Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

10 júní 2009

Allt er gott sem vel er vængjað

Þegar einum fasa eða tímabili lýkur tekur annað við. Þetta erum við búin að komast að og sannreyna margoft á undanförnum mánuðum og árum. Hversu furðulegt sem æðið er verður að virða það og gefa honum tækifæri til að rækta það.
Stundum... þá er það bara dáldið erfitt.
Einsog núna.
Núna er það sjónvarpsþátturinn Winx Club á Nikolodeon. Hann getur horft á sama þáttinn mörghundruð sinnum í röð (ef hann fengi tækifæri til þess). Það versta sem maður getur gert er að horfa á þetta með honum. Fæ eiginlega bjánahroll strax eftir 2 mínútur. Gullkorn einsog "ég ætla að útrýma þér með samansöfnuðum krafti mínum!" geta fest sig inní minnið hjá manni og ekki farið þaðan í fleiri fleiri daga. Svo finnst litla femenístanum inní mér að þetta sé algjör móðgun við kvennímyndina, allar aðalpersónurnar eru einsog barbídúkkur í magabolum, 2gja metra langar lappir og óeðlilega stór brjóst miðað við að þær eigi að vera á unglingsaldri.

En þetta elskar hann og dýrkar.
Svo mikið að hann vaknar á morgnana og segir "Mamma... ég vil verða ALVÖRU älva (álfastúlka)". Og svo hleypur hann um með áföstu bleiku glimmervængina sína... svona þartil óskin um að verða alvöru álfur rætist.

03 júní 2009

Táslunum dýft

Fyrsta strandarferðin á þessu sumri var farin síðasta sunnudag í steikjandi hita og glampasólskini. Hilmir var ekki lengi að skræla af sér fötin og hoppa útí vatnið... með táslurnar allavega ! Reyndar var hann komin alveg ískyggilega djúpt stuttu síðar svona miðað við að vera kútalaus en þessi baðströnd er svo barnvæn að busl-hlutinn er hafður passlega djúpur og vel varin með bryggjuhluta svo maður getur setið með lappirnar oní og fylgst með krakkaorminum sínum... já og tekið myndir.
Við stefnum sko á að fara þangað oft á komandi mánuðum !! Playa la Rösjöbadet sko ;)
Posted by Picasa

02 júní 2009

"talaðu sænsku mamma!"

Hilmir hefur aldrei beðið mig (svo ég hafi heyrt eða muni eftir) að tala sænsku við sig. En í dag kom skýr og greinileg beiðni. Við vorum í smá leiðangri með Idu og mömmu hennar eftir leikskólann og rölltum saman í átt að kolónílottinum til að vökva eftir þurrkinn undanfarna daga. Spjölluðum nátturulega við þær mægður á sænsku en þegar kom að því að segja einhvað sérstakt við Hilmi ("ekki setja fótinn á kerrudekkið" eða "viltu vatnssopa") þá skipti ég yfir á íslensku.
Hilmir situr í kerrunni og setur inn beiðni um athygli frá mér "mamma?" og ég svara á íslensku "já?". Þá kemur frá honum "mamma talaðu sænsku núna" !
Í fyrsta lagi fannst mér ótrúlegt að hann skyldi nema hjá mér íslensku á einu orði. Í öðru lagi fannst mér fyndið að hann væri að taka tillit til þess umhverfis sem við vorum í. Hann var svo augljóslega að átta sig á því að mægðurnar Ida og Lotta væru ekki að skilja íslenskuna okkar því að það sem hann vildi spyrja mig að (á sænsku) var afhverju Anton (litli bróðir Idu) væri með bleyju ! :)

Mér hefur annars fundist hann farin að verða betri í sænsku heldur en íslensku. Því miður en svona er það. Heyri alveg muninn þegar hann er að tala við Svíana, orðaforðinn bara svo miklu stærri og hann þarf ekkert að hugsa sig um. En seiseinú það hlýtur að kippast í lag þegar hann kemst í al-íslenskt umhverfi.... einhverntíman.