Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 júlí 2007

Boys will be boys



Hilmir er strákur. Þessvegna er kannski ekkert rosalega skrýtið að hann skuli vera með einlægan áhuga á vinnuvélum ýmiskonar þessa dagana. Eftir að við færðum barnabílstólinn hans svo hann snýr í akstursstefnu sér hann svo rosalega vel útum gluggan á bílnum og nýtur þess í botn að kíkja eftir gröfum, traktorum og öðrum spennandi bíltækjum. Getum loksins farið í langa bíltúra !
Uppáhalds sjónvarpsefnið er í sama dúr. Þáttur sem kallast "Stora maskiner" og fjallar ósköp einfaldlega um vinnuvélar. Hver þáttur tileinkaður sérstöku tryllitæki og sýnir t.d. ítarlega hvað grafan gerir. Mjög athyglisvert að Hilmirs mati.
Fyrir extra forvitna og vinnuvélaáhugasamt fólk má sjá þættina á netinu;

Storar vinnuvélar !

24 júlí 2007

Símsamtal foreldra á milli (lesist bara af þeim sem þola)

Símsamtal á virkum degi, eftir hádegi.
Pabbinn: Já og veistu hvað ?!
Mamman: Nei... hvað ?
P (þvílíkt stoltur): hann pissaði TVISVAR í klóið í morgun !
M (alveg rosalega impressed): váááááhhh !!!

Og svo er rokið beint útí búð og keypt svona barnaklósettseta handa pjakknum sem núna augljóslega er búin að hafna báðum koppategundunum sem við buðum honum uppá.
Stór skref tekin á heimilinu þessa dagana semsagt ;) Ég fékk rækilega áminningu í gærkvöldi þegar það var margbúið að koma til mín og segja mér "bajs, bajs! (kúkur)". Margkíkt í bleyju og ekkert hafði gerst. Tók bleyjuna en leyfði honum að vera áfram í joggingbuxunum. Stuttu seinna fann ég lyktina. Lesson learned; bajs = klósett. Hann fattaði þessa formúlu á undan mér !!!

20 júlí 2007

Þar kom að því

Erum ekki búin að þurfa að hafa neitt mikið fyrir því að halda súkkulaði og öðru sælgæti frá Hilmi, hann hefur einfaldlega ekki sýnt því neinn áhuga. Dáldið síðan hann fékk að fá ís, kökur og svoleiðis sætabrauð við hátíðleg tækifæri en þá höfum við bara valið í burtu súkkulaðikennd sætindi og alvöru nammið.
Í síðustu viku þegar við vorum uppi í bústað vaknaði þó áhuginn þegar á borð var borin súkkulaðikaka með súkkulaðikremi og litríku strössel.
Óvell... hann er nú að verða tveggja og hingað til verið nokkuð vel "sykurlaus" svo við leyfðum honum að fá smá bita. Algjört namminamm en ég læt nú vera að honum fyndist þetta einhvað mergjað. Eftir örfáa bita var hann búin að fá nóg og hélt bara áfram að leika sér.
Posted by Picasa

18 júlí 2007

Tveggja orða setningar

Þegar maður er að verða tveggja ára er það stórmál og ákaflega merkilegt að geta aulað útúr sér tveggja orða setningum. Þær eru að verða fleiri og fleiri hjá Hilmi. Setningar einsog "Hilmir borða", "Elísa koma" og "Drekka vatn" skjóta upp kollinum. Jafnvel að þriggja orða setningar fljóti með "Mamma koma ÚT".
Í gær fattaði hann svo að setja forskeytið "ingen" (ekkert/engin) fyrir framan annað orð. Úr því kom "ingen babú". Hann heyrði nefnilega hljóðið af slökkviliðsbíl, hljóp útaf veitingastaðnum sem hann var á með pabba sínum en kom svo vonsvikin tilbaka.

Þeir feðgar eru annars heima við þessa dagana í sumarfríi meðan ég vinn baki brotinu og Elísa er á hestanámskeiði hjá föðurbróður sínum í Riddarhyttan. Næstu viku verður þó stórasystirin komin aftur í bæinn til að gera þeim félagsskap.

17 júlí 2007

Háskólaupdate frá Beggu !

Spara mér tíma og næ til sem flesta með því að gefa nýjustu fréttir af "kemst-Begga-inn-í-draumanámið-í-haust" hér á blogginu.

Var semsagt að fá 1. antagningsbesked (inntökuskilaboð) og samkvæmt því er ég númer 10 á biðlista í PAO námið (mannauðs- og atferlisfræðin) en er komin 100% inn í varanámið sem ég sótti um, stuttan kúrs til jóla um starsfmannastjórnun. Ég svara núna þessu jákvætt, að ég vilji semsagt vera áfram á biðlistanum og að ég vilji halda áfram að hafa hitt sem vara.
Svo er bara að sjá hversu margir sem hafa fengið jákvætt í PAO hætta við. Að sögn fróðra háskólastúdenta eru cirka 40% sem hætta við og velja einhvað annað eftir 1. inntökuskilaboðin. Samkvæmt því er ég þess vegna nooookkuð örugg á PAO í haust. Ekki svo margir sem þurfa að hætta við til að það sé pláss fyrir Begguna ;)
2. inntökuskilaboðin koma 9. ágúst. Ofurspennt !!!

15 júlí 2007

Vatnseðlisfræðingar

Skítt með það að farið var á jarðaberjaengi og tínd fersk sænsk jarðaber bæði í ílát og munna. Skítt með það að það var pikknikkað á yndislegu túni með öllu uppáhalds fólkinu sínu í blíðviðrinu.... það var rennandi vatn þarna !
Bakkabræður þeir Eiki og Hilmir áttu margar góðar stundir þá viku sem við eyddum með Eika og foreldrum hans í sumarbústað útá landi. Bestu stundirnar voru þó í kringum rennandi vatn, hvort sem það kom úr krana, slöngu eða stöðuvatni/á. Held þeir hafi lært margt um eðli vatns á þessari viku. Til dæmis hvernig er hægt að drekka beint af stút án þess að verða blautur í framan. Og að manni verði skítkalt ef maður stendur í vatnssullinu of lengi.
Good times.
Posted by Picasa

06 júlí 2007

Handstöður í sumarsól

Sést ekki á myndinni hvað var rosalega mikið rok þegar við fórum á ströndina en sólin skein þó og bjargaði málunum.
Hilmir og Elísa dunduðu sér lengi við í hálfköldum sjónum við drullumall og busl ýmiskonar. Hilmir hermir eftir stóru systur sinni í einu og öllu og er skyndilega orðin mikill áhugamaður um kollhnísa og handstöður ;) Fær smá hjálp við þær kúnstir einsog myndin sýnir...
Posted by Picasa