Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

29 desember 2005

Skírnardagurinn 29. desember

Posted by Picasa Hilmir Viktor var skírður í dag hér í Þverásnum á sama stað og móðursystir hans 11 árum áður. Presturinn var séra Þórhildur Ólafs sem gifti okkur foreldrana í ágúst í fyrra í Dómkirkjunni.
Athöfnin og dagurinn allur var alveg ljómandi fínn, Hilmir sýndi allar sínar bestu hliðar... brosti og hjalaði í gegnum skírnina sjálfa og lét sig hafa það að ganga milli gesta og vera myndaður í bak og fyrir... og það í kjól ! Að athöfn lokinni hélt hann í fjölskylduhefðina og sofnaði vært í skírnarkjólnum sínum.
Kjóllinn var saumaður sérstaklega (enda ekki furða þegar amman er kjólameistari!) fyrir Hilmi úr hrásilki sem við Ingó höfðum keypt í Singapore þegar við vorum í brúðkaupsferðinni þar í fyrra, á honum voru svo m.a. perlur sem höfðu verið afgangs af brúðarkjólnum mínum. Að sjalfsögðu var ég, móðir skírnarbarnsins, líka í séraumaðri hrásilkisskyrtu ;)

25 desember 2005

Fyrstu jól okkar sem fjölskylda

Einsog vera ber eru hér í Þverásnum tekin fjöldinn allur af fjölskyldumyndum á jólunum. Var gerð undantekning í gærkvöldi og myndirnar teknar FYRIR mat þannig að Hilmir væri í sínu fínasta formi á útkomunni. Hann entist semsagt í jólafötunum sínum og skóm í 2 klst, grauturinn var étin á mettíma þarsem foreldrarnir skrýddust varnarbúnaði (svuntum) yfir fínu fötin meðan aðrir borðuðu jólaöndina og drengurinn var sofnaður 20.30 !

P.s. já, hann er í spariskóm... nei ég veit að þeir verða ekki oft notaðir og já hann vex uppúr þeim einsog skot. I don´t care... it´s cute ;)Posted by Picasa

23 desember 2005

Gleðileg jól !

Posted by Picasa Fyrstu jól Hilmis Viktors eru að fara að ganga í garð og á þeim degi mun hann skrýðast glænýjum jólafötum, spariskóm og snæða graut með bestu lyst með smekk sem á stendur "my first christmas".... æji stundum er bara alltof gaman að vera Hilmis-mamma og fá að komast að versla eftir vikulanga innilokun á Íslandi !

Sendum öllum einlægustu jólakveðjur :)

Begga, Ingó og Hilmir Viktor

22 desember 2005

Þroskakippurinn stóri

Við Hilmir höfum nú verið á Íslandi síðastliðna viku í góðu yfirlæti í afa- og ömmuhúsi Hilmis. Allt þetta nýja fólk, nýjar aðstæður, áreiti ýmiskonar..... gerði það að verkum að Hilmir tók svakalegan kipp á þroskastiginu. Skyndilega fór hann að nota báðar hendurnar til að skoða dótið sitt og færa uppað munninum til að smakka, hjalið tók á sig nýjar breiddir og víddir með nýjum hljóðum og "orðum". Og morgun einn þarsem hann var berrassaður á leikteppinu sínu snéri hann sér yfir á magann ! Ég varð ekkert smá hissa ! Hann var ekkert búin að vera að æfa sig á þessari hreyfingu og bara allt í einu kom það :) Þannig að núna fer hann í báðar áttir og getur rúllað sér útaf teppinu á nokkrum mínútum.
Grautarátið hefur líka gengið vel þó hann sé ekki komin uppí heilan skammt ennþá þá tekur hann vel við og virðist ekkert fá í magann af þessu. Vegna allra framfaranna hefur hann líka sofið vel á daginn, allt uppí 4 tíma í einum rykk þartil ég hef séð mig neydda til að vekja hann svo ekki verði vandamál með kvöldsvefninn. Var samt orðin alveg agalega þreytt á því að leika einstæða móður, sérstaklega á nóttunni þegar þarf að sinna honum með bleyjuskiptum, brjósta- og pelagjöf... og svæfa svo aftur. Ingó kom í gærdag til landsins (jibbí skibbí) þannig að núna er það vandamál leyst. Komin aftur í tveggjamanna liðið :)

12 desember 2005

Fín eðlisávísunin

Nokkuð er hún góð mömmu-eðlisávísunin sem ég er með !
Fórum í viktun á BVC í dag og skv. þyngdaraukningu er Hilmir ekki að þyngjast nóg miðað við þá kúrfu sem hann ætti að vera í skv. lengd og höfuðummáli. Fékk því skærgrænt ljós á að byrja að gefa honum graut og það nú þegar :) Marie (barnahjúkkan okkar í ungbarnaeftirlitinu) sagði að líklegt væri að hann væri með óþroskað efra magaopið og þessvegna ælir hann svona mikið og á erfitt með að halda brjóstamjólk og/eða þurrmjólkinni niðri og er þessvegna stanslaust að vilja meira. Grauturinn hinsvegar á að liggja betur og þyngra í maga sem er akkúrat það rétta fyrir hann.
Þorði ekki að segja henni að ég væri þegar byrjuð... sagðist bara ætla að skella mér á fyrsta smakk í kvöld!
Hilmir tók annars dæmalaust vel í grautarsmakk no. 2 og kyngdi vel og vandlega öllu sem uppí hann fór. Lét meira að segja í sér heyra þegar ég ætlaði að ganga frá afganginum og segja komið nóg í bili þannig að við létum eftir honum nokkrar munfyllir í viðbót :)

11 desember 2005

Gimme food !

Posted by Picasa Lapþunnur grautur var testaður í fyrsta sinn í dag nú þegar drengurinn okkar er orðin 16 vikna og eins daga gamall..... veit ekki hvort okkur foreldrunum eða honum hafi legið svona mikið á... líklega þeim fyrri ;) Gátum ekki beðið í þessa 9 daga í viðbót eftir að hann yrði formlega 4 ra mánuða einsog lög gera ráð fyrir.
Magnið var nú ekkert hrikalegt enda viljum við ekki ofbjóða jólaálfinum okkar. Honum fannst voða spennó að smakka á því sem var í skeiðinni og velta því uppí sér áður en hann kyngdi helming og slefaði hinum helmingnum útúr sér.
Sjáum til hversu æstur hann verður í þetta næst þegar býðst....

07 desember 2005

Ást í leynum

Ég elska manninn sem keyrir ruslabílinn.
Ekki afþví hann er sérstaklega myndarlegur, ríkur, sexí eða sjarmerandi (gæti náttlega vel verið fjölmargt af ofantöldu... ég bara veit voða lítið um það) heldur afþví hann er geðsýkislega tillitssamur !
Hilmir sefur úti á svölum frá 12-15 á daginn. Er farin að vakna við mikil læti og þá er ég komin útá svalir að rugga honum svo hann sofni aftur. Fólk sem kemur og spólar bílunum sínum fyrir neðan svalirnar, loftvarnaflautuæfing um miðjan dag og stórir flutningabílar sem stoppa beint fyrir neðan svalirnar.... allt þetta fer geypilega mikið í taugarnar á mér og oftast get ég lítið sagt eða gert til að fá útrás á taugaveikluninni.
Nema um daginn.
Þá kom ruslabílinn og stoppaði fyrir utan í 20 mínútur með mótorinn í gangi ! Og auðvitað vaknar Hilmir. Og ég blótaði hástöfum þó engin heyrði.
Næst þegar ruslabílinn kom náði ég á bílstjórann áður en hann hljóp inní hús og bað hann náðasamlegast að drepa á bílnum því ég væri með ungabarn sofandi á svölunum. Hann varð við því án tafar.
Núna kom ruslabílinn aftur. Og viti menn ! Hann lagði við hliðina á húsinu (engin hætta að Hilmir vakni) OG drap á bílnum !
I love this man ! Hann man eftir mér og tekur tillit óumbeðin :)
Stutt á milli hjá mér... hormónar ?

03 desember 2005

Á Skansen


Í dag fórum við á jólamarkað á Skansen. Bjuggumst við og vorum búin að "time-a" daginn þannig að Hilmir gæti tekið langa (3gja tíma) lúrinn sinn meðan við værum þar í rólegheitunum. En neeeeeiiii... Hilmir er víst einhvað að myndast við að breyta svefnmynstrinu sínu og við fullorðna fólkið erum ekkert að fatta hvernig hann vill hafa þetta ! Vaknaði semsagt og vildi fjör eftir 45 mínútna lúr. Vorum viðbúin með kodda og teppi með okkur svo við gætum reist hann upp og leyft honum að sitja í vagninum og fylgjast með fólkinu sem var nóg af. Eftir smá mótmælaöskur fattaði hann útá hvað dæmið gengi og undi sér vel dúðaður í pólarvagnpokanum sínum góða.Posted by Picasa