Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 september 2010

In the army now ?


Hann "farbror Henke" er á leið að gæta friðs og sveita í Kosovo á vegum sænska hersins. Því til heiðurs var boðið til heimsóknardags hjá Livgardet í Kungsängen og að sjálfsögðu rúlluðum við þangað bíl, börnum og buru.

Herinn tók vel á móti okkur. Var boðið til fræðslufyrirlesturs (sjá mynd af Valtý kampakátur að hlusta á æsispennandi Kosovoupplýsingar), fengum smá sýningu á störfum hervaktar við vegatálma, hádegismat og að lokum fengu krakkarnir að klappa og klifra á bryndrekum. Óheyrilega gaman allt saman. Sérstaklega fyrir Hilminn sem nú hefur fengið sönnun fyrir því að Henke sé "alvöru" hermaður.



Hilmir og Henke. Hilmi var boðið að máta allan búninginn en lét sér nægja höfuðfatið ;)



Posted by Picasa

24 september 2010

Byrjaður að bræða

Valtýr er búin að ná tökum á smajlinu. Þessu sem á eftir að bræða jafnt mæður sem dætur þeirra. Á eftir að fá mann að gefa honum ís á miðjum mánudegi, fyrirgefa sér fyrir að vekja mann kl 5 á morgnana og lána sér bílinn til að fara á rúntinn.

Hann er annars að skríða í 8 mánaða markið. Og ekki enn farin að skríða. Of upptekin við að standa. Standa. Og standa.
Við spáum því jafnvel að hann láti skriðið bara framhjá sér fara. Spennó.
Posted by Picasa

17 september 2010

Tennur koma og fara...

Eins og vitað er fékk Valtýr sínar fyrstu 2 tennur hér fyrir allmörgum vikum síðan. Hinar hafa ekkert skotið upp kollinum en við bíðum spennt eftir framhaldi á tanngarðamyndun drengsins.

Hinsvegar er hægt að bera fréttir af tann-leysi Hilmis. Eða það er að segja... verðandi tannleysi hans því enn situr tönnin fast. En honum til mikillrar gleði og ánægju situr ein af framtönnum neðri góms laus. Svo laus að hann getur "vickad" (hreyft fram og aftur) hana. Þetta finnst honum mjög merkilegt því núverandi bästisinn (besti vinurinn) hans á leikskólanum hann W er búin að missa næstum allar framtennur í bæði efri og neðri góm sem þykir mjöööög eftirsóknar og aðdáunarvert.
Við höfum að sjálfsögðu frætt hann um tilveru tannálfsins sem ætlar að borga honum fyrir tönnina þegar þar að kemur. Og fyrir peninginn er Hilmir fastákveðin að kaupa sér hund. Sko... vélmennahund sem getur komið í stað alvöru hunds þartil við getum fest kaup á slíku eintaki (eee... tímasetning algjörlega óákveðin).

12 september 2010

Góðar stundir


Valtý finnst örugglega sérdeilis ágætt að eiga stóran bróður sem getur lesið fyrir sig :)
Það er einmitt á svona stundum sem við foreldrarnir dæsum og rifjum upp að það var akkúrat útaf þessu sem við létum það rætast að eiga þá tvo. Tvo en ekki bara einn. Tvo sem geta haft aðeins ofanaf hvor öðrum. Dundað sér. Til dæmis við lestur uppbyggilegra bóka einsog "orðabók Molly mús"....

02 september 2010

Kvöldrútínan


Það er alltaf sama rútínan á þessu heimili á kvöldin. Klukkan sex fær Valtýr grautinn sinn... borðar hann með semingi og kvartar svo hástöfum þartil hann er tekin úr plast-stólnum sínum og settur í venjulegan stól við matarborðið (sjá mynd). Hann getur unað sér þar alveg heillengi og þá náum við hin að klára máltíðina.
Eftir mat er svo baðtími og þá er ágætt að nýta bæði tíma og vatn og baða þá bræður saman. Mikið busl, mikið sull en gjörsamlega þess virði...