Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 janúar 2007

Ekki-fréttir

Átti eftir að koma með smá ekki-fréttir hingað.... ekki-fréttir bæði vegna þess að þær eru mis-merkilegar en skemmtilegar hversdagssögur þó og svo líka vegna þess að ég hef því miður engar myndir til að fylgja frásögunum ;) !

Hilmir fór í fyrstu klippinguna sína á mánudaginn. Á alvöru hárgreiðslustofu hjá voða sætri hárgreiðslukonu sem var ekkert feimin við að athafnast með skærum á svona smápjakki. Fyrir það fyrsta neitaði hann að sitja í klippistólnum og neitaði að vera með litskrúðugu krakka-klippi-svuntuna svo það endaði með að hann sat í fanginu á mér steinhissa yfir því hvað væri verið að gera við sig. Hárdaman var eldsnögg að þessu og hann sat furðu kjurr miðað við allt saman. Kom út einsog sannur herramaður og heimaklippingin loksins farin ! Klippisvuntuleysið gerði það hinsvegar að verkum að ég var öll útí litlum sætum Hilmishárum... ótrúlega mikið sem fór af þessum litla haus.

Enn og aftur varð hann svo veikur greyið. Hver flensan og kvefpestin á fætur annari sem hrjáir hann og þá er honum haldið nauðugum heimafyrir. Í gær var veikindadagur nr. 2 og "Mömmu-og-Hilmis-dagur". Við dunduðum okkur við ýmislegt, tókum til og ryksuguðum... og bökuðum ! ÞAÐ fannst honum sko mikið gaman enda er allt í eldhúsinu alveg svakalega spennandi. Mamman mældi hveiti, heilhveiti, sykur, lyftiduft... og Hilmir hellti því svo í skálina. Afar vandvikur og duglegur. Gekk vel... þartil kom að því að hella rúsínunum í skálina... þá starði hann vel og lengi á það sem var í vogarmálinu... og demdi svo hendinni oní til að ná sér í risahnefafylli og tróð því eins hratt og hann gat uppí sig áður en ég náði að mótmæla eða stoppa hann af. ;) En muffinsin tókust nú samt alveg ágætlega hjá okkur....

Hagsýna húsmóðirin 2007

Ákvað að prófa aftur hagsýnu húsmóðurhlutverkið í því að kaupa á megaútsölu útigalla fyrir næsta vetur. Prófaði það í fyrra með alveg ágætis árangri.
Galli ársins er frá Ticket To Heaven og fékkst á heilum 50% afslætti. Keypti stærð 98 sem konan í búðinni mælti með fyrir hans verðandi aldur. Fannst bæði ógnvekjandi og skrýtið að standa þarna með þennan risagalla og ímynda mér Hilmi í honum eftir 9 mánuði eða svo..... Vona bara að útreikningurinn gangi upp og að gallinn verði ekki of stór !
Posted by Picasa

21 janúar 2007

Myndavélabrosið

Ég bara varð að setja þessa mynd hingað inn.... þetta er semsagt Hilmir að smæla fyrir myndavélina. Einlægt mjög og laust við alla uppgerð.... bara verið að brosa sínu "blíðasta" :)
Posted by Picasa

Sund á sunnudögum

Í dag fórum við ásamt Eiríki og pabba hans og mömmu í fyrsta "plask och lek" (busl og leik) sundtímann. Hilmir sýndi afbragðstakta og kom okkur á óvart því hann var sko ekki búin að gleyma neinu síðan úr ungbarnasundinu. Alveg óhræddur við vatnið, vissi nákvæmlega hvernig hann átti að halda jafnvægi í kútnum og buslaði þarna um sem mest hann mátti.
Hálftíminn var bara alltof fljótur að líða en við verðum þarna semsagt næstu 7 sunnudaga... gaman gaman !
Posted by Picasa

19 janúar 2007

Ofnæmislaus.... fyrir það mesta

Í gær fórum við Hilmir í laaaaanga heimsókn til barnalæknisins á ungbarnaeftirlitinu. Vorum þarna til að reyna að komast að því hvort og ef Hilmir væri með einhver sérstök ofnæmi því hann fær ennþá svo íllt í magan ef hann borðar hafragraut eða annað gróft kornmeti einsog dökkt brauð. Vitum ekki hvort hann sé bara viðkvæmur fyrir grófu korni, heilhveiti, höfrum eða hvað..... og vildum fá betur úr þessu skorið.
Það var semsagt gert á hann svona basic "prick-test" þarsem eru settir dropar af allskyns ofnæmisvaldandi efnum á húðina, m.a. soja, fisk, mjólk, egg, hnetum og svoleiðis. Hann kom einkennislaus úr því öllu saman svo þá var beðið um blóðpróf.
Hingað til hefur Hilmir ekkert haft á móti því þegar tekið er blóð (úr fingrinum) en núna átti að fylla 5 prófrör !! Tók óhóflega langan tíma og endaði á því að hann, ég og hjúkkan vorum öll útí blóði og Hilmir útgrenjaður og pirraður á þessu veseni. Sársaukinn við blóðprufuna var sko ekki málið heldur bara að þurfa að sitja þarna og láta mjólka úr puttanum hvern dropann á fætur öðrum fyllti algjörlega þolinmælismælinn í drengnum. Engar plastendur, glitrandi límmiðar eða plástrar voru bót í máli, því síður.

Nú tekur við vikubið eftir að fá útúr þessum blóðprufum sem vonandi færa okkur nær því að vita hvað gæti verið að angra hann greyið. Vonandi er hann bara viðkvæmur fyrir þessu kornmeti án þess að vera með óþol eða ofnæmi og þá getum við haldið áfram að forðast það þangað til hann sýnir merki um annað.

13 janúar 2007

Gossedjurið "Meme"

Posted by Picasa

Hilmir fékk margar jólagjafir og í þeim var allskonar skemmtilegt dót. Í pakkanum frá Unni ömmu á Hellu reyndist einhvað skjannahvítt, loðið og dúnamjúkt.... Hilmir leit djúpt í augun á lambinu "Meme" (á miðanum heitir það "Baba" á ensku... "meme" náttlega bara ágætis þýðing) og neitaði samstundis að sleppa takinu á því. Sofnaði rótt á jólanótt með Meme í einni og hluta af nýja plastbollastellinu í hinni.
Síðan þá er Meme fastur fylgihlutur inni í svefnherbergi og uppí Hilmisrúmi. Fær oft að fylgja með frammúr um helgar og hafa það huggulegt með eiganda sínum fyrir framan morgunsjónvarpið og er stöðugur og góður knúsvinur í raun. Hilmir verður alltaf jafn glaður að hitta þennan góðvin sinn sem bíður eftir honum að fara að lúlla.
Þau eru þarmeð orðin tvö svefnfélagar Hilmis því fyrir var þarna KusaMusa sem hefur verið til staðar frá upphafi hans daga. Góður dýragarður !
Okkur Ingó finnst að sjálfsögðu ómótstæðilegt þegar hann sofnar með Meme í fanginu og þá sannast einstaklega vel þetta með að börnin séu fallegust þegar þau sofa ;)

08 janúar 2007

Hilmir sjúklingur

Hilmir hefur geta forðast spítala frá fæðingu. Í dag breyttist það allsnögglega þegar hann fór á Astrid Lindgren barnaspítalann og það í sjúkrabíl (engar sírenur þó).
Það var nebblega hringt af leikskólanum rétt fyrir hádegi og við beðin að sækja Hilmi þarsem hann væri með smá hita og niðurgang. Sagt og gert. Hilmir sofnar svo uppí sínu eigin rúmi og þegar hann vaknar (Ingó heima með hann) fær hann þennan líka svakalega krampa/flog. Það er hringt á sjúkrabíl sem kom fljótlega (ég náði þó að bruna heim líka) og eftir að hafa kíkt á Hilmi töldu sjúkrabílskallarnir að best væri að fara með hann í tékk uppá spítala.
Þangað var brunað.... Hilmir á bleyjunni í fanginu á pabba sínum í sjúkrabílnum og gafst varla tími til annars en rétt kippa með veski og skóm.
Á spítalanum fékk hann þrefaldan skammt af hitalækkandi og verkjastillandi, blóðprufur teknar og kíkt í eyru, háls og lungu hlustuð.
Eftir alllanga bið þarsem Hilmir var orðin furðu hress og farin að hlaupa um gangana vorum við útskrifuð með þau fyrirmæli að gefa hitalækkandi, gefa krampastillandi ef til þess skyldi koma að krampinn endurtæki sig og bíða..... Væntanlega er hann með einhverja sýkingu en þarsem ekki er vitað hvar eða hvernig ætti að sjá hvort hann losaði sig ekki við það sjálfur.

Erfiður og scary dagur í okkar lífi að lokum komin.
Posted by Picasa

03 janúar 2007

Stórfjölskyldan samankomin

Þarna erum við öllsömul sem eyddum hátíðunum saman hér í Stokkhólmi. Flottur hópur með hellings af sprelli ;)
Bara hrikalegt hvað tíminn er fljótur að líða. Sara og Gísli eru þegar farin og afinn og amman ásamt Katrínu og Elísu fljúga til Íslands núna á laugardaginn. Hilmir á eftir að verða sorgmæddastur allra held ég því unglingsstelpurnar tvær eru svo spennandi og skemmtilegar. Ef þær loka að sér er hann ekki lengi að hlaupa að hurðinni og banka þartil honum er hleypt inn. Og þær standa nú sjaldnast mátið að gera vel við guttann. Verður tómlegt og hversdagslegt í komandi viku .....

En 2007 er komið til að vera ! Við erum strax farin að skipuleggja árið og búumst við að koma til Íslands um páskana að öllu óbreyttu. Sumrinu verður hinsvegar eytt hér í Svíþjóð og hver veit nema við stelumst einhvað til sólarlanda líka ;)