Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 desember 2009

Jólakveðja frá okkur













Elsku kæru vinir nær sem fjær !

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með kærum þökkum fyrir samveru, spjall og góðar stundir hvort sem þær hafa verið í Stokkhólmi, í gegnum síma frá Íslandi eða hreinlega bara rafrænt með tölvupóstum, fésbók eða vídeósamtölum. Allt er okkur jafn mikilvægt og hreinlega bráðnauðsynlegt.

Megi komandi ár vera þér og þínum farsælt og friðsamlegt á alla mögulega vegu.

Jólakveðja frá okkur til ykkar....















Fjórtándi jólasveinninn ? Ostasníkir með glimmerstjörnuhúfuna sína og elsku besta Meme ;)

22 desember 2009

Bumbumyndataka á lokasprettinum




Við drifum okkur til ljósmyndara í smá bumbumyndatöku meðan enn væri færi til þess. Ekki nema 4-5 vikur eftir af þessu líkamlega ástandi mínu svo það var ekki seinna vænna !
Hilmir fékk að vera með enda er hann fyrri leigjandi bumbuhússins míns og gerir réttilega þá athugasemd/kröfu með reglulegu millibili að "hann hafi einusinni verið þarna inni líka" alveg einsog litli bróðir er núna ;)
Foto: Robert Petersson

21 desember 2009

Gluggagægjir up close and personal

Við vorum á jólaballi ársins hjá Íslendingafélaginu núna síðasta sunnudag. Mikil spenna í gangi hjá Hilmi enda var hann búin að bíða lengi eftir að fá að prufukeyra nýju rauðu glimmerspariskóna sína... og svo að sjálfsögðu var von á jólasveininum eina sanna og jafnvel að sveinki væri með pakka handa öllum þægu börnunum á ballinu.

Glimmerskórnir slógu svo sannarlega í gegn og ekki laust við að dáðst væri að þessum litla herramanni sem var sérlega jólalegur svona í svörtum flauelsbuxum, svartri peysu og svo eldjólarauðum glimmerskóm ;) Og já... jólasveinninn kom, söng með börnunum og deildi út gjöfum. Hilmir fékk langþráð sundgleraugu sem hafa verið prufukeyrð í baðkarinu með ágætum árangri. En jólasveininum fékk hann nú ekki að koma alltof nálægt, varð að láta sér nægja að dáðst að honum úr fjarlægð... svona svo hann skyldi ekki fatta hver væri í hlutverkinu *blikkblikk*

En mamman fær nú að kalla sig með réttu "konu jólasveinsins" ;)

16 desember 2009

Lúsían þarf ekkert endilega að vera stelpa ...




Árlega lúsíuhátíðin var haldin í síðustu viku á leikskólanum hans Hilmis. Að venju gengu börnin í halarófu inná leikskólalóðina þar sem foreldrar biðu spennt, vopnuð myndavélum og vídeótökuvélum í hvívetna.
Hilmir tók hlutverk sitt mjög alvarlega og átti bágt með að sætta sig við annað en að fá að vera sjálf lúsían með tilheyrandi ljósakórónu á hausnum. Það að hann skyldi svo sjá alvöru lúcíutåg helgina á undan á jólamarkaði sem við fórum á gerði hann bara enn staðfastari í þessari ákvörðun sinni. Við vorum þó sammála því, ég og hann, að hann vildi ekki láta troða sér í hvíta kyrtilinn utanyfir kuldagallann svo ljósakórónan yfir húfuna fékk að nægja. Það tryggði honum líka stöðu fremst í halarófunni hefðinni samkvæmt ;)
Þetta var annars ferlega hátíðlegt og skemmtilegt að sjá. Börnin voru svo einbeitt enda var búið að margæfa lögin í fleiri fleiri vikur. Og ekkert er jafn einlægt einsog að heyra hóp af börnum syngja með litlu röddunum sínum "ute är mörkt och kalt.... "



Stærðarmunur ?

Smááá stærðarmunur á möllunum okkar. Og verður alltaf bara furðulegra og furðulegra að hugsa til þess að ungherrann Hilmir hafi nokkurntíman verið inní maganum á mér ;)
Posted by Picasa

10 desember 2009

Vaxtarsónar með litlabróður

Kom ekki á óvart að ljósan vildi senda mig í vaxtarsónar núna á 32. viku. Sama var uppá teningnum þegar ég gekk með Hilmi. Þá reyndist ég vera með svo óvenjulega mikið legvatn sem útskýrði bumbustærðina (yfir meðallag). Í þetta skiptið var legvatnið alveg passlega mikið og litlibróðir passlega stór... málið er bara að hann liggur svo furðulega; á ská ! Sónardaman sagði að líklega útskýrði það hina óvenjulegu stærð á bumbunni. Hann teygir svolítið á í skrýtnar áttir ;)

Annars reyndist hann vera 2.100 grömm sem er alveg samkvæmt meðgöngulengd. Hilmir var á 32. meðgönguviku 1.900 grömm svo það munar ekki miklu á þeim bræðrum þegar að þessu kemur.
Hann hafði svo engan áhuga á að sýna okkur framaní sig en okkur var hinsvegar bent á hárlokk á höfði hans sem var vel sýnilegur þannig að við eigum von á hárprúðum litlabrósa hérna í janúarlokin :)

08 desember 2009

Mömmuást

Já afhverju elskar maður eiginlega mömmu sína ? Hilmir er allavega með sitt svar á hreinu ; "afþví þú ert með svo fallegt hár".

(Vorum að hlusta á Ozzy í útvarpinu sem syngur "Mama I´m coming home". Umræður hófust á því afhverju hann Ozz væri að syngja svona til mömmu sinnar og ég sagði að það hlyti að vera afþví hann elskaði hana svo mikið. Hið klassíska fylgdi; "AFHVERJU?" og stundum er bara best að svara með sömu spurningu og spyrja hann sjálfan!)

01 desember 2009

Aðventan í Stokkhólmi

Fyrsti í aðventu komin og Hilmir fékk að kveikja á fyrsta kertinu.. með smá hjálp að sjálfsögðu ;)

Í dag var svo sýndur fyrsti þátturinn í sjónvarpsdagatalinu og við Ingó erum búin að heita því að horfa á þetta allt saman með honum. Þessi fyrsti þáttur lofaði allavega góðu, einhvað sem Hilmir er spenntur fyrir; ofurhetjur sem bjarga jólunum í "Superhjältejul". Ekki sakar að allir eru í glimmergöllum og geta flogið !

Svo bíður Hilmir nátturulega spenntur eftir komu fyrsta íslenska jólasveinsins og hvað honum dettur í hug að færa honum í skóinn. Eitt er víst að hann á eftir að fá margar áminningar um góða hegðun því "jólasveinninn sér allt" .. einsog allir vita.
Posted by Picasa