Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 mars 2010

Zzz

Svona var hann duglegur. Kom sér sjálfur á hliðina. Náði að slengja hendinni í dótið sem er fast við leikmottuna, lá svo þarna og bakslaðist við að láta heyrast í því. En svo kláraðist orkan skyndilega... og þá er kannski best að ná sér í smá bjútísleep ?
Posted by Picasa

Á stóra bróður er hægt að stóla...

Hilmir hefur fundið sig í því að bera ábyrgð á að stínga snuddunni uppí litla brósann sinn. Uppsker fyrir vikið einlæga aðdáun Valtýs sem hefur ekki ennþá náð það mikillri stjórn á höndunum sínum (hvað þá fíngrunum!) til að sjá sjálfur um málið.

Og já.. litli drengurinn er rokkari í húð og hár. Rolling Stones samfella því til heiðurs ;)
Posted by Picasa

Morgunspjallið

Morgnarnir eru bestir hjá Valtý. Þá er hann í óhemju miklu spjall og brosstuði. Allir tónar prófaðir og liggur við að maður heyri einhvað nýtt á hverjum degi.

19 mars 2010

Öruggur

Stundum þarf maður bara örugga hendi nálægt sér meðan maður er að sofna... alveg sama hvaða hendi (eða fótur!) það er ;)
Posted by Picasa

Hjalarinn

Valtýr er að taka þroskastökk þessa dagana. Heiðrar okkur með bæði brosi og hjali... og svo liggur hann oft í vöggunni sinni og æfir sig að ná dóti með hendinni. Rykkjóttar hreyfingar enn sem komið er en einbeitingin er í hámarki og það er ferlega gaman að fylgjast með þessum ponsulitlu-heljarskrefum frammávið í þroskanum.

Hann er annars alltaf jafn ljúfur og sáttur við lífið. Tekur stundum uppá því að sofa heilu og hálfu dagana en lætur það sem betur fer ekkert trufla nætursvefninn. Þurfum heldur ekkert að hafa fyrir honum á næturna... allavega ekki Ingó sem sefur á sínu væra við hliðina á okkur og lætur mig bara um að þjónusta matarþörf unga mannsins á þriggja til fjögurra tíma fresti.
Posted by Picasa

13 mars 2010

Veikindi

Hilmir er veikur. Hitalasinn. Vorkennir sjálfum sér ógurlega. Byrjaði á fimmtudagskvöldinu með smá hita sem svo hefur haldist. Mest farið uppí 40 gráður en á krakkavísu er það ekkert sem slær mann út. Hann kvartar hástöfum yfir lélegu sjónvarpsefni, leikur sér bara með Legó ef pabbi er með og lætur pína í sig fljótandi Alvedon með reglulegu millibili. Ekkert sérlega góður sjúklingur verður að segjast.

Sem betur fer er þetta sjaldgæft ástand á heimilinu. Síðast var hann veikur í ágúst 2008 !

Í þessum skrifuðu orðum er hann úti í garði með pabba sínum að sparka bollta. Neyðarúrræði eftir að boltahamagangurinn frammí forstofu var komin yfir þolanleg mörk.

10 mars 2010

5 vikna og 5 kg

Litli snáði og ég fórum í ungbarnaeftirlitið í morgun. Sem betur fer var það bara hann sem fór á viktina og ekki ég (*gúlp*) og reyndist vera orðin 5,3 kg. Barnahjúkkan gerði smá stöðutékk á þroskanum hjá honum og að sjálfsögðu fékk hann fullt hús stiga í öllum flokkum. Hreyfði höfuðið sjálfur til beggja hliða, viftaði með báðum höndum, horfði djúpt í augun á henni og spjallaði smá við hana ásamt því sem hann gat fylgt eftir þegar hún færði sig.
Stórir og mikilvægir hlutir þegar maður er 5 vikna gamall ;)

Eftir skoðunina fór ég í smá búðarröllt. Bjóst við að þurfa að rjúka útúr verslunarmiðstöðinni ef hann færi að orga einhvað en litla ljósið bara sofnaði vært í vagninum og leyfði múttu sinni að bæði máta og versla eitt og annað áður en heim var haldið. Ekkert stress á þessum herramanni.

03 mars 2010

Sá eldri

Hilmir uppgötvaði nýjan séríslenskan matrétt sem honum fannst bæði spennandi og góður. Grjónagrautur og slátur. Lifrapylsan var ókei en blóðmörinn var bestur. Hann nefnilega komst að því að þetta væri meinhollt "víkingakjöt" og borðaði með bestu lyst :)
Posted by Picasa

Sá yngri




Valtýr dafnar einsog sést á myndinni. Krúttfellingarnar aukast með hverjum degi og kúkableyjurnar líka í réttu hlutfalli við móðurmjólkurneyslu.
Mér fannst ég lengi vel nota minnstu fatastærðirnar á Hilmi (50-56) en þetta eintak krefst nú þegar stærðar 62 þannig að það er í snarhasti búið að umraða innihaldi barnafataskúffunnar. Eða kannski líður tíminn bara hraðar svona í annað sinn ?
Á kvöldin verður Valtýr dálítið mömmusjúkur. Þarf að vera nálægt matnum sínum. Rankar við sér ef ég fer í burtu lengra en 2 mínútur eða 2 metra. Þá hefur hann fengið að lúlla sér í fanginu á mér þartil ég fer sjálf uppí rúm að sofa. Í gær lagði ég hann frá mér á kodda í sófanum við hliðina á mér meðan ég hljóp og fyllti á vatnsglasið mitt. Þarna lá hann svo bara steinsofandi það sem eftir var kvölds. Sófakartafla með meiru ;)



Posted by Picasa