Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 janúar 2008

Bætt í kúlu- og gatasafnið

Hilmir fékk sitt fyrsta "gat" í kroppinn á sunnudaginn. Gatið var sem betur fer ekki alla leiðina í gegn en ég hélt það þarna fyrstu mínúturnar. Vægt taugaáfall undir mjög svo yfirveguðu yfirborði mömmunnar. Var farin að reikna út í huganum hver fljótlegasta leiðin heim væri svo ég gæti brunað með hann í bílnum uppá spítala að láta sauma, eða hefta, eða hvað sem gert væri þegar neðrivörin væri að fara að detta af !
En það þurfti sem betur fer ekki.
Málið var að hann var að renna sér niður svona risastóra stál-rennibraut... Á MAGANUM!... MEÐ TRAKTOR Í HENDINNI... jújú mikið rétt... en vildi svo ílla til að hann fór á svo mikillri ferð að hann skutlaðist face-fram í sandkassann... og bar fyrir andlitið á sér blessaðan traktorinn. Þannig að einhvernvegin hefur neðri vörin lent á milli tanna og traktors, og gert smá rifu/gat báðum megin holdsins. Blæddi bæði inní munni og utaná. Og sárt grátið.
En sem betur fer hætti fljótlega að blæða og skæla.
Gærdagurinn fór reyndar í stöku skæluhrinu þar sem hann fór að finna fyrir sárinu aftur. Enda á frekar slæmum stað.
Ætli þetta verði fyrsta örið ? Með svona líka gassalegri sögu !

26 janúar 2008

Sunnudagsklúbburinn

Þegar Hilmir skólaðist inn á leikskólanum sínum var það í samfloti með nokkrum öðrum krökkum á svipuðum aldri, við mömmurnar náðum nú aðeins að spjalla meðan á þessu stóð og síðan þá höfum við haldið dáldið samband. Aðallega svona að tala um daginn og veginn þegar við skilum/sækjum börnum, mér hefur verið boðið í heimakynningu hjá einni þeirra og ein hefur komið hingað í pönnsur. Létt og gott en ég er alveg voða þakklát fyrir viðkynninguna því að það er frábært að hafa tengsl við aðra foreldra í hverfinu.

Um daginn, í helgarmorgunútiverunni, þá rákumst við Hilmir á eina mömmuna með stelpunni sinni úti á einum rólóvellinum. Það voru miklir fagnaðarfundir hjá krökkunum því oftast er Hilmir einn að væflast þetta með öðru hvoru okkar Ingó og við erum víst ekkert neitt voðalega skemmtileg svona í lengdina. Þá kom upp sú hugmynd að reyna að hittast með krakkana allavega 1x í viku og urðu sunnudagsmorgnar fyrir valinu.
Búið að vera alveg megaháttar gaman. Hinar mömmurnar slóust í för og nú erum við 4 krakkar og 4 fullorðnir sem eigum stefnumót á stóra leikvellinum í hverfinu.
Nú er þetta loksins farið að líkjast því útifélagslífi sem við áttum í gamla hverfinu okkar (Gärdet). Þar voru oftast leikvellirnir fullir af krökkum og maður var farin að kannast við foreldrana og geta tekið smá spjall meðan krakkarnir léku saman.

21 janúar 2008

Meiddi = plástur

Þegar litlir strákar detta og meiða sig... fá þeir þá ekki plástur ?
Hilmir nýbúin að fatta þetta með plástra. Þegar það þurfti að taka sem mestar blóðprufur úr honum þarna í fyrrasumar þá orgaði hann barasta ennþá hærra ef hjúkkan setti plástur á blóðugan puttann.
En núna er annað hljóð í drengsa.

Hann datt semsagt á hlaupahjólinu sínu á leið útí bíl í morgun. Kvartaði ekkert fyrr en í kvöld þegar átti að kvöldbaða. Þá rak hann augun í rauðbólgin hnén og rifjaði upp sársaukan. Fór ekki á milli mála að þetta væri mikið ó-ó.
Mamman hljóp og sótti litaglaðan plástur. Þá varð hann sáttari. Heimtaði svo plástur á hitt hnéð líka. Fékk hann og varð súperdúpersáttur.
Erfiðast var svo að fara í náttbuxurnar því þá hurfu plástrarnir ;)
Posted by Picasa

17 janúar 2008

Pabbi er í París

Við Hilmir erum enn og aftur homies alonies meðan Ingó brá sér á vinnufund í París. Sem betur fer er það stutt vinnuferð því Hilmir er ekki alveg að sætta sig við að pabbi komi barasta ekkert heim úr vinnunni einsog venja er til.

Útskýringin "Pabbi er í París" virðist heldur ekki vera alveg tæmandi en hann virtist fatta þetta aðeins betur þegar ég sagði að pabbi hefði farið í flugvélinni þangað. Held að hann hafi náð að tengja flugvélaferðina til Íslands því að þá færi maður að heiman... og komi ekki heim alveg strax.

Þetta er nú samt alveg ágætis upphitun fyrir vikulöngu ferðina sem Ingó er að fara til Seattle í febrúar !

16 janúar 2008

Baðgaman

Hvor er meira silly-looking: Hilmir eða stóreygði fiskurinn ? ;)
Posted by Picasa

Bíladellukall - myndasönnun

Nei.. við röðuðum ekki upp bílunum svona eftir að hann var sofnaður ! Eins og áður sagði (í fyrra innleggi) þá leyfum við Hilmi að sofna með bílana hjá sér. Það er eiginlega orðin alveg prýðileg leið til að fá hann uppí rúm án mótmæla, hann tekur það mjög alvarlega að "svæfa" bílana sína.
Við heyrum í honum dunda sér við þá áður en hann sofnar svo alveg sjálfur. Ágætis málamiðlun sem ég vona að fari ekki úr böndunum.

Eftir að hann sofnar læðumst við svo inn og tökum þá úr rúminu. Þá eru þeir oftast "parkeraðir" snyrtilega einhverstaðar í rúminu. Myndin sýnir aðkomuna í fyrrakvöld. Þá höfðu bílarnir fengið lúxusbílastæðið og Hilmir troðið sér uppí horn á rúminu ;)
Posted by Picasa

12 janúar 2008

Gulir bílar, grænir bílar, bláir ........

Bílar eru aðaluppistaðan í heilahveli og hugsunum Hilmirs þessa dagana. Alveg ótrúlegt hvað hann getur verið upptekin af þessu og þreytist ekki á því að rukka okkur um (og fá) nýja bíla. Þeir eiga helst að vera úr málmi og í ákveðinni stærð. Svona einsog míní útgáfur af alvöru bílum. Við reynum að vera dáldið pedagógísk í innkaupum á bílunum og höfum þessvegna keypt einn í hvorum lit. Svo teljum við þá reglulega og förum í gegnum litina á þeim.

Fjöldin er ekki enn í hámarki en stefnir í það. Er komin með svona litla bílageymslu (8 stykki) og þurfa þeir helst að vera 3 saman í einu þegar hann ferðast. Bílarnir þurfa nefnilega að vera með honum meðan hann borðar (þá er þeim parkerað hjá disknum), meðan hann horfir á sjónvarpið (parkeraðir við fætur hans og snúa náttlega í átt að því sem verið er að horfa á) og svo... að lokum... meðan hann sefur. Já hann fær að fara með þá uppí rúm. Þá raðar hann (parkerar) þeim snyrtilega við koddann sinn, leggur hendina varfærnislega yfir þá og sofnar. Við fjarlægjum þá að sjálfsögðu stuttu eftir að hann sofnar.
Hann fær að fara með þá á leikskólann en þeir eru látnir "bíða" eftir honum þartil leikskóladeginum lýkur. En hann rukkar um þá meðan ég klæði hann í útifötin !

Mjög sætt en líka dáldið scary. Soldið áráttukennt og í fyrsta skipti síðan hann hitti Meme sem hann hefur tekið svona rosalegu ástfóstri við einhvað.

09 janúar 2008

Aðskilnaðarkvíði í stórum stíl

Hilmir var tæpar 3 vikur í fríi úr leikskólanum sínum áður en hann fór þangað aftur á mánudaginn. Það var erfitt og mikið grátið. Hann einfaldlega vildi EKKI að við skildum hann eftir. Það var því tárvotur strákurinn sem var skilinn eftir í öruggum faðmi uppáhalds fóstrunar sinnar og samanbitnir foreldrar (full angistar og sektarkenndar að sjálfsögðu) sem lokuðu á eftir sér hurðinni þennan mánudagsmorguninn. Þriðjudags - og miðvikudagsmorgnar hafa verið eiginlega alveg jafn erfiðir.
Í gær heyrðum við hann tala við sjálfan sig uppí rúmi þegar hann var að sofna; "Ekki dagis mamma, nei, ekki dagis, heima, heeeeiiima" og svo tekur við spjall um bílana og afskornu blómin sem pabbi keypti.
Sem betur fer eru fóstrurnar duglegar að láta okkur vita að hann snarhættir að gráta um leið og við keyrum af bílaplaninu. Restin af deginum hans er hann syngjandi og dansandi einsog venjulega, sefur og borðar vel. Svo ekki liggur þetta djúpt hjá honum greyinu.
Væntanlega líður þetta hjá einsog allt annað.... þessi "líða hjá" tímabil eru bara erfiðust á meðan á þeim stendur.

07 janúar 2008

Stóri strákurinn sem hjólar á stóra hjólinu og sefur í stóra rúminu


Posted by Picasa


Posted by Picasa Það er ekki laust við að við ofnotum orðið "stórt" hér á heimilinu þessa dagana. Við vorum varla lent eftir jólafríið á Íslandi en jólahjólið hans Hilmis var sett saman og honum það fært við mikla gleði og húrrahróp. Stórustrákahjól handa stóra stráknum okkar. Hann hefur fengið að prufukeyra það útivið í skjóli þarsem ekki hefur snjóað... og já.... svo innivið en hér hjólar hann í hringi á allmiklum hraða. Hjálparadekkin krækjast í hurðakarmana og hægja á honum við og við.

Nokkrum dögum síðar ákváðum við að kaupa loksins margumtalað barnarúm (athugið, ekki ungbarnarimlarúm heldur krakkarúm) handa drengsa sem er fyrir löngu farin að leika fimleikakúnstir við að komast uppúr rimlarúminu sínu. Við foreldrarnir nöguðum okkur í handabökin því að kvöldsvæfingin á Hilmi var eiginlega komin í klessu eftir jólafríið. Vorum því dulítið kvíðin þessari tilfæringu og höfðum (og höfum enn) rimlarúmið á stand-by inní herberginu hans.
En minn maður kom sko á óvart. Hann barasta sofnaði einsog steinn og reyndi ekki einusinni að fara frammúr. (sjá mynd; nóg pláss í nýja rúminu og alltaf kósí að búa sér til koddahús að sofna undir)
Hádegislúrinn var heldur ekkert mál. Né heldur næstkomandi kvöldið. Kallaði meira að segja á mig þegar snuddan datt í gólfið því hann vildi að ég kæmi til að taka hana upp (en fór ekki sjálfur frammúr). Þriðja kvöldið varð að beita hann örlitlu tilltali en það var nú ekkert vesen, fór bara einusinni frammúr og hann sofnaði sjálfur að lokum. Við erum alveg ofurstollt af honum. Stóra stráknum okkar. Sjö-níu-þrettán að þetta haldist svona bara.
Bara verst að hann er ekki enn farin að sýna sömu góðu takta á stórustrákaklósettið. En það kemur bara næst ;)

03 janúar 2008

Komin heim *dæs*

Og þá erum við komin heim til Svíþjóðar aftur. Alltaf gott að koma heim þó það sé erfitt að kveðja fjölskylduna og landið góða.... þó að veðrið hafi nú alveg rekið okkur til Svíþjóðar. Var búið að vera rok og rigning í fleiri daga á Íslandi og þegar við vöknuðum í Stokkhólmi í morgun var allt snjóhvítt og fallegt.
Hilmir var til algjörrar fyrirmyndar í fluginu, sofnaði í fanginu á mér í flugtaki og vaknaði klukkustund síðar akkúrat passlega til að borða heimasmurða nestið. Svo var bara horft á bíó í ferðatölvunni, leikið sér að bílum og skoðað útum gluggann þartil við lentum. Frekar þæginlegt ! Hann réði sér svo varla fyrir kæti að vera komin heim í sitt eigið rúm og eigið dót. Átti frekar erfitt með að sofna enda búin að komast uppá lagið með að fá að vaka lengur yfir hátíðarnar. En það hófst að lokum með smá fortölum og slatta af tárum.
Við höfum nokkra daga til að koma öllu í sitt venjulega horf. Leikskólinn opnar ekki fyrr en á mánudaginn þannig að það verða rólegir heimadagar hér hjá okkur. Stefnum meðal annars á að kaupa nýtt rúm handa drengnum, komin tími til að koma rimlarúminu í geymslu enda er hann fyrir löngu farin að geta klifrað uppúr því.

Nýja árið á eftir að vera atburðarríkt fyrir okkur.
Um páskana stefnum við á að fara til Íslands enda fermist Katrín litlasystir þá. Við erum búin að heita okkur því að fara í alvöru sumarfrí með bæði börnin (Hilmi og Elísu) og stefnum við að öllu óbreyttu á sænskan Svenssonpakka í Tyrklandi í júlí eða ágúst. Elísa kemur svo væntanlega og verður hjá okkur í mánuð í sumar einsog síðast.
Hilmir verður svo þriggja ára í ágúst og fljótlega uppúr því fer hann yfir á eldribarnadeild í leikskólanum. Það verður svaka spennó því honum finnst alveg hrikalega gaman að vera inná þeirri deild (þau fara stundum í heimsókn þangað).
Næstu jól eru óplönuð en það verður erfitt að fara ekki til Íslands enda er voða kósý að vera í fjölskyldufaðminum og leyfa Hilmi að rækta tengsl við land og þjóð.
Ingó er svo með ófáar vinnuferðirnar skipulagðar. París og Seattle svo fátt eitt sé nefnt. Við Hilmir fáum þessvegna þónokkur tækifæri til að sakna pappa í nokkra daga. Ég geri kannski kall í einhvað að ferðapunktunum sem Ingó græðir á þessum vinnuferðum sínum og fæ að fara í húsmæðraorlof í vor... hmmm... aldrei að vita ;)

01 janúar 2008

Bara sprengja úti,,,

Hilmir fékk að kynnast rakettum, sprengjum og stjörnuljósum lítillega í dag þegar veður lægði seinnipartinn. Honum leist ekkert á þetta dæmi. Skelfingin yfirtók hann að lokum og hann þusti úr öruggum mömmufaðmi beint að útidyrahurðinni og heimtaði að fá að komast inn.
Þegar inn var komið vildi hann varla líta útum gluggann til að sjá tertusprengingarnar hjá nágrannafólkinu hérna í Þverásnum, við reyndum að ítreka að það væru bara sprengjur úti og hann væri því óhulltur.
Hann sannfærðist þó ekki og rauk upp með andfælum stuttu eftir að hann sofnaði loksins, endurtók bara í sífellu "bara sprengja úti!"
Sjáum til hvort hann hafi fest svefn meðan skaupið var sýnt. Vonandi heldur fólk sig bara innivið í þessu ofsaveðri sem er í gangi núna. En þá verður bara væntanlega sprengt enn meir á morgun !

Nota tækifærið hér og nú og óska öllum sem þetta lesa gleðilegt nýs árs með kærum þökkum fyrir árið sem er að líða :)
Með rok og rigningukveðju,
Begga