Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 maí 2007

Gefðu mér verkefni !!!

Hilmi finnst gaman að hjálpa til. Meira gaman heldur en að leika sér.
Fyrsta verkefnið á morgnana í leikskólanum hjá honum og Dolly er að gera klárt fyrir hvíldarstundina þann dag. Þá draga þau fram dýnur og ábreiður, setja kodda á hverja dýnu og ná í snuddurnar frammí skápa hja börnunum. Þetta er svona þeirra prívat ritjúal. Dolly hafði sagt mér frá þessu en ég hafði lúmskt gaman af því að sjá þetta með eigin augum í morgun.
Um leið og hann sá hana frammi í fatahengi hljóp hann að skápunum og fór að tína fram duddur til að rétta henni. Að því loknu hljóp hann að hvíldarherberginu og beið spenntur eftir henni. Tók varla eftir því þegar ég fór... hann var svo upptekin við þetta.
Duglegi strákurinn minn ;)

29 maí 2007

Nýjasta græjan

Kætin og einlæga gleðin leyndi sér ekki hjá Hilmi þegar honum var fært dýrindis sparkhjól (af minnstu gerð, ætlað 2-4 ára). Nú hefur semsagt heimasmíðaða sparkhjólinu verið lagt til hliðar og drengurinn sér ekki sólina fyrir tryllitækinu. Það er að sjálfsögðu farið út í bakgarð að leika á því, ferðast stuttar vegalengdir eins og t.d. út í búð, ásamt því að ferðast fram og tilbaka um íbúðina á því.

Orð vikunnar (nýtt uppátæki hjá mér sem ég ætla að reyna að viðhalda); hjóla, färdig, framm, bíða/vänta, stanna.
Posted by Picasa

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Það var ekki seinna vænna að bóka jólaflugið heim til Íslands. Í rælni tékkað ég á verði og framboði hjá SAS.... og þvílíka djókverðið sem bauðst ! Þeir eru nefnilega búnir að vera í verkfalli núna í fleiri daga og örugglega orðnir herfilega óvinsælir fyrir vikið. Reyna desperat að ná upp viðskiptavildinni með því að botnlækka verðið.
Ég þakka bara fyrir okkur og vonast til að flugið um jólin standist, að þeir taki ekki uppá því að fara í verkfall þá líka eða álíka !
Við komum þá allavega 21. des og verðum til 2. jan. Hóhóhó... bara nokkrir mánuðir til stefnu að koma sér í jólagírinn ;)

24 maí 2007

Dolly sagði frá...

Í fyrradag var mér boðið að koma í leikskólann til Hilmirs og setjast niður með Dolly (fóstrunni sem er með ábyrgð á honum þar) til að ræða Hilmi og hans þroska. Kallast utvecklingssamtal. Voða gaman.
Sat þarna með henni í hálftíma og heyrði hana lista upp margt sem við þegar vissum ;
að hann vill gjarnan horfa í augu á fólki, að hann geti verið agalega sjarmerandi, að hann sé ákveðin og orkumikill, að hann þurfi mikið á því að halda að fá ný verkefni, nýjar aðstæður og komast út daglega. Að honum finnist gaman að leika við eldri börnin og prófa dótið þeirra. Að hann bæði borði vel og sofi vel og að hann láti vita þegar þurfi að skipta um bleyju á honum. Hann þroskast eðlilega í tali og öllum hreyfingum en þó séu grófhreyfingarnar einsog að hlaupa, hoppa, valhoppa, klifra os.frv. sterkari hjá honum en fínhreyfingarnar.
Það sem hún sagði mér og ég vissi ekki var t.d.;
Að hann ráði ótrúlega vel við að leika við dót sem er ætlað eldri börnum (einsog t.d. hlaupahjólsdæmið). Nær víst núna að halda balans á því og hún ráðlagði okkur eindregið að kaupa svona alvöru míní hlaupahjól handa honum.
Að hann sé orðin þolinmóðari að bíða ef hann er beðin um það. Að hann skilji betur hvað það er að vera hluti af hóp. Ef allir eiga að sitja/bíða/borða þá þýðir það að hann geti ekki hlaupið útí buskann einn ;)

Og eflaust margt fleira sem ég man ekki eftir akkúrat núna. Það var allavega gaman að heyra hana lýsa honum enda þekkir hún hann eiginlega alveg inn og út eftir þessa 10 mánuði á leikskólanum.

23 maí 2007

Mars-apríl myndir


Vorum að bæta við nýjum myndum á heimasíðuna, mars-apríl sýnishorn. Páskaferðin til Íslands og svoleiðis... og sumarlegar vormyndir af Hilmi einsog þessi sem sjá má hér ;)

20 maí 2007

Á undan þríhjóli kemur fjórhjól....

Á leikskólanum hjá Hilmi eru forláta sparkhjól sem eru ætluð eldri börnunum.... Hilmir fattar nátturulega ekki afhverju hann má ekki nota þau. Heldur að sjálfsögðu ekki jafnvægi á svoleiðis tryllitæki og nær varla uppí stýrið hvað þá meira!
Pirringur þessvegna í hámarki.
En hann fann lausn á þessu vandamáli, alveg sjálfur ! Eins og sjá má á myndinni tók hann uppá því að nota gönguvagninn sinn, snúa honum við, setja einn fótinn uppí og nota hinn til að sparka sér áfram. Súpersniðugt :)
Þannig að það er lukkulegur drengur sem fær að fara út að labba með okkur og taka "sparkvagninn" með. Dúndurgáfaður í þokkabót enda er það mjög rökrétt að nota verða fær á fjórhjóli áður en kemur að þrí- eða tvíhjóli.......
Posted by Picasa

Hjólaferðir á sunnudögum

Í tilefni dagsins var mér boðið í hjólaferð með strákunum mínum tveim útá Djurgården. Þar þótti við hæfi að stoppa við í Rosendals trädgårdscafé og setist á bekk í trjágarðinum þar og gúffa í sig lífrænum gulrótarkökum og súpa kaffi/vatn.
Hilmi þykir fátt skemmtilegra en að fá að ráfa um frjáls sem fuglinn á svona stað. Stór tún, stígar, runnar og tré, endur og gæsir til að elta... svo ekki sé talað um hjólaferðina sjálfa en hann er orðin nokkuð duglegur að sitja aftaná hjá pabba sínum og njóta útsýnisins.
Myndin er sönnunargagn fyrir því að Hilmir er loksins orðin ekta "mjaðmabarn" sem festir sig á mann með höndum og fótum þegar hann er tekin upp. Frekar þæginlegt.
Posted by Picasa

09 maí 2007

Enn bætist í fjölþjóðlega barnapíuhópinn

Okkur fannst komin tími til að finna nýja barnapíu handa Hilmi. Sú nicaragúaska (V.) er komin í nýja vinnu og hefur voða lítinn tíma aflögu handa okkur... og svo er líka komin tími á að finna einhverja sænskumælandi þar sem Hilmir skilur það túngumál jafnt og íslenskuna. V. er eiginlega bara enskumælandi.
Eins og glöggir lesendur bloggsins vita kannski höfum við fyrir utan V. verið örstutta stund með eina í vinnu hjá okkur sem var frá Chilé. Það var í fyrrasumar og sú varð líka of bissí fyrir okkur.
Í kvöld hittum við eina sem okkur leist vel á, svo vel að við ætlum að prufukeyra á miðvikudaginn og skilja hana eftir með Hilmi í nokkra klukkutíma eða svo. Sú nýja slær ekki slöku við í þjóðernismixtúruna sem er að verða fjölþjóðlega barnapíudeildin hans Hilmis, er sumsagt frá Bangladesh en er fædd og uppalin hér í Svíþjóð.
Hilmi leist vel á hana því hún var ófeimin við að spjalla við hann og hann kom sér vel fyrir við hliðina á henni í sófanum meðan við spjölluðum.
Mér leist vel á hana því hún virkaði bæði örugg, ákveðin, ófeimin og á bróðurdóttur á sama aldri og Hilmir (þaulvön þessum orkuboltaaldri).
Ingó leist vel á hana því foreldrar hennar reka Indveskan veitingastað ;)

06 maí 2007

Spurt er...

... PVC fettish á byrjunarstigi ?
Posted by Picasa

Polis polis potatisgris

Posted by Picasa

Posted by Picasa Hilmir er frekar heppin með útsýnið frá glugganum í herberginu sínu. Hann getur staðið uppí gluggakistu (lítið borð og stólar fyrir neðan sem hann prílar uppá) og glápt út á fólk, bíla og dýr leeeengi vel. Heyrist ekki múkk. Fyrr en lögreglu og brunavarðalið bæjarins verður svangt. Þá ber vel í veiði fyrir Hilmi. Það er nefnilega pizzería beint á móti blokkinni okkar og þangað sækja bæði löggur, slökkviliðsmenn og leigubílstjórar. Náttlega parkerað beint fyrir utan honum til mikillrar ánægju. Ekki slæmt að fá svona "live" græjubílaskoðun ;)