Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

22 febrúar 2007

18 mánaða eyrnabólgustrákur

Hilmir er formlega orðin 1 og hálfs árs... heilir 18 mánuðir í farteskinu hjá honum. Uppá það var ekki haldið enda var bara verið að berjast við að halda hitanum niðri hjá fárveikum drengnum. Í stuttu máli sagt algjör vítis-vika. Ekki nóg með að aumingja Hilmir væri veikur og hundfúll frá föstudeginum síðasta (útskýringin á fýlunni kom í gær; eyrnabólga) heldur varð ég svo veik í þokkabót. Fór með Hilmi hitalausan en þó fúlan á leikskólann á þriðjudeginum og dúðaði mig uppí rúm með mallann fullan af hitalækkandi. Náði bata þá um kvöldið en Hilmir fékk 39,7 stiga hita þegar heim úr leikskólanum var komið.... Í gær gafst ég upp og pantaði tíma hjá lækni sem staðfesti eyrnabólguna. Sýklalyf með jarðaberjabragði gefin drengnum og hann varð allt annar næstum strax.

18 mánaða þroskinn er annars að koma sterkt inn hjá honum. Núna er "nei" voða vinsælt og þá gjarnan sem keðjusöngur; "neineineinei". Hausinn fær að hristast með líka. Reyni nú samt að gera mitt besta til að virða við hann nei-ið þegar við á en þegar hann segir nei við að klæða sig í útifötin og svoleiðis þá þarf bara að bíta í það súra.
Svo vill hann voða mikið gera sjálfur líka. Hella jógúrtinni/mjólkinni sjálfur... klæða sig sjálfur í sokkana... opna hurð með lyklunum...það fyndnasta sáum við svo í gærkvöldi þegar hann reyndi að klæða sig sjálfur í bleyjuna ;) Þvílíkar aðfarir !

Sara systir er annars búin að vera að gera sitt besta til að vera innan handar og sem stuðningur þessa síðari viku einsemdar og volæðis. Ingó kemur á morgun frá London er þar er hann búin að liggja veikur (en ekki hvað!) inná hótelherbergi undanfarna dagana.

14 febrúar 2007

Alein heima... aftur


Við Hilmir erum í home-alone fílingi þessa dagana. Skrýtið að vera svona tvö ein aftur á meðan Ingó er í vinnuferð. Í þetta skiptið er ferðin óvenju löng, heilar tvær vikur, en það er nú von á liðsstyrk því Sara systir (mín!) kemur núna á föstudaginn og ætlar að vera hjá okkur í viku. Ingó fær líka heimferðaleyfi og nær einum og hálfum sólarhring hér um helgina.


Mér finnst nú samt alltaf ganga betur og betur að vera svona "alein". Hilmir bregst vel við breytingunum núorðið enda ég líka kannski aðeins öruggari með hvernig og hvar hlutirnir þurfa að gerast. Ekki jafn mikið handapat einsog fyrst þegar mér fannst ég alltaf vera á harðahlaupum og það með hann á mjöðminni. Og þetta allt næ ég að gera OG vera í 3 áföngum í fjarnámi líka ! Hetjan ég !!

Ég gríp bara til minnar alkunnu skipulagningsgáfu :) Allt liggur tilbúið á morgnana; föt, útiföt og áhöld fyrir morgunmatinn. Elda bara easycook mat á kvöldin sem ekki tekur meira en 10 mínútur í framleiðslu og geng frá eldhúsinu áður en hann fer í bað. Svo á meðan við erum að leika og dunda okkur er ég stöðugt að ganga frá smáhlutum og gera klárt fyrir næsta dag. Ef hann sofnar á réttum tíma næ ég heilum klukkutíma í lærdóm og verðlauna svo sjálfa mig með klukkutíma í sjónvarpsgláp áður en ég fer dauðþreytt að sofa. *Púffss*

Verð nú samt að viðurkenna að bakið er ekki alveg uppá sitt besta þessa dagana enda er þarf Hilmir með sín 13 kíló stundum að láta halda á sér, hjálpa sér upp og niður úr stólum, upp og niður úr kerrunni... já og svo ekki sé talað um tæklunina við að koma honum í og úr útigallanum þetta 4x á dag ;)

Skál fyrir einstæðum mæðrum !!

09 febrúar 2007

Myndataka númer tvö


Við fórum í fýlu útí ljósmyndarann sem við fórum til um jólin... allskonar ástæður fyrir því... verðhækkanir eftirá, kópíur dýrari en okkur fannst eðlilegt og ónothæfar digitalmyndirnar nema maður borgi skriljónir aukalega.

Fórum þessvegna bara til annars ljósmyndara sem bauð uppá allt sem hinn skorti. Og meira til því við erum svo ljómandi ánægð með útkomuna að það hálfa væri yfirdrifið nóg. Myndirnar í heild er hægt að skoða hér.


04 febrúar 2007

Busbræður

Posted by Picasa

Posted by Picasa Við getum kallað þá busbræður (bus; stríðni), bakkabræður, vandræðagemsar eða hvað annað sem hugurinn girnist. Oftast hamagangur og læti í gangi þegar þeir hittast... þeir taka sér alltaf nokkrar mínútur í að komast að hvor þeirra hafi yfirhöndina... og sættast svo á að leika sér saman við einhvað. Þá sitjum við foreldrarnir uppí sófa og fáum smá slökun nokkrar mínútur.
Eins og myndin sýnir geta þeir nú verið voða voða góðir við hvorn annan ef beðnir eru um. Þetta knús festist á filmu rétt eftir jólin... og kossinn heitur á vanga Eiríks hitti beint í mark ;)