Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 apríl 2007

Nýr leikskóli komin á planið

Fórum í morgun tvö (ég og Ingó) að skoða báða leikskólana í nýja hverfinu sem stóðu til boða núna í ágúst.
Sá fyrri var einkarekin í gömlu niðurníddu (sumir myndu segja kósí) húsnæði, vissulega nær íbúðinni okkar en gaf mér ekki góða strauma.
Sá seinni er opinberum rekstri og hluti af leikskólastarfsemi sem er rekin á tveim stöðum þarna í nágrenninu. Þar stóð honum til boða að koma á deildina "Kotten" þar sem eru 1-3 ára börn. Okkur leist mjög vel á deildina hans og þeir voru með svipuð markmið varðandi útiveru og mataræði og er á þeim leikskóla sem hann er á núna. Útisvæðið var risastórt og flott, liggur alveg uppað risastóru útivistarsvæði sem heitir Järvafältet.
Planið er sumsagt að hann byrji þarna í ágúst. Það verður með trega að við segjum bless við Olympen og hæ við Igelbäcken. Vona virkilega að sá nýji eigi eftir að eiga vel við Hilminn sjálfann :)

17 apríl 2007

Heavy Metal Himmi



Það er ekki seinna vænna að æfa handtökin á gítarnum. Upprennandi rokkstjarna frá fæðingu. Sofnaði oft á öxl pabba síns við ljúfa/harða tóna Velvet Revolver. Það var alltaf okkar seinasta útleið til að fá hann að sofna ef honum leið einhvað ílla í mallanum. Spila smá rokk. Fékk líka snemma nafnbótina Heavy Metal Himmi frá Óla Emilíupabba. H.M. Himmi virkar líka sem "His Majesty" Himmi. Getur ekki klikkað.

Framhaldssagan af sjúklingnum

Álit okkar á sænskum læknum er ekki að aukast. Því síður. Eftir rúmlega tveggja vikna pencilínkúr fór Hilmir að ókyrrast. Einhver kvefvírus kom í kauða sem pencilínið var ekki einusinni að reyna að slást við. En hóstinn góðkunningi okkar bankaði uppá aftur. Og það á nóttunni ! Aumingja Hilmir fékk hóstakast um leið og hann slakaði á. Það voru semsagt vaktaskipti hjá okkur Ingó tvær nætur. Svo gáfumst við upp og fórum á barnalæknavaktina á spítalanum.
Þar var okkur sagt að hætta bara með hann á pencilíninu (jafnvel þó það væri vika eftir af skammtinum) og gefa honum tvöfaldan alvedonskammt (jafnvel þó hann væri ekki með hita eða verki) ásamt því að hækka undir höfuðgaflinn á rúminu.
Þeir vildu ekkert tala við okkur um hvort þetta gæti verið astmi eða bakflæði einsog íslenski barnalæknirinn hafði nefnt sem möguleika í ofanálag við lungnabólguna. Nei nei.. enga vitleysu.
Sem betur fer létum við ekki svona útskýringar nægja. Hringdum í íslenska barnalæknirinn til að fá smá viðbótarálit.
Hann sagði að halda áfram með pencilínkúrinn en prófa að gefa honum Gaviscon mixtúru sem oft getur hjálpað við bakflæði.
Sagt og gjört.
Hilmir svaf einsog engill í nótt. Ræskti sig ekki einusinni. Við vöknuðum klukkan 3 og gáðum hvort hann væri ekki örugglega á lífi.
Drengurinn semsagt með bakflæði sem eykst auðvitað þegar hann er búin að vera svona lengi á pencilíni.
Bú á sænska barnalækna.
Hipphúrra fyrir Doktor Sigurði.

11 apríl 2007

Mar hættir aldrei að hafa gaman af...

Feðgarnir í íslenskri náttúru. Ljósbrúngulu "grasi", í ofsa góðu veðri (alveg bara.... ekki rok! en kuldagallahæft) og úrvals sandkassa í formi sumarbústaðarinnkeyrslugrjóts.
Þessi mynd var semsagt tekin í sumarbústaðarferð með Írisi, Óla og Emilíu núna um páskana. Ingó og Óli voru sem ánægðastir ef þeim var hleypt í gröfuna sem var í sandkassanum, minnti þá á barnæskuna þegar hálfhættuleg leikföng var að finna útá róló. Alvöru börnin létu sér nægja að moka grjótinu í fötu.
Posted by Picasa

Páskar on æsland

Páskadvölin þetta árið (eins og svo mörg ár á undan) var á Íslandinu. Vorum þar í faðmi fjölskyldunnar frá 1. - 10. apríl og var eins og venjulega þegar stórfjölskyldan kemur saman mikið étið, hlegið, spjallað, prjónað og já... étið. Komum vel kringlótt og súkkulaðifyllt tilbaka. Nema náttlega Hilmir sem kom bara vel pensilínfylltur tilbaka.
Og þá kemur læknasagan mikla;
Eins og glöggir lesendur þessa bloggs vita hefur Hilmir verið óvenjulega mikið kvefaður, fengið eyrnabólgur og augnsýkingar ásamt því að hafa hóstað á jafnt nóttu sem degi í svo marga mánuði að við mundum ekki nákvæmlega hvenær það byrjaði. Heimilislæknirinn okkar hér í Svíþjóð ásamt einum barnalækni voru búnir að hlusta og skoða hann, gefa út recept fyrir allskyns hóstasaftir ásamt því að skammtímapencilínlækna eyrnabólgurnar eftir þörfum. Ekkert meir en það enda héldum við Ingó að við værum bara svona agalega paranojd og óþolinmóðir foreldrar að við ættum nú ekki að kvarta þó barnið væri búið að vera mikið lasið. Svona bara gerðist þegar börn eru á leikskóla.
Sem betur fer eigum við nú góða að sem geta sagt okkur til (Sara systir sem gefst ekki upp á að suða) og fengum við tíma hjá barnalækni daginn eftir að við lentum á Íslandi. Sá læknir var ekki lengi að komast að meininu hans Hilmis; lungabólga, kinnholusýking og eyrnabólga ! Takk fyrir kærlega ! Drengurinn komin á þriggja vikna breiðvirkan pencilínskammt og engin smá munur á skottinu okkar. Höfum ekki þurft að snýta honum í fleiri daga og hóstinn alveg horfin. Sefur einsog lamb á nóttunni okkur til mikillrar gleði.
Það þurfti semsagt íslenskan barnalækni og röntgen.
Spurning hvort við þurfum að fara að sækja alla barnalæknaþjónustu heim. Furðulegt.

Set inn myndir fljótlega frá páskunum á Íslandi.