Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 apríl 2010

Prakkari

Stundum harðneitar Valtýr að sofa langa daglúrinn sinn. Viftar bara höndunum þarna oní vagninum sínum og fer að tala við sjálfan sig þartil mamman gefst upp á að rugga honum til svefns á ný.. og tekur hann upp. Tók þessa mynd af honum í dag nýupptekin eftir örstuttan hænublund á svölunum. Grallarasvipurinn leynir sér ekki. "Sofa ? Ég ? Neeee"

P.s. hálftíma síðar steinsofnaði hann við brjóstið og svaf restina af langa daglúrnum.. í mömmufangi ;)
Posted by Picasa

28 apríl 2010

Kampakátur

Ljúfa litla lambið okkar verður 12 vikna í vikunni. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Hann er að verða alveg svakalega duglegur að nota hendurnar á sér og getur eytt löngum tíma í að seilast eftir leikföngum, opnar lófana, lokar og færir upp að munni sér í þeirri von að dótið fylgi með... tekst því miður sjaldnast en sem betur fer eru hendurnar góðar á bragðið. Svo góðar að hann er komin með snert af exemi á höndunum eftir allan hamaganginn á þeim. Og já slefsmekkirnir hafa verið teknir upp í kjölfarið ;)
Posted by Picasa

21 apríl 2010

Gullkorn frá Hilmi

Hilmir er að rembast við að fullorðnast þessa dagana. Hálf gelgjulegt eiginlega og ekki laust við að við bæði flissum að honum og móðgumst á víxl.
Hann og bestasti vinur hans G leika mikið saman bæði á leikskólanum og svo um helgar þegar þeir vilja banka uppá hjá hvor öðrum í tíma og ótíma, borða kvöldmat saman og helst gista hjá hvor öðrum.
Hilmir hefur sjálfur tilkynnt okkur að hann elski G. Ekki elski einsog "ástfangin" og vilji giftast honum ! Neeei nei. Hann bara "elskar kroppinn á honum" (tvívíddin að virka þarna)

Svo þegar við Ingó förum á betri stað í lífinu (jájá... deyjum). Þá ætlar Hilmir að flytja heim til G og búa þar. Ég spurði hvað yrði þá um litla bróður og hann leysti það með því að fullvissa mig um að hann og G myndu sjá um Valtý. Ekkert mál ! ;)

Þess ber að nefna að ég er Begga. Kölluð Begga af eldri syni mínum. Því ég heiti Begga. Þetta með að vera mamma hans er bara aukaatriði þegar mar er fullorðin bráðum-að-verða-fimm-ára ;)

19 apríl 2010

Valtýr fyrirsæta

Hann er ekkert smá falleg fyrirsæta hann Valtýr. Þarna er hann 7 vikna. Það virðist vera "fyrir lööööngu síðan" (eins og Hilmir myndi orða það) enda er hann á sinni 11. viku núna ;)
Fórum í smá fyrirsætuleik ég og hann. Ekki spurning hvort okkar myndist betur ! Ætti kannski að bjóða Liberó uppá afnot af honum utaná pakkana ?
Posted by Picasa

12 apríl 2010

Framhaldssagan af burðarsjalinu

Enn tekur burðarsjalsnotkunin á sig nýjar myndir núna þegar Valtýr er orðin stöðugri í hnakkanum og eiginlega að verða alltof stór til að láta bera sig í vöggu einsog í upphafi.

Nei nú er það upprétt sem gildir ! Ágætt þegar hann vill ekki liggja sjálfur og dunda sér heldur vera í fangi og helst á ferð. Ég get þá spásserað um heimilið og gengið frá dóti og drasli, stússast í eldhúsinu og svoleiðis meðan hann fylgist með úr hásætinu.


Svo þegar hann verður sybbin þá bara stíngur hann sér inní eina hliðina, kemur sér vel fyrir og fer að gera sig til við að sofna.
Svona til að koma í veg fyrir misskilning (nei, ég er ekki að reyna að kæfa barnið! ;)) þá vill hann helst sofna með einhvað fyrir andlitinu svo þetta er algjör draumastaður og staða fyrir hann að sofna í !
Posted by Picasa

10 apríl 2010

Friðsældin ein

Einhverra hluta vegna þá eru börn alltaf fallegust þegar þau eru sofandi. Langfallegust !
Á þess vegna ferlega erfitt með að sjá hann í friði þegar hann liggur svona værðarlega í fanginu á mér. Eftir að hafa dáðst að honum, þefað af honum og sogið í mig friðsældina teygji ég mig í myndavélina svo ég geti borið augnablikið með mér aaaaðeins lengur. Á eftir að draga þessa fram þegar andvökunætur vegna tanntöku láta sjá sig ;)
Posted by Picasa

Mannalegur

Engin furða að okkur finnist hann Valtýr yndislegastur og fallegastur í heimi hér. Og nú höfum við myndasönnun ! ;)
Hann verður alveg ótrúlega mannalegur þegar hann er farin að geta haldið haus smástund, setið uppréttur og fylgst með heiminum frá nýju sjónarhorni.
Posted by Picasa

08 apríl 2010

Sexkílóasjarmatröllið

Þegar Valtýr sér andlit tekur hann sér nokkrar sekúndur til að spekúlera, pæla, spá.. "hef ég séð þetta andlit áður?", næsta spurning í huga hans er "er andlitið brosandi?". Ef svarið við seinni spurningunni er já þá brýst fram þetta líka einlæga bros sem næstum nær allan hringinn... tja allavega uppað augum ;)

Ekki frá því að maður eigi bágt með að slíta sig frá svona sjarmerandi brosi. Enda fylgir því gjarnan smá spjallstund... Algjörlega ómetanlegt !
Posted by Picasa

07 apríl 2010

6 kíló á níundu viku

Í dag var Valtýr tekin í smá tékk hjá lækninum í ungabarnaeftirlitinu eins og vera ber þegar börn eru að sigla í 9 vikna aldurinn. Engar athugasemdir voru gerðar annað en að þarna væri á ferð hraustur og fínn strákur með góða sprænukunnáttu (alveg einsog síðast þegar hann var settur á "mælibekkinn" þá bleytti hann bæði það, borðið og gólfið... tja.. næstum því vegginn hinummegin) !

Formlegu tölurnar uppá þyngd, lengd og höfuðummál voru skrifaðar í gulu bókina hans sem ég tók svo heim og gerði samanburð við gulu bókina hans Hilmis. Og enn fæ ég á tillfinninguna að við höfum barasta ýtt á copy-paste við framleiðsluna á Valtý; munaði innan við 100 grömmum á þyngdinni, nákvæmlega jafn langir og nákvæmlega sama höfuðummál ;)

En já, 6 kíló og 10 grömm er kappinn orðin.
Eftir mánuð verður svo 3gja mánaða skoðun með sprautu í bæði lærin *ái!*

05 apríl 2010

Eigin túlkanir


Hilmir á að sjálfsögðu það klassíska alíslenzka ritverk um Negrastrákana. Hefur verið lesið/sungið fyrir hann nokkrum sinnum fyrir háttinn og alltaf fer um okkur örlítill kynþáttafordómahrollur enda er þarna sungið hástöfum um kolsvarta negra sem eru það vitlausir að þeir deyja af öldrykkju einni saman, geispa þartil þeir hrökkva uppaf og sofa yfir sig af einskærri leti án þess að vakna nokkurntíman aftur.
En hreint og tært er barnshjartað. Hilmir veit ekkert hvað "negri" er enda býr hann hér í hjarta siðmenningarinnar í innflytjendaþéttu hverfi þar sem fólk í öllum regnbogans litum lifir í sátt og samlyndi.
Svo hann situr núna á gólfinu og syngur um "tíu litla MAURAstráka" ;)