Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 september 2009

Skylduskoðun

Frá upphafi daga Hilmis hef ég samviskusamlega skráð inn allar skylduskoðanirnar á BVC (barnavårdcentralen)hérna á blogginu. Ekki má nú verða breyting þar á ;)

Við mæðgin örkuðum semsagt að hitta Charlottu barnahjúkku í hina skyldubundnu 4 ára skoðun. Þar var Hilmir látin skoða stafi á spjaldi (augnskoðun), hlusta eftir hljóðum í sérstöku headsetti (heyrnaskoðun), ganga eftir línu á gólfinu, þræða perlur á band, nefna liti á perlum, segja hversu margar perlur væru á borðinu og teikna bæði stafi og mynd handa barnahjúkkunni sem fylgdist vel með og hrósaði honum óspart.

Að sjálfsögðu brilleraði litla lukkutröllið okkar í þessu öllu saman og barnahjúkkan tók fram að hann væri.. einsog við öll vitum... "langt á undan jafnöldrum sínum í þroska og framförum". Gaman að fá að heyra og staðfest þarmeð að jafnvel þó hann eigi erfitt með að telja lengra en 4 án þess að ruglast þá á hann ekki í neinum vandræðum með að leggja saman og draga frá og "sér" lægri fjölda hluta (frá 1 og uppí 3) án þess að þurfa að telja hvern og einn fyrst.

Svo þegar hún bað hann að teikna "mannveru" þá tók hann það aðeins lengra og teiknaði handa henni þessa líka fínu stelpu með sítt hár, í bleikum bol, appelsínugulum buxum og skóm. Geri aðrir betur ;)

Í verðlaun fyrir dugnaðinn fékk hann sitt fyrsta tattoo. Fyrir valinu varð óskaplega fínt marglitað fiðrildi sem barnahjúkkann setti á framhandlegginn á honum svo hann gæti stolltur sýnt öllum leikskólavinum sínum í dag.
Posted by Picasa

22 september 2009

Bumbulíf á 21. viku (5 mán)

Posted by Picasa Við þurfum aðeins meira að rembast við að muna eftir bumbuljósmyndatökunum miðað við fyrri meðgönguna... þá var óþreyjan aðeins meiri. En núna er allavega einn fjölskyldumeðlimurinn ofurspenntur og fullur eftirvæntingar ! Hilmir skoðar bumbuna mína daglega, strýkur blíðlega, talar og syngur til litla bróðurs. Hann er ekki ennþá búin að ná að vera kjurr með litlu hendina sína á kúlunni nógu lengi til að geta fundið fyrir hreyfingunum sem eiga sér stað þarna inni en það er væntanlega ekki langt í það.
Fer allavega ekkert á milli mála að þetta er mjúkur og hlýr koddi sem er þarna framaná mér ... (sjá mynd), sem er þar að auki hægt að tala við útí það óendanlega án þess að nokkuð svar berist tilbaka ;)

Posted by Picasa

13 september 2009

Flottustu vettlingar EVER !

Hilmir á sérstaka vettlingaömmu í Þverásömmunni sinni. Hún handprjónar á hann vettlinga sem bæði smellpassa og eru úr uppáhaldslitunum hans. Ekkert slor á drengnum ;)
Posted by Picasa

Stórasystir, litlibróðir og....

Alltaf er nú gott að eiga stóra systur. Hilmi finnst það allavega og hefur notið þess útí fingurgóma að hafa hana Elísu sína hjá okkur hérna í 10 heila daga. Algjör örheimsókn og mikið um að vera svo hægt væri að ná að gera allt sem þarf (versla aðallega og svo fara í Gröna Lund) með unglingsstúlkunni okkar allra.
Hilmir fékk loksins tækifæri til að sýna stöðutáknið hana stóru systur sína í leikskólanum en hún sótti hann í dagslok í heila viku. Hann hefur nefnilega ekki verið tekin trúanlegur hingað til þegar hann hefur sagt krökkunum frá stóru systur sinni sem býr á Íslandi. Þar sem hún var þeim ósýnileg þá var hún barasta ekki til. En nú fengu sannarlega allir að sjá ;)

Til að leysa þrautina sem lögð var fram í síðasta innleggi get ég frætt þá sem það vilja vita að flestir höfðu rangt fyrir sér um kynið á bumbubúanum ! Ó seisei já. Samkvæmt sónarnum þá eigum við von á "litla bróður" þarna í lok janúar. Engin efi á því þegar sónartækinu var beint að bossanum og þarna á milli lappana sýndi sig kynið svo ekki væri um villst. Alveg samkvæmt áætlun hjá okkur enda sáum við alltaf fyrir okkur að eiga tvo litla prakkaraorma af karlkyni og eina stóra prinsessu sem gætir þeirra af mestu alúð ;)
Posted by Picasa

11 september 2009

Móðursysturlegar æfingar

Fékk ágætis upphitun á smábarnahaldi þegar ég fór til Íslands í síðustu viku til að vera viðstödd skírnina hjá ponsulitlu systurdóttur minni. Sú fékk nafnið Thelma Hrönn og að sjálfsögðu var hvert tækifæri óspart nýtt til að fá að halda á henni, máta og æfa sig.
Ekki það að hún sé neitt erfitt viðfangsefni þessi elska því hún er sko sátt við lífið og tilveruna, gerir lítið af því að kvarta og grætur ekki nema henni sé stórfenglega misboðið. Var dáldið fyndið þegar hún sofnaði svona líka makindarlega ofaná mér kvöldið áður en ég flaug heim... ofná einni dæld (vinstra brjósti) og með bossann oná næstu dæld (óléttubumban sem fer ört stækkandi) svo hún rynni ekki niður.
Posted by Picasa