Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 ágúst 2006

Dagis-sögur (og starfsfólkið)

Hilmir á sinni annari innskólunarviku á leikskólanum. Fékk að prófa að sofa lúrinn sinn þar í fyrradag og það gekk ágætlega (eftir að hann var búin að rúlla sér á dýnunum hjá öllum krökkunum, prófa koddana þeirra og stela snuddunum), sofnaði þá og svaf í 40 mín. Næsta dag var aðeins auðveldara að sofna og þá svaf hann sinn venjulega 1 klst og korterslúr. Vaknar svo eldsprækur og vill leika meira.
Skilaði honum af mér í morgun og hann leit varla við til að kveðja.... tók bara beint á rás inn til hinna krakkana. Mamma hvað ? ;) Þarna var svo einhver annar strákur örlítið eldri sem var verið að innskóla, grét og grét með dudduna fasta uppí sér, hangandi dauðahaldi í pabba sínum.
Ekki Hilmir...oneee. Ekki enn allavega !

Það eru ákveðnir karakterar þarna á leikskólan sem við Ingó skemmtum okkur við að tala um og lýsa... lesendum þessa bloggs til ánægju og yndisauka verð ég að deila þessum lýsingum;
Mia er augljóslega eini almennilega faglærði leikskólakennarinn á staðnum. Hún er ljúf og góð, skynsöm og alúðleg kona á miðjum aldri. Hún veit hvað maður er að tala um þegar maður ber upp spurningar og hugleiðingar. Hún lætur börnin bíða þartil fullorðna fólkið er búið að tala og segir þeim þá að gjöra svo vel að bera fram spurningu sína. Mjög uppeldisfræðilegt allt saman. Hún er hárug mjög, svo hárug að ég held að hún hljóti að splæsa á sig laserfjarlægingaraðgerðir fljótlega. Sem betur fer eru hárin ljós þannig að það er minna áberandi.
ClairY (við höfum ekki hugmynd um hvernig á að bera nafnið fram eða skrifa það) er sterastubbalína á mínum aldri. Þriggja barna móðir. Hefur enga félagslega foreldratakta og stuðar okkur Ingó alveg hrikalega... sérstaklega mig. Tók ábyggilega starfið afþví það er svo nálægt æfingastöð. Fer örugglega beint eftir vinnu að lyfta. Brjóstalaus með öllu og tekur definetly bekkpressu í +100.
Manuel (a.k.a Manny the Nanny) er sterastubbur á svipuðum aldri og stubbalínan. Krulluð augnhár mjög. Segir fátt. Veit ekki afhverju hann er að vinna þarna (nálægð við æfingastöð) ? Tekur ábyggilega börnin í bekkpressu þegar engin sér til. Á ekki snýtutissjú í vasanum á stuttbuxunum sínum. Vakna engar "awww en sætt" tilfinningar hjá mér þegar ég sé hann moka með genginu í sandkassanum. Hann býður bara hreinlega ekki uppá það. Á bara einn andlitssvip að bjóða uppá.
Svarta konan. Veit ekki hvað hún heitir. Segir ennþá færra en Manny the nanny. (mállaus ?) Afleysingarmanneskja. Fer fljótlega og við þurfum þessvegna ekki að tengjast henni tilfinningarböndum eða komast að nafninu. Á miðjum aldri. Börnin hópast að henni við rennibrautina. Ábyggilega blíð og góð.

24 ágúst 2006

Léttmeti

Hilmir er bæði langur og þungur, fengum það enn og aftur staðfest í dag í 1 árs skoðuninni þar sem hann mældist heil 12,4 kíló og 79 cm. Hann heillaði að venju hana Marie uppúr skónum, labbaði útum allt til að sýna henni hvað hann væri duglegur og lék við hvern sinn fingur. Í lok heimsóknarinnar fékk hann svo smá sprautu í lærið (vonda vonda fólk) en var ósköp fljótur að jafna sig og grét nánast ekkert.

Í leikskólafréttum er allt í lífsins blóma. Hann er alltaf jafn glaður að fá að komast þangað á morgnana og vill helst ekki fara þegar að því kemur klukkutíma seinna. Í dag fór hann út með hópnum sínum og fékk að sitja í tvíburavagni með norskri vinkonu sem leikskólafrökenin keyrði. Ingó bara töllti með og hélt sig fjarri.
Erum að uppskera ágætis aukaverkanir af leikskólareynslunni hans því þreytan er þvílíkt á kvöldin eftir upplifanir dagins að hann hefur núna sofið 12 tíma nætursvefn (í stað 9-10 tíma) síðastliðnar nætur. Kærkomin hvíld fyrir okkur foreldrana ;)

21 ágúst 2006

Leikskólabarnið Hilmir

Merkisdagur nr 2 (strax á eftir afmælisdeginum) er afstaðin.... leikskóladagurinn mikli.
Í dag hófst semsagt "invänjing" (aðlögun) í leikskólanum hans Hilmirs. Klukkan 9.30 mættu þeir feðgar hýrir á brá í Olympen ásamt fleiri börnum á ýmsum aldri. Þarna fékk Hilmir að leika sér að hjartans lyst í heilan klukkutíma. Leit varla á pabba sinn meðan á þessu stóð enda höfðu leikskóladömurnar orð á því hversu öruggur og ánægður hann virtist vera. Strax á morgun verður ýtt á bensíngjöfina og Ingó verður látin bíða eftir honum í öðru herbergi. Hægt og rólega farið í þetta en við vonumst nú til að þetta gangi sem smurt. Í lok næstu viku er búist við að hann verði svo heilan leikskóladag frá 9-16.....

(tek fram að þessi mynd er ekki frá því í dag, mér fannst hann bara svo leikskólalegur í nýju pollabuxunum sínum sem hann fékk að skrýðast einn rigningardaginn í síðustu viku) Posted by Picasa

20 ágúst 2006

1 árs !!!!

Posted by Picasa
Hjartabaunin okkar er orðin 1 árs, heilir 365 dagar síðan við vorum í þessum sporum. Ótrúlegt en satt. Okkur finnst þetta hafa liðið í senn ógnarhratt og löturhægt. Geggjuð gleði og hamingja í bland við brjálæðislega erfiðleika og vanmátt eins og bara foreldrar upplifa gagnvart börnunum sínum.

Þessi fyrsti afmælisdagur Hilmirs er búin að leika við hann.... fékk afmælissöng og afmælisköku með kerti á... og svo nátturulega fullt af pökkum. Reyndar er hann ekki alveg búin að trixið með pakkana og varð bara voða ánægður með innihaldið á þeim fyrsta og lét hina vera þartil ég hjálpaði aðeins til með opnunina. Ef Hilmir gæti talað myndi hann segja; "Takk fyrir mig Sara og Gísli, Emilía Þórný, Afi og Amma í Þverásnum og Amma Helga !"

17 ágúst 2006

Líður að afmælisdegi snáðans

Færumst nær 1 árs afmælisdeginum hans Hilmis með hverjum degi sem líður.
Afmælisboðsgesti streymir að hvaðanæva af landinu (Helga amman ætlar að koma á morgun) og gjafir eru farnar að berast með póstþjónustunni sem hefur kallað út aukastarfslið til að sinna heimilinu (tveir vel spennandi skrautlegir pakkar komnir í hlað frá Íslandinu).
Foreldrar afmælisbarnsins hefja formlega hátíðarhöldin í kvöld með því að undirbúa sig andlega og líkamlega undir veisluhald sunnudagsins (förum í okkar "reglulega" nudd-og-svo-út-að-borða-meðan-Hilmir-fær-pössun).

Borðhald mun hefjast eftir hádegi á sunnudag (þegar Hilmi hentar að vakna af blundinum) og er von á að sérinnfluttur meistaraheimakokkur frá Íslandi (ég) muni framreiða dýrindis rétti (brunch og heimabakaða berjarjómaköku sem Hilmir fær kannski að smakka á) fyrir þá fjölmörgu afmælisgesti sem viðstaddir verða (við foreldrarnir og Helga amma).

Hirðljósmyndarinn (ég og Ingó) verður viðstaddur til að festa herlegheitin á filmu og lofum við myndbirtingu hér fljótlega eftir að afmælisbarnið hefur kvatt gesti sína (og sofnað).

Okkur hlakkar mikið til sunnudagsins enda fer "fyrsti hitt og þetta" að verða á þrotum eftir því sem Hilmir eldist. Hann fer að verða svo sjóaður kallinn ;) Fyrsti afmælisdagurinn er því dáldið atriði.... fyrir okkur allavega.

11 ágúst 2006

Innan eðlilegra marka

Ég var að átta mig á því hversu mikið púður, orka, upplýsingastreymi, bókalestur og spjall við aðrar mömmur fer í að fullvissa sig um að barnið manns sé "eðlilegt". Í forvitniskasti um daginn skráði ég mig á einhverskonar póstlista til að fá tilboð og upplýsingar sem henta einstaklega og nákvæmlega miðað við hversu gamall Hilmir er. Fæ núna 1x í viku tölvupóst þarsem subjectið er "Your 11 month and 2 week old" osfrv.. Þar er mér meðal annars boðið að taka þátt í könnun um hvað sé í gangi hjá foreldrum og börnum þeirra á sama aldri. Get þá fullvissað mig um að Hilmir sé ekki óvenjulegur heldur meira normal og innan eðlilegra marka.
Finnst þetta bæði sorglegt, merkilegt og fyndið.
Er alltaf að komast nær því að trúa því að Hilmir sé náttúruafl sem ekkert fær stöðvað. Vissulega getur maður hvatt hann til að takast að gera hitt og þetta en oftast er það hann sem leiðir okkur foreldrana í allan sannleika um hvernig hann vill hafa hlutina.
Hann hætti að drekka morgunpela sjálfur.
Hann vildi fara að borða sjálfur (með áhöldum) uppá eigin einsdæmi. Við kölluðum það frekju lengi vel.
Hann sýndi okkur hvenær og hvernig hann vill helst sofna á daginn.
Hætti sjálfur á brjósti.
Gæti talið endalaust upp.
Sumir gætu haldið því fram að við værum búin að gefast upp og létum krakkan stjórna okkur.
En by God... þegar oftast eintómir góðir hlutir koma útúr því þá nenni ég ekki að streitast á móti þessu náttúruafli sem barnið mitt er.

09 ágúst 2006

Upprennandi bóndi ?

Posted by Picasa

Posted by Picasa
Ég er agalega stollt af syni mínum. Fyrir það fyrsta þá er hann núna fullgengin. Já... hann stendur sjálfur á fætur án þess að styðja sig við og labbar um einsog alvöru krakki. Vill frekar gera þetta núna heldur en skríða. Kom okkur á óvart hvað það var stutt á milli fyrsta skrefsins og svo dagsins í dag þarsem hann gengur um fullur öryggis.

Í öðru lagi þá er hann upprennandi bóndi/gröfustjóri/Formúlu 1 akstursmaður eða einhvað álíka. Allavega hefur hann alveg óhemju gaman af allskyns ökutækjum og gekk næstum af göflum af hamslausri gleði þegar hann fann þennan mínítraktor í sveitaferðinni okkar um síðustu helgi.

08 ágúst 2006

Torphelgin okkar

Verð að hripa hérna niður ferðasögu okkar fjölskyldunnar þessa helgina... hrakfallahelgin mikla sem endaði þó vel.
Fengum "bústað" (sem svo kom í ljós að var hjáleiga hjá elda pari... húsið "okkar" stóð í bakgarðinum hjá þeim) yfir helgina og ætluðum að vera þar í mínísumarfríi í sveitinni. Villtumst hrikalega á leiðinni þangað og enduðum á því að eyða 4-5 tímum í að koma okkur á áfangastað. Bakaleiðin heim tók 1 1/2 tíma því þá keyrðum við rétt ;)
Gleymdum helmingnum af matnum heima, þar á meðal öllu kjöti og ferðabarnarúminu sem við höfðum fengið að láni. Við vorum hreinlega farin að spá í að snúa við þegar við komum þarna fyrsta kvöldið og okkur leist ekkert á blikuna. Fannst við allavega ekki að fá peninga okkar virði miðað við first impressions á kotinu. Ákváðum þó að sjá til og gá hvernig Hilmir tæki sveitinni. Bjuggum um hann í svefnsófanum með fullt af heimagerðri koddagirðingu til að varna því að hann kæmi sér útúr í skjóli nætur. Hann vaknaði næsta morgun í sólskinsskapi, eyddi dágóðum tíma í að kanna pleisið að innan og eyddi svo restinni af helginni í að kanna pleisið að utan.... borða sand, gras, möl, sjó, pöddur og heilsa uppá hundinn. Fólkið sem á heima þarna var yndislegt og dáðust að Hilmi við hvert tækifæri. Buðu okkur með sér að synda sem við þáðum að sjálfsögðu enda elskar Hilmir að fá að busla. Þetta var semsagt allt frekar kósí og heimilislegt og það var með hálfgerðum trega að við kvöddum Ulf og Inger í gær. Þau tóku meira að segja upp kartöflur og gulrætur úr garðinum sínum handa okkur !
Hilmir tók þroskakipp hreyfilega séð af öllum breytingunum og nýja "inputtinu" og er núna farin að labba útá mitt gólf, beygja og halda svo bara áfram göngutúrnum einsog ekkert sé, dettur svo niðrá bossa þegar hann er komin með nóg af æfingum. Ingó segir að hann sé núna orðin "fullgengin" en ég bíð ennþá eftir að úrskurða hann það þartil hann er hættur að skríða. Komumst að því að hann elskar tröppur því hann var ennþá að skemmta sér við að fara upp og niður, upp og niður þegar við fórum.
Helgin var semsagt furðuleg og óvænt fín... og við foreldrarnir komin með 2gja ára brúðkaupsafmælið sem staðreynd.

02 ágúst 2006

Júní & Júlímyndir

Enn og aftur eru komnar inn nýjar myndir á heimasíðuna okkar ! Settum inn alveg hellings frá því í júní og júlí sem eru búnir að vera bæði bissí mánuðir og uppfullir af heimsóknum ýmiskonar frá Íslandinu ;)

01 ágúst 2006

Getraunaúrslitin

Ég áttaði mig skyndilega á því að sigurvegari í "spurning/getraun dagsins" væri komin í ljós ! Þó Hilmir sé ekki farin að ganga um gólf af fullkomnu öryggi þá er hann vissulega búin að taka sín fyrstu skref og endurtekur þau með enn meira öryggi og gleði með hverjum deginum sem líður. Núna dettur hann ekki lengur í fangið á manni eftir að hafa hætt sér yfir gólfið einn síns liðs og óstuddur heldur finnst honum mest spennandi að ná að stoppa sig af og standa svo montinn fyrir framan mann.. ánægður með árangurinn :)
Sigurvegarinn er semsagt Sara sem gískaði á að hann myndi taka skrefin að tveim mánuðum liðnum frá því spurningin var borin upp. Svo varð úr (plús eina viku reyndar...) !
Sara; heiðurinn af því að hafa gískað rétt er þinn.... verðlaunin færð þú afhend næst þegar þú kemur ;)

Í talfréttum er þetta helst
Hilmir eykur orðaforðann með hverjum degi og núna segir hann;
- mamma
- pabbi
- mamm-ba (samheiti yfir okkur bæði)
- takk ! (lærði þetta af Eiríki vini sínum sem er voða kurteis drengur)
- datt
- nei
- burrrrrrrrr (bílahljóð)
- bah bah (bæ bæ)
og svo á sænsku !
- tídda (titta; sjáðu!)