra vel í gær og í morgun að borða skynsamlega. Það launaði sig nú aldeilis því "sykurtalan" var í sögulegu lágmarki eða 5,4 (var 10,6 f. 2 vikum þegar allt fór í háaloft) !! Bumban var líka núna komin aftur á rétta kúrfu stærðarlega séð, blóðþrystingurinn alltaf lár og fínn og bingóstrákur snýr enn með höfuðið niður í undirbúningsstellingu fyrir að koma í heiminn ;)

Ingó er fastákveðin í að gíska uppá dagsetninguna 18. ágúst sem fæðingardag og ég er nú alveg einstaklega sátt við það... væri þá 9 dögum á undan áætlun en samt alveg innan eðlilegra marka. Vil það mun frekar en að sitja og bíða vikum saman með hendur í skauti og horfandi á bumbuna án þess að nokkuð gerðist. Geri allavega ráð fyrir að vinna eins lengi og mér líður vel, hef enga fasta dagsetningu fyrir "lokavinnudag"... læt það bara ráðast.

12 júlí 2005

Bumbumynd í byrjun 34. viku


Smelltum af einni svona "berri" bumbumynd í gær. Gaman að gera samanburð því ég á mjög svipaða mynd af mér sem við tókum í heimildarskyni í desember þegar við vorum nýbúin að frétta af bingóbauninni. Stærðarmunurinn er töluverður einsog gefur að skilja.....
Posted by Picasa

11 júlí 2005

Hitinn óbærilegur !

Þessa dagana er 25-30 stiga hiti í Stokkhólmi og víðast hvar um Svíþjóð.... gerir það að verkum að manni er farið að dreyma um að komast í kaldara loftslag... einsog t.d. á Íslandi ... eða Alaska... annaðhvort ! Erfiðast er að vera í vinnunni því að þar er engin loftræsting eða loftkæling, opnir gluggar gera bara íllt verra því þá sleppur hitinn inn :( Aumar borðviftur eru hér á miljón í öllum herbergjum og við sem vinnum hér slugsumst um í hitakasti á tásluskóm og eins litlum klæðnaði og hægt er að komast upp með á opinberum vinnustað ! Mar verður óttalega dofin í svona miklum hita. Bingóbaunastrákur (sem oft er kallaður lillemann þessa dagana) er heldur ekkert að fíla hitan og lætur mikið fara fyrir sér, næturnar eru mér verstar... þið getið rétt ímyndað ykkur mig liggjandi sængurlausa og kviknakta í svitakófi uppí rúmi einsog strandaður hvalur. Orðið erfitt að fara á fætur þegar mar er svona klunnalegur og kúlan harðnar við minnsta álag. *púff* !!
Ég og Ingó fórum í gær í nýuppgötvað hafsbað sem er bara í 10 mínútna akstursfjarlægð frá heimilinu. Var alveg ólýsanlega yndislegt að vaða útí kalt (20° C) hafið og láta sig fljóta um þar. Líka svo gleðilegt að finna svona snyrtilegan baðstað þarsem allt er í boði; klósett og skiptiaðstaða, sjoppa, "kaffihús", bílastæði, bæði strandlengja og graslengja til að liggja á og svo alveg dæmalaust hreint bæði vatnið og hafsbotninn sjálfur. Ef ég mætti ráða væri ég þar akkúrat núna :) Allavega skárra fyrir mig, hvalinn að synda í sjónum heldur en vera strönduð uppí rúmi.....

08 júlí 2005

Og enn bætist í bingóbaunarbúið

Loksins kom rúmið og skiptiborðið sem við vorum búin að panta og bíða eftir í mánuð, Ingó fór og sótti það í gær og við vorum voða fegin að þetta kæmist inní bílinn okkar án þess að gera stórar tilfæringar á sætunum. Plan B var að leigja lítinn "skutlbíl" á næstu bensínstöð svo við gætum ferjað þetta heim....
Þetta er ósköp látlaust hvítt rimlarúm en stórsniðugt skiptiborð, það er nefnilega bara svona plata með hliðarköntum til að setja ofaná rimlarúmið ! Sparar massamikið pláss og á vonandi eftir að nýtast okkur vel. Ef ekki þá er það engin stór sorg því skiptiborðsplatan var alls ekki dýr miðað við öll hin frístandandi og fyrirferðamiklu skiptiborðin. Bæði má sjá hér (26E Troll Tei-rúmið og 26I Troll Sängskötbord).
Í gær kom líka pakki með póstinum frá Helgu (verðandi bingóbaunar-ömmu) með ungbarnasæng, teppi, fötum og fleiru sem á eflaust eftir að nýtast vel.
Ætlum svo að fara eina allsherjarinnar "kaupa-það-sem-vantar" ferð fljótlega og klára dæmið af..... verður svo gaman að setja saman öll þessi nýju húsgögn saman og fylla kommóðuna af barnafötum og heimilið af babygræjum ;)

06 júlí 2005

Með einn inní kúlunni og aðra ofaná...


Verðandi mamma í prufukeyrslu... enn og aftur ;) Óli hélt uppá þrítugsafmælið sitt um daginn með grillveislu á húsþakinu í Sundbyberg. Ég fékk náttlega að máta Emilíuna enn og aftur (mar fær sko aldrei leið á því) og .essi elska bara steinsofnaði í fanginu á mér. Bingóbaunin varð alveg agalega forvitin við að einhver lítill aukahjartsláttur lægi uppá kúlunni sinni og gerði sitt ítrasta í að sparka í Emilíu þarsem hún lá og svaf vært ;) Hún lét þetta semsagt ekkert á sig fá... það var bara ég sem reyndi að þóknast öllum og færa hana til þegar spörkin og hnoðin urðu sem frekust ! Posted by Picasa

01 júlí 2005

Uppljóstrun dagsins

Held það sé komin tími til að ég fari að nefna Bingóbaunina með réttu kyni :) Höfum ekkert verið að fela þetta ef fólk spyr (eða spyr ekki!) og á endanum var þessi staðreynd orðin jafn sjálfsögð einsog stækkandi bumban. Eigum semsagt von á strákaling og erum agalega spennt fyrir því enda "kunnum" við hvorug á neitt annað en stelpur svo vel sé. Eigum eflaust eftir að reka upp stór augu og líta hvort á annað þegar kemur að bleyjuskiptum ;) Furðulegt að hugsa til þess að þegar við vorum að spá í barneignum fyrst þarna fyrir nokkrum árum síðan fannst mér lítið annað koma til greina en að ég myndi eignast stelpu. En svo fljótlega eftir að ég varð ólétt varð ég einhvað svo rosalega sátt við að ég gengi með strák svo við urðum eiginlega ekkert hissa þegar ljósmóðirinn sýndi okkur litla dingalinginn í sónarnum !
Strákanöfn hafa að sjálfsögðu verið okkur ofarlega í huga síðastliðnar vikurnar og við erum næææææstum því komin með góðan topp 5 lista sem verður svo prufukeyrður þegar Bingóstrákur ákveður að láta sjá sig. Hann hlýtur að bregðast vel við einhverju þessara nafna sem við höfum valið !