Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 júlí 2011

Sumarhiti

Þegar það er heitt... FUNheitt úti er ágætt að geta kælt sig niður í einkalauginni útá svölum ;)
Posted by Picasa

Yngri og eldri útgáfan


Jújú, enn og aftur er hægt að staðfesta bræðrerni þessara tveggja eintaka okkar. Þessi fjögur og hálft ár sem skilur þá félaga að fer óðum minnkandi þessa dagana. Þeir geta "leikið" "saman" (lesist: Hilmir stýrir honum í leik) en það er alveg merkilegt hvað Valtýr lætur ekki valta yfir sig. Skýr og greinileg orð hafa komið fram á leikstundum þeirra; "NEI!" og "HÆTTU!". Önnur orð eru svo : búnn (búin), apa (api á sænsku), titta (sjáðu), burrrr (bíll), atta! (akta/passa sig), bau (brauð), osss (ost), dah (drekka).

Í næstu viku verður Valtýr 18 mánaða, eins og hálfs árs markinu náð, og því fagnað með ferð á ungbarnaeftirlitið þar sem hann verður ástandsskoðaður og sprautaður í lærið. Læt vita af því þegar yfir er lokið ;)


Posted by Picasa