Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 maí 2011

Náttúruuppgötvunarferð útí skógi...

Í dag fórum við Hilmir í smá náttúruskoðunarferð með "Nyfiken Vild" útí skóg við Överjärva Gård. Börnin voru vopnuð kíkjum og fullorðna fólkið regnhlífum. Það nefnilega hellirigndi mestallan tímann en það þýddi bara að það var meira að sjá í ferðinni. Sníglarnir létu allavega ekkert bíða eftir sér !

Það var semsagt tekin 2 km göngutúr inní skóg, kíkt á snígla, blóm, fugla, maurabú og í lokin sest niður og borðað nesti saman. Ferlega gaman fyrir bæði börn og fullorðna, ekki spurning að við förum aftur í svona.





Hilmir með kíkirinn sinn. Keyptum okkur að sjálfsögðu svona til að eiga í bakpokanum í næstu nestisferð ;)

Leiðbeinandinn sýnir krökkunum snígil og útskýrir hvernig þeir tala saman með fálmurunum.