Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 júlí 2006

Kvöldmatur: soðið ljón

Posted by Picasa
Hilmir virðist ekki ætla að fara langt frá áhugamáli móður sinnar ; eldamennska og eldhúsvera. Í leikherberginu á Kulturhuset sem hann fær að leika í (í staðinn fyrir opna leikskólann sem er lokaður á sumrin) nær daglega. Þar fer hann oftast beinustu leið í míní-eldhúsið og dútlar sér þar við að snúa tökkum á míní eldavélinni og þykjast vaska upp í míní vaskinum. Þessi mynd náðist af honum þegar hann var að fara að kveikja undir dýrindis kvöldverði; soðið ljón í potti ;)

23 júlí 2006

Forest.... forest gump

Posted by Picasa
Posted by Picasa Það var sko stuð á mínum þegar við fórum í hjólatúr og stoppuðum útí skógi til að leyfa Hilmi að teygja úr limum sínum, skríða meðal mauranna, smakka köngla og æfa sig í að standa upp sjálfur með aðstoð trjábola. Svo klappaði hann fyrir sjálfum sér þarsem hann stóð óstuddur útí miðjum skógi. Augljóst að þarna er náttúrubarn mikið á ferð ;)

21 júlí 2006

Heyrnarprófið

Fórum á þriðjudaginn með Hilmi í heyrnarpróf á Karólínska sjúkrahúsið. Hann hafði verið bókaður í þetta ítarlega heyrnarpróf vegna þess að niðurstöðurnar úr því prófi sem er gert á ungbarnaeftirlitinu voru "óviðunandi" og auðvitað vildum við og hjúkkan okkar á BVC að allt væri á hreinu varðandi þetta.
Allt gekk einsog í sögu og hann flaug í gegnum öll þessi próf með hæðstu einkun ;)
Fyndið að fara í svona með hann.... þarna sat ég með hann í fanginu í hljóðeinangruðum klefa og einhver læknir sem snérist í kringum okkur og hringdi allskyns bjöllum, sýndi honum mismunandi dót, mjálmaði með reglulegu millibili og lét hundsgellt og barnagrátur hljóma í hátölurum sitthvoru megin við okkur mæðginin.
Ingó sat svo í fremri herberginu og fylgdist með okkur á sjónvarpsskjá, ábyggilega hálfglottandi að þessu öllu saman.

Skrefin sem Hilmir tekur óstuddur eru orðin fleiri og fleiri... svo skemmtilega vildi til að hann tók 3-4 "viljandi" og óstudd skref á 11 mánaða afmælinu sínu ;) Vel valið ! Ég vil samt ekki úrskurða hann fullgangandi fyrr en hann er orðin öruggari með sig í þessu göngudæmi. Vonandi bara nokkrar vikur í viðbót....

16 júlí 2006

Stórt skref fyrir lítinn strák

Í gærkvöldi, 15. júlí 2006 klukkan 19.50 að staðartíma tók Hilmir Viktor fyrsta stuðningslausa skrefið sitt !
Hann gleymdi sér nefnilega í smástund þegar hann var að skoða einhvað spennandi, sleppti takinu á fætinum á mömmu sinni (sem var bara einhvað að spjalla við matarborðið) og "gekk" í áttina að Katrínu móðursystur sinni sem beið með hendurnar tilbúnar að grípa hann.
Þetta var allt voða spennandi og við klöppuðum svo vel fyrir kappanum. Hann endurtók leikinn með að standa sjálfur og dansa smá fyrir okkur... skrefalaust þó ;)
Nú verður ábyggilega töluvert að bíða eftir næsta skrefi... en hann er allur að koma í þessum málum enda stólar pabbi hans á að geta gengið með honum inn fyrsta leikskóladaginn.

13 júlí 2006

Stokkhólmsbúinn Hilmir

Posted by Picasa
Fríður er hann í kvöldsólinni Stokkhólmsbúinn og Íslendingurinn Hilmir Viktor.... áttum í gærkvöldi "útikvöld" með Hilmi í farteskinu þar sem hann fékk að fara með foreldrum og afa+ömmu út að borða ásamt léttri kvöldgöngu í góða veðrinu eftirá. Hilmi fannst þetta allt saman voða notalegt og steinsofnaði bara í kerrunni á leiðinni gegnum Gamla Stan. Hraut svo bara alla leiðina heim líka og tók varla eftir því þegar hann var lagður uppí sitt eigið rúm.
Í dag verður svo farið í tívolíið með stúlkunum tveim....

12 júlí 2006

Þétt skipaðir dagar

Það er sko nóg um að vera hjá okkur þessa dagana núna þegar Halldór afi og Ingibjörg amma frá Íslandi eru líka komin í heimsókn hingað út til okkar. Hilmir er það mikil félagsvera að hann tímir varla að sofa þegar svona mikið er í gangi þannig að svefnmynstrið er komið einhvert útí kúna... hann fer stundum ekki að sofa fyrr en kl. 22 á kvöldin... ekki af því hann sé ekki þreyttur heldur bara afþví að það hefur engin rænu eða tíma til að setja hann í rúmið ! Hann er svosem ekkert að kvarta held ég ;)
Við erum allavega búin að komast að því að við getum svæft hann annarsstaðar, borið svo útí bíl og keyrt heim, borið inní rúm og skipt á bleyju ÁN ÞESS AÐ HANN VAKNI ! He he

Næstkomandi helgi verður smá eldskírn þegar við ætlum að fara með stórfjölskyldunni á Birka víkingasafnið sem er heilsdagsferð með bátsferð á áfangastað. Krossum bara putta og vonum að hann láti sér vel líka að þurfa að sofa lúrinn/lúrana sinn í vagninum og hafi kannski ekki jafn mikið tækifæri til að skríða um að eigin vild.

06 júlí 2006

Gott er strandlífið

Posted by Picasa
Áttum góðan dag á ströndinni í dag, ég og Hilmir ásamt þeim Katrínu og Elísu sem eru hjá okkur núna í heimsókn. 30 stiga hiti og glampasól tældi okkur og marga aðra borgarbúa í kaldan sjóinn og afslöppun á pikknikkteppum..... Hilmir er alveg farin að kunna á þetta allt saman og varð bara oggulítið hræddur þegar stóru öldurnar komu aðvífandi þarsem hann sat í makindum sínum á sandinum. Stefnum á fleiri svona daga áður en sumrinu lýkur.

02 júlí 2006

Mátar miklir

Posted by Picasa
Þeir eru miklir mátar og góðir vinir þeir Hilmir og Eiríkur Freyr, sem hélt uppá 1 árs afmælið sitt í dag með mikilli veislu.
Það var bara svo heitt í dag (27 gráður) að þeim leið best einsog algjörir töffarar; berir að ofan, bryðjandi ísmola og étandi Cheerios.
Oftast leika þeir sér fallega saman, sérstaklega þegar einhvað oooofsalega spennandi er í gangi sem þeir geta sameinast um einsog óuppteknar áldósakast eða kubbaskoðun. Stundum verður Hilmir samt pínu "frekur" og rífur af Eiríki dótið sem hann er að leika sér að... alltaf meira spennandi það sem aðrir eru með ! En Eiríkur er sko fljótur að læra inná hann og fer undan á harðahlaupum þegar hann sér Hilmi nálgast með glampan í augum. Eiríkur nefnilega labbar á afturfótunum einsog stór strákur en Hilmir er ennþá að æfa sig á því... kemst yfir á meiri hraða á öllum fjórum og lætur sér það nægja í bili.