Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 ágúst 2007

Hilmir er orðin Kottenstrákur

Nýji leikskólinn heitir Igelbäcken og deildin hans þar Kotten. Hann er núna orðin fullkomlega innskólaður þar og það vel :) Bara einsog hann hafi alltaf verið þar ! Okkur var boðið uppá "hraðinnskólun" sem fólst í fáum en lööööngum dögum þar sem ég var með honum frá 9-14 fyrstu dagana. Frekar intensívt prógram en tókst alveg ljómandi vel. Frá þriðja degi var hann svæfður af nýju fóstrunum sínum og sofnaði barasta sjálfur ! Þær hrósa honum á hverjum degi yfir hvað hann sé duglegur að hlýða, sofnar sjálfur, borðar vel og snyrtilega (löngu hættur að nota smekk) og leikur sér af hjartans lyst daginn út og inn.
Það eina sem er og hefur alltaf verið erfitt fyrir Hilmi er að kveðja á morgnana. Núna er Ingó tekin við því hlutverki svo kannski á það eftir að ganga betur. Hann er ekki alveg jafn dramatískur við pabba sinn og það er gott ;)

Í öðrum þroskafréttum má segja frá því að honum fleytir áfram í tali og teikningu. Hann er núna farin að teikna "hluti", þ.e.a.s farin að átta sig á því að hluti og hreyfingar sé hægt að formgera á blaði. Vandar sig t.d. alveg svakalega við að draga línur, hringi og doppur í kuðli og kemur svo stolltur til okkar og segir "MÓTORHJÓL!"
Þarf að taka mynd af svoleiðis einhverntíman og birta hérna til að sýna (monta). Við bíðum ofurspennt eftir fyrstu höfuðfætlunni (4 ára).

27 ágúst 2007

Háskólanámið : Lokaupdate

Í morgun fékk ég það á hreint hvaða nám það er sem á byrja á við Stokkhólmsháskóla. Komst sumsagt EKKI inn í draumanámið en ég hafði þegar verið tekin inn í kúrsinn "Arbetsliv och Arbetsmarknad" sem er mjög svipaður hinu svo ég byrja bara þar og sé svo til með framhaldið. Hvort ég klári það þriggja ára nám sem AA-námið er eða reyni aftur að sækja um draumanámið (PAO) eftir áramót ætla ég bara að taka ákvörðun um þegar líður á haustið.
Kom mér mikið á óvart hversu óhemju vinsælt þetta blessaða PAO nám er. Voru cirka 800 manns sem sóttu um og 80 sem hefja námið svo að lokum. Ég var í upphafi nr 10 og svo nr 6 á biðlista en alls voru 14 úr mínum hóp (högskoleprov + atvinnulífsreynsla) sem komust að. Sá það strax að ef ég hefði ekki tekið högskoleprófið á sínum tíma hefði ég ekki átt veika von að komast að. Spurning hvort sú von aukist ef ég sanka að mér einhverjum háskólapoints.
Flóknar pælingar !

Dáldið svekkjó en einhverstaðar verður maður nú að byrja og sá tími sem maður eyðir í háskólanám, sama hvað það er, er varla tapaður tími... eða hvað ? ;)

Ef einhver er að spekúlera "jah... hvað er þetta AA nám nú eiginlega?" þá er hægt að lesa nánar um það hér.

26 ágúst 2007

Fjölskylduferð til Riga

Fyrsta alvöru ferðin hans Hilmirs til "útlanda" (teljum ekki heimlandið Ísland eða búsetulandið Svíþjóð með) var farin með stórum stórum báti til Riga um helgina.
Fórum með Kristjáni, Stellu og Áslaugu Eddu þeirra. Laumufarþegann bar svo Stella en þau eiga von á að sá sýni sig í október.

Báturinn sem bar okkur alla leið var jah... áhugaverður ! Hundgamall og ílla við haldinn "Regina Balticum" (Queen of the Baltic). Bar ekki nafn með rentu. En alveg ótrúlegt hvað gekk vel með börnin í svona líka hráslagalegum og fornum aðstæðum. Hilmir sofnaði bæði auðveldlega og einfaldlega báðar næturnar í neðri kojunni í níííðþröngri káetunni (sem hann datt bara einusinni frammúr). Þau Hilmir og Áslaug Edda höfðu svo félagsskap hvort af öðru bæði ofan og neðanþilja en vinsælast var þó boltalandið sem við fundum á fyrsta degi ferðarinnar.

Deginum í Riga var svo eytt í að labba borgina þvera og endilega. Tja, allavega útá markað og aftur tilbaka :) Börnin sváfu af sér það svaðalega útboð af hallærislegum fötum, skóm og smyggluðum varningi sem var að finna á einum stærðsta markað Evrópu. En fengu þó að smakka heimalagaðan plómusafa... sem við gerum fastlega ráð fyrir að hafi verið óáfengur.

Mikið gaman, mikið fjör, stefnum á aðra svona bátaferð í haust og þá kannski til Tallin eða Helsinki.
Slæmu fréttir helgarinnar fengum við svo í dag (sunnudag) hjá lækninum sem kvað Hilmi vera komin með eyrnabólgu enn eina ferðina. Alveg ótrúlegt hvað við erum orðin lúnkin við að sjá hvenær hann er komin með bólgu í eyrun, hann fær aldrei hita eða kveinkar sér að ráði en ýmis önnur kvefeinkenni komu þó í ljós. 10 daga pencilínkúr enn eina ferðina.

Posted by Picasa

21 ágúst 2007

Vegna síendurtekinna krafa: Myndaflóð !

Nýjar myndir komnar á heimasíðuna okkar :)
Maí-Júní og svo Júlí. Sumarið einsog það leggur sig. Fyrir allra hörðustu forvitnu flærnar má þarna einnig finna myndir úr nýju íbúðinni okkar.
Því miður eru myndirnar ekki í réttri tímaröð, sorry, nenntum ómögulega að fixa það.

20 ágúst 2007

2gja ára Hilmir Viktor

"Má bjóða þér Smartísið mitt ?" Gæti Hilmir verið að segja á þessari mynd sem var tekin í afmælisveislunni hans þarsíðasta sunnudag. Notuðum tækifærið þegar sem flest af fólki (og börnum) voru í bænum, degi á undan eða degi á eftir hefði nefnilega skipt öllu máli. Helga amma var heiðursgestur enda var hún viðstödd 1. afmælisdaginn líka ;) Afmæliskakan var bananakaka með súkkulaðibúðingskremi og rjóma. Lestarteinar úr smartís og kertalest með tveim ljósum. Að sjálfsögðu var íslenski fáninn líka á kökunni !! (sjá mynd)

Í dag er hins vegar formlegi afmælisdagurinn runnin upp. Hilmir fékk afmælissöng í morgunsárið og svo var tekið vel á móti honum í leikskólanum með hamingjuóskum. Verður ábyggilega sungið fyrir hann aftur og svo fær hann að velja leiki og svoleiðis fyrir deildina sína í tilefni dagsins.
Í kvöld er svo ætlunin að skreyta saman bláberjamúffins og opna pakkana sem eftir eru.
Posted by Picasa

09 ágúst 2007

Framfarir á svefnsviðinu

Ótrúlegt stökk sem við tókum með svefninn hjá Hilmi, mjög óvænt og óplanað en einstaklega jákvætt :) Hann er nefnilega farin að sofna alveg sjálfur !!
Nú er hann lagður inní rúmið sitt en í staðinn fyrir að sitja hjá honum þartil hann sofnar "verðum" við að sækja meðalið hans (Gavisconið), svo "verðum" við að fara fram og slökkva ljósin osfrv... osfrv. Hann liggur bara einsog selur í rúminu sínu og hreyfir ekki mótmælum svo framarlega sem hurðin sé opin og hann heyrir í okkur vesenast einhvað frammi. Sofnaður á innan við 10 mín.
Hetjan okkar :)

Í morgun kom hann mér svo hressilega á óvart. Við vorum að labba niðrí bílageymslu og sjáum leigubíl keyra inn götuna og stoppa við anddyrið okkar. Hilmir bendir á hann og segir "kguuujla bílinn". Ég skildi náttlega ekki baun. Dró úr honum snudduna og bað hann að endurtaka. "GUUUULA bílinn!!!" segir hann þá.
Hafði ekki hugmynd um að hann þekkti litina hvað þá gulan. Höfum mest verið að leggja áherslu á blátt og rautt en einhvernvegin virðist þessi litur hafa fests hjá honum.