Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 janúar 2009

Allsber

Hilmir er með vírusinn mollusker og búin að vera með það í rúmt ár núna. Þær eru ósköp fáar bólurnar hans og bara á mallanum... sem betur fer því miðað við leikskólavininn sem hann smitaðist af gæti það verið miklu miklu verra. Oftast kvartar hann ekkert yfir þeim en í gærkvöldi þegar hann var í háttatímabaðinu sínu kom setningin sem ég var alveg heillengi að fatta; "mamma mér er íllt í allsberinu mínu".
Náttlega alveg rökrétt orðanotkun hjá honum ;)

Við kipptum þessu í lag með því að bera smá krem á bóluna þegar búið var að þurrka og tannbursta drenginn...

Læknirinn sem við heimsóttum í síðustu viku sagði annars að þessar bólur gætu horfið líkt og hendi væri veifað. Hún vissi um eitt dæmi þar sem búið var að bóka aðgerð með svæfingu til að taka bólur af smituðum dreng (í gamla daga voru bólurnar teknar af þær urðu ofurmargar) og á sjálfan aðgerðardaginn höfðu þær allar horfið yfir nóttina, bókstaflega !

23 janúar 2009

Krókódílinn er fluttur inn !

Já það býr sko krókódíll hérna heima hjá okkur. Hann er reyndar ósýnilegur og lætur helst sjá sig þegar Hilmir vill ekki einhvað.
Eins og til dæmis þegar hann vill ekki klæða sig í kuldagallann. "Nú jæjja... þá býð ég bara krókódílnum að fara í gallann þinn.. hann vill það sko alveg örugglega" eða "ef þú villt ekki fara í baðið þá kannski vill krókódílinn það frekar ?". Krókódílnum þykir líka maturinn hans mjög góður, náttfötin hlý og fín og elskar að fara í leikskólann á morgnana.

En þetta snarvirkar. Hilmir flýtir sér sem mest hann má til að vera á undan krókódílnum og verður hinn samvinnufúsasti.... glottandi útí annað að sjálfsögðu ;)

Svona til að forðast allan misskilning þá er ekki um hræðsluáróður að ræða. Herra krókódíll kemur úr Molly bókunum og má sjá sýnishorn af honum hér. Vinalegasti náungi !

21 janúar 2009

Komin yfir meterinn

Forum i sma skylduheimsokn til barnalaeknisins hans Hilmis i gaer. Hun vildi bara hlusta adeins a lungun og skoda eyrun eftir allt sem a undan hefur gengid. Sem betur fer er Hilmir buin ad vera alveg laus vid eyrnarbolgur og hosta sidastlidid arid... og rumlega thad. Svo laeknirinn eiginlega bara utskrifadi hann a stadnum :) Hann a samt ad halda afram ad fa pust til ad hjalpa ondunarfaerunum adeins thegar og ef hann faer kvef.

Hann var veginn og maeldur i leidinni. Liklega seinasta skiptid lika sem thad er gert og skrifad inni litla gula kladdann hans sem okkur var afhennt a faedingardeildinni fyrir 3 arum sidan. Ekki margar linur eftir i theirri bok ! Hann var semagt slett 18 kilo og 101 cm.
Kom okkur ekki a ovart thar sem hann virdist hafa tekid vaxtakipp sidustu vikurnar. Allt i einu passa ekki buxurnar og bolirnir sem eru i staerd 98.

17 janúar 2009

Skautað í gegnum lífið


Loksins loksins létum við verða af því að drífa okkur á skauta í Kungsträdgården. Hilmir heillaðist af íþróttinni gegnum listdansskautakeppnir í sjónvarpinu og ég var lengi búin að lofa honum að fá að prófa. Það er líka þaulreynd sænsk aðferð við að kenna börnum ýmsar vetraríþróttir... að já.... bara skella þeim á það fljótlega eftir að þau eru farin að borða fasta fæðu og ganga á afturlimunum. Bara nógu assgoti snemma.
Ég var búin að sjá það fyrir mér að barnaskautar væru með tveim járnum undir hvorum fæti en neinei... þetta eru bara svona míni skautar !
En þetta gekk alveg glimrandi vel. Í lok dags var Ingó búin að detta oftar á rassinn en Hilmir.
Það tók Hilmi cirka hálftíma að ná jafnvæginu á skautunum og í lok þessarar frumraunar sinnar farin að geta rennt sér við hliðina á mér. Reyndar hélt hann alltaf í hendina á mér en samt fannst okkur þetta alveg ótrúlega vel af sér vikið.
Alveg upprennandi hokkístjarna ;) Eða fyrsta karlkyns framlag Íslands í listdansskautum *heheh*
Posted by Picasa

09 janúar 2009

Bara smá þreyttur

Talandi um að svefninn beri mann ofurliði ! Var dáldið of kósí í vagninum á leiðinni heim úr leikskólanum í dag... kalt úti og hann í hlýjum galla... og svo snjórinn á göngustígnum sem gerði það að verkum að hann hossaðist dáldið létt. Þegar ég loksins tók eftir því að hann væri búin að þegja í all langan tíma var það næstum of seint til að vekja hann. Augun bara rúlluðu aftur í haus og hann varð þvoglumæltur. Náðum þó hálf vakandi heim en þessi heila mínúta sem fór í að opna hurðina og taka af mér útifötin náði hann fastasvefni. Svo föstum að það breytti engu þó ég lyfti honum uppúr vagninum og legði hann flatan á gólfið.

Zzzzzzz .....

5 mín seinna er hann sprottin á fætur og farin að borða ost úr skál við hliðina á mér ;)
Posted by Picasa

Hversdagsduddur

Hversdagurinn orðin að veruleika eftir yndislega fjölskyldusamveru, ofát og letiliggjanir hátíðanna. Held að Hilmir sé því ósköp feginn að komast aftur í rútínuna á leikskólanum. Það var komið alveg feykinóg af fullorðinsathygli held ég að hans mati og honum vantaði hreinlega bara jafnaldra vini að leika við ;)
Hann allavega hoppar og skoppar, syngjandi, inná leikskóla á morgnana og harðneitar að koma heim strax þegar hann er sóttur í lok dags. Náði þó að gleðja hann allsvakalega fyrr í vikunni þegar ég sótti hann á sleðanum. Það er að segja... ég dróg hann heim á stýrissleðanum sem hann fékk í jólagjöf. Algjör hápúnktur fyrir hann og fínt workout fyrir mig að draga tæp 20 kíló á eftir mér alla leiðina heim.

Í öðrum fréttum þá erum við að nálgast snuddulokin. Hann talar meir og meir um það að láta jólasveininn fá duddurnar sínar og fá bíl í staðinn. Við höfum útskýrt fyrir honum að jólin séu nú búin og jólasveinarnir þar með farnir en að einhver þeirra muni taka það að sér að koma sérstaklega til hans í skjóli nætur og vinna verkið við skóinn. Hugmyndin er sko að hann láti sjálfur frá sér sogtútturnar í skóinn, fari að sofa án þeirra og vakni að morgni dags með flotta gjöf í skónum í staðinn.
Það er engin press á þetta af okkar hálfu enda eru duddurnar bara teknar fram við háttatímann. Hinsvegar erum við alveg handviss um að ef hann sjálfur fær að ráða ferðinni þá muni þetta allt fá lukkulegan endi. Svoleiðis hefur það verið með brjóstagjöfina, pelagjöfina og bleyjunotkunina. Og allt jafn sársaukalítið.
Framhald síðar.........

01 janúar 2009

Áramótin 08/09

Gamlárskvöldinu var eytt í matardvala hér hjá okkur í Kista. Borðuðum hreindýrasteik með villisveppasósu, eigingrafin lax og súkkulaði í öllum stærðum og gerðum þartil allir sögðu stopp.
Reyndum að horfa á skaupið en sættum okkur svo bara við innlenda fréttaannálinn í staðinn. Á miðnætti höfðum við það svo notalegt hérna uppí sófa (sjá mynd) að engin tímdi að fara út í skítakuldann til að skjóta upp þessum örfáum raketum sem við höfðum viðað að okkur. Það var bara alveg nóg að draga frá stofuglugganum og njóta þess sem nágrannar okkar í nærliggjandi hverfum höfðu uppá að bjóða. Ágætis flugeldasýning sem við fengum með kampavíninu okkar meðan við skáluðum fyrir komandi ári.
Hilmir hafði fengið að gista hjá afa og ömmu og kom tilbaka úr þeirri lífsreynslu einsog nýr drengur. Meðan við foreldrarnir nutum þess að vera alein heima, sofa út, borða morgunmat með sitthvort blaðið aflestrar..... já þá uppgötvaði Hilmir einhvað sjálfstæði. Sjálfstæði hjá þriggja ára dreng túlkast sem óþekkt. Horn og hala óþekkt. Í þannig álögum var Hilmir semsagt á gamlárskvöld. Við vissum ekki hver hefði heltekið drengin en vonumst til að þetta hafi bara verið einhver fasi sem hann hafi nú náð að sofa á sér og komi ferskur og góður inn í nýja árið ;)
Á dagatalinu árið 2009 er meðal annars;
- Íslandsferð um páskana þegar Elísa fermist
- Mögulegt sumarfrí á Íslandi í ágúst, annars bara vinna fyrir graut sínum og njóta sænskt sumars svona for once
- Jól og áramót alein í Stokkhólmi ?
Posted by Picasa