Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

29 júlí 2008

Við sundlaugina leik ég mér....

Posted by Picasa


Þetta eru ekki beint krefjandi dagar hjá okkur hér í Tyrklandi.... morgunmatur útivið, svo legið í sólbaði (í skugga) og buslað í lauginni, hádegismatur, Hilmir leggur sig (og aðrir letjast einhvað á ströndinni eða hótelinu) og svo tekur við Happy Hour þartil við förum inn að skola af okkur og gera til fyrir kvöldverðarhlaðborðið.
Easy Living !

Um daginn var ég (Begga) spurð af afgreiðslustúlku í búð ;"Where you from? Cause you so liiiiiight" og svo kom svona furðusvipur einsog hún hefði verið að skoða græna manneskju í fyrsta sinn.
Hva... bara íslendingur með sólarvörn 40 !!

25 júlí 2008

Greetings from Turkey !

Jæjja, hér sjáið þið fyrirmyndardæmi að sætum sjóræningja. Hann náði meira að segja handahreyfingunni og "har har mayte" með hreim.
Fórum í bátsferð um Antalaya smábátahöfnina í dag. Krakkarnir málaðir einsog sjóræningjar og nóg af tækifærum til að synda í sjónum. Elísa mætti tveim hættum (í sínu eigin höfði) þegar hún bæði fór í sjóinn án þess að ná til botns... OG... stökk frammaf pall og beint oní sjó... myndir af því fylgja síðar. Æðisleg ferð alveg hreint.
Við látum annars vel af lífinu hér á Pascha Bay. Nóg af mat, sjó, strönd, laug, sól... og bjór handa okkur fullorðnu. Allir skemmta sér konunglega.
Flugferðin hingað gekk alveg svakalega vel. Hilmir kom okkur alveg einstaklega á óvart með því að meika bæði 4 tíma flugferð og svo 2 gja tíma rútuferð í endalokin. Algjört englabarn. Við erum farin að renna hýru auga til Tælands (12 tíma flug) eftir þetta ;)

Læt eflaust heyra í okkur aftur fljótlega.....
Posted by Picasa

22 júlí 2008

We need vay-cay... let´s go to Tur-key !

Nú er Elísa komin til okkar og þá getum við loksins loksins komist í sumarfríið okkar langþráða, öll saman til Tyrklands í tvær vikur. Upprunalega hugmyndin var að fara í fyrrasumar og við vorum meira að segja komin langleiðina með að bóka hjá ferðaskrifstofunni... en þá kom babb í bátinn... starfsbreytingar og heimilisflutningar komu í staðinn. Svo þessar tvær vikur sem við komum til með að vera á Blue Village Pascha Bay í Alanya verða vel þegnar.
Þetta verður algjört "Svensson" frí með öllu inniföldu; mat, drykk, leikjum, kjötbollum, kvöldshowi og Bamse & Co.
Blogga frá Alanya ef færi gefst. Annars verður það bara þögn í tvær vikur ;)
Posted by Picasa

Sjálfstæði í jákvæðu formi

Aldrei þessu vant kemur hérna gömul frétt (og gömul mynd með).
Hilmir nefnilega óx um mörg ár og fleiri fleiri sentimetra hérna um daginn þegar hann fór ALEINN út með ruslið. Já... ALEINN! Klæddi sig í peysuna, tók lyftuna niður á rétta hæð, röllti yfir bakgarðinn, opnaði lúguna, skutlaði pokanum niður og lokaði á eftir sér. Kom svo upp og heimtaði meira rusl til að fara með.

Við foreldrarnir fylgdumst nátturulega grannt með hverju skrefi. Bæði til að tryggja að hann lenti ekki í einhverjum ógöngum og svo bara svona til að finna móður/föðurhjartað springa af stollti yfir stóra stóra stráknum okkar. Náðist því miður ekki betri mynd af þessu afreki. Hann sést þó þarna með pokann í hendi...
Posted by Picasa

15 júlí 2008

Víetnamska fjölskyldan í Kista

Í augnablikinu búum við eins og Víetnömsk fjölskylda í íbúðinni okkar. 4 fullorðnir og 3 börn á aldrinum 1-3 ára í 98 fermetrum. Erum þó með 2 baðherbergi til afnota svo við keyrum lúxusútgáfuna á þrengslunum.
Er nefnilega svo að Hrönn og Georg (ásamt Eika og Ásdísi) eru búin að troða búslóðinni sinni í gám sem er á leið til Íslands... en þangað eru þau líka á leiðinni á morgun. For good. Bara bless og bæ.
En þangað til þiggja þau húsaskjól í Kista. Sem er geggjað stuð þegar maður er 3gja ára. Strákarnir sváfu einsog lömb í sama herbergi í nótt. Reyndar þurfti að svæfa þá í hollum (svo þeir færu ekki að hvetja hvorn annan til vöku og galsaláta) og leiða Eika yfir til sofandi foreldra sinna kl. 4.30 í nótt þegar hann vaknaði og var búin að gleyma hvar hann væri staddur í heiminum.
Bara gaman og kósí.
Við Ingó fengum að "passa" öll börnin í gærkvöldi meðan hin skötuhjúin þrifu tómu íbúðina sína. Eftir klukkutíma fattaði ég að við bærum ábyrgð á ÞREMUR sofandi börnum. Þremur ! Hvað hefðum við nú gert ef allir hefðu vaknað í einu ?! Sú minnsta hafði vit á því að vakna ekki fyrr en mamman með brjóstamjólkina kom heim. Sniðug stelpa.

14 júlí 2008

Mr. and Mrs. Pink

Posted by Picasa Yndislegur dagur í gær sem við eyddum með bästis-fjölskyldunni okkar þeim Írisi, Óla og stelpunum þeirra Emilíu og Önnu Soffíu. Þau Hilmir og Emilía þurftu ekki margar mínútur til að rifja upp vináttuna (þau þekktust sko áður en þau fæddust... bumbuvinir nefnilega) og eyddu því sem eftir lifði dags og kvölds við stífan leik í garðinum. Aðkomufjölskyldan fékk nefnilega hús í láni meðan á Svíþjóðardvölinni stendur svo þau eru í góðu yfirlæti með risahús, verönd, garð og góða veðrið ;)
Við rifjuðum upp með þeim í gær öll viðurnefnin sem Hilmir og Emilía fengu í frumæsku. Mr. Blue and Mrs. Pink var eitt af þeim. Í gær voru þau orðin Mr. and Mrs. Pink (sjá mynd). Líka gaman að bera saman við eldri myndir sem eru til af þeim skötuhjúum. Sjá Hér . Þau hafa sannarlega stækkað og þroskast. Orðin krakkalakkar. Bleyjulaus. Með munnræpu. Geta hoppað á trampólíni saman. Borðað pulsur og étið ís. Vakað lengi og sofnað í bílnum á leiðinni heim. Ahhhh.... this is the life !

07 júlí 2008

Þreyttur með meiru

Leikskólinn hans Hilmis er núna lokaður í heilar 4 vikur. Sem þýðir að þá fær hann að vera á öðrum leikskóla ásamt fleiri krökkum af sínum skóla þangað til við förum öll í sumarfrí saman. Svo vel bar í veiði að uppáhalds fóstran hans hún Inger veitir honum félagsskap í þessar tvær vikur á "nýja" leikskólanum.
Hann var alveg ofurspenntur að fara á nýja leikskólann í morgun. Nýtt dót og nýjir leikfélagar. Hann leit varla við þegar við kvöddum. Svo fengum við að heyra af því í lok dags að hann hefði ekki sofnað í hádeginu. Allt svo nýtt og spennandi.
Hann var varla komin innfyrir dyrnar hér heima... skreið uppí sófa með duddu og meme og hvílir sig yfir barnaefninu.
Einhver á eftir að fara eldsnemma í rúmið í kvöld !
Posted by Picasa

04 júlí 2008

Megapirr dagsins

Svíar eru spes.
Og hentar ekki alltaf íslendingunum hversu spes.
Það spáir rigningu um helgina svo við fjölskyldan vorum að ræða hvað við gætum gert skemmtilegt um helgina. Ein af uppástungunum var að fara í sund. Þá ætlaði ég að fara og bóka okkur í sund (jújú, enn eitt speseríið, maður þarf að hringja í laugina og tilkynna að maður ætli að koma, klukkan hvað, og hversu margir... einsog að fara í bíó bara!) en þá kom í ljós að sundlaugin er LOKUÐ þartil í lok ágúst !
What tha ?!