Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 febrúar 2006

Stórhættuleg stafsetningarvilla

Hringdi í þjóðskrána í morgun til að gá hvort ekki væri örugglega búið að skrá drenginn í íslensku þjóðskrána. Jújú... þeir voru búnir að því... skráðu HilmAR Viktor Stangeland !! Takk fyrir kærlega... stafsetningarvilla hjá sljóu starfsfólki þjóðskrár. "Hafa Svíarnir ekki bara skrifað hann vitlaust..... bla bla" Þeir fara sko eftir skráningunni hérna í Svíþjóð. Nei ég veit sko betur, er með pappírana frá þeim í höndunum og allt rétt þar.
Þeir lofuðu að kippa þessu í lag strax í dag.
Eins gott ! Því ekki verður hann prestur eða forseti með nafninu Hilmar... oneee.... mesta lagi tölvunörd. Hilmir er hinsvegar vænlegt til árangurs. Það ákváðum við foreldrarnir þegar við nefndum hann í upphafi.

En flottar voru tölurnar hans (þessar síðustu fjórar); 3210 !!!
Kúlisti hann HilmIR ;)

26 febrúar 2006

Katvig-Hilmir og merkjasjúka mamman

Posted by Picasa
Hilmir fékk þennan æðislega Katvig galla í gjöf frá frændfólki okkar í Goðalandinu. Man þegar ég sá klæðnaðinn og hugsaði "gvöööð ! Hann verður sko ALDREI svona stór drengurinn!".
Smellpassar núna ;) Enda að skríða í 70 cm á lengdina..... og tæp 9 kílóin.
Og tekur sig svona líka stórkostlega vel út í honum líka :D
Verð að nota hvert tækifæri til að láta hann sporta outfittinu því þetta er á við Dior á merkjaskalanum hérna úti.

23 febrúar 2006

Fæðingarorlofi (part 1) að ljúka...

....allavega mínu... og svo tekur Ingó við... þartil í júní þegar fæðingarorlof mitt part deux/sumarfrí í einn og hálfan mánuð hefst.
Á mánudaginn mun ég semsagt segja "bless bless!" við drengina mína og leyfa þeim að spjara sig aleinum þartil ég (og mjólkurfull júgrin mín) koma heim á ný að vinnudegi loknum.
Ótrúlegt bara hvað tíminn hefur liðið hratt og hversu lítið af því sem mig dreymdi um að gera í þessu blessaða orlofi ég actually náði að gera ! Barnavagnabíóið sat til dæmis alltaf á hakanum. Hefði viljað geta farið út miklu fyrr í göngutúra með mömmugrúppunni, út á kaffihús að "fíka" (chilla yfir kaffibolla) með öðrum mömmum bæði íslenskum og sænskum sem ég hef kynnst og síðast en ekki síst opna leikskólan. Allt þetta hefur fyllt dagskrána hjá okkur Hilmi núna síðastliðnar vikur og sannarlega fengið dagana til að líða hraðar og með mun meiri gleði en áður.
Lofa sjálfri mér að eftirfarandi verði framkvæmt með Hilmi í júní;
- Fara mikið út í góða veðrið í göngutúra/strætótferðir og kanna borgina
- Fara á fullt af kaffihúsum... útikaffihús ! *tilhlökkunardæs*
- Hitta fullt af skemmtilegum mömmum (ath... möMMum... ekki (karl)mönnum)
- Fara á strendur og/eða útisundlaugar

20 febrúar 2006

6 mánaða "leikskóla" strákur

Posted by Picasa
Tímamótadagur í lífi Hilmis í dag; varð 6 mánaða, fór í læknisskoðun og prófaði opna leikskólann í fyrsta og örugglega ekki síðasta sinn.
Opni leikskólinn er stórsniðugt fyrirbæri.... þarna eru börn frá 0-5 ára velkomin í fylgd með foreldrum. Á eftirmiðdögum er aðaláherslan lögð á þau sem eru undir 10 mánaða, sungið og leikið. Kostar ekkert og stórgóð leið til að komast út, hitta fólk og börn, og fyrir Hilmi að fá að prófa/smakka ný leikföng ;)
Læknisskoðunin gekk líka vel, barnalæknirinn tók meira að segja fram að hann væri "nokkuð framar öðrum börnum á hans aldri" í andlegum þroska (mentalt). Þarf ekki að spyrja hversu stollt við foreldrar erum af því kommenti !!
Myndin er tekin sérstaklega í tilefni dagsins og er einstaklega vel lukkuð því þarna má sjá glampa í tennurnar hans tvær í neðri gómi.

17 febrúar 2006

Simma lugnt ?

Posted by Picasa
Ingó kom með í sundið í dag sem sérlegur aðstoðarmaður, stolltur faðir og myndatökumaður.
Fengum ítarlegri leiðbeiningar varðandi köfunina sem hentar Hilmi vonandi betur því hann var svo gríðarlega ósáttur við köfunarferðina einu sem hann tók í dag að hann nöllaði og grét það sem eftir var tímans. Verður spennandi að prófa í næstu viku !
Útskýring með mynd; nei, við erum ekki í kvöldsundi, flassið virkaði bara svona skríngilega í laugarbirtunni ;)

16 febrúar 2006

Shoppingbuddies

Posted by Picasa
Í dag var síðasti formlegi og sameiginlegi fæðingarorlofsdagur okkar Írisar... og þar með talið Hilmis og Emilíu. Á þessum degi gerðum við loksins það sem okkur dreymdi um þegar við gengum með litlu krílin okkar í bumbum stórum; að fara saman í búðarráp og kaffihúsast með krúsídúllurnar. Hefðum átt að gera þetta fyrr !! Var svo ferlega gaman :)
Á myndinni sjást hversu fjörug shoppingrúnturinn var, Hilmir og Emilía spjölluðust þarna milli vagna og skríktu af gleði yfir hvor öðru.

Matarsigur !!

Jibbí skibbí jeij !! Ég sat hérna í hádeginu að springa úr stollti yfir Hilmi (og matargerðarhæfileikum mínum að sjálfsögðu). Hann hámaði í sig heilan skammt af heimagerðu mauki :) Meira að segja langt síðan ég hef séð hann borða jafn snyrtilega og af áfergju... varla að hann næði að káma sig út eða sulla á smekkinn sinn.
Heimagerða maukið samanstóð af 3 rótargrænmetistegundum og soðnum kjúkling sem ég hafði maukað saman í töfrasprotagræjunni í gærkvöldi.
Þvílíkur innblástur til mín að fara að gera barnamauk af meiri alvöru. Hef verið að prófa mig áfram og blandað því saman við krukkumatinn til að venja hann hægt við.... ávaxtamaukin heimalöguðu hefur hann samþykkt algjörlega og nú alvörumatinn líka !
Bara varð að deila þessu ;)

12 febrúar 2006

Aldrei of snemmt...

Posted by Picasa
... að byrja með góða siði ! Einsog að bursta tennurnar sínar ;)
Hilmir fékk fyrsta tönnsluburstið í gær og fannst það mjög spennandi. Held honum hafi líka fundist nokkuð gott að fá smá nudd og klór í góminn þarsem tennurnar hans tvær eru á hraðri uppleið.

11 febrúar 2006

Matur matur allstaðar

Posted by Picasa
Það er gaman að borða.... allavega fyrstu 5 mínúturnar en svo verður mar bara dauðþreyttur á þessu og fer að sulla í matnum.. meðan hann er inní munninum á manni !!

Oft skrautlegt að sjá útlitið á drengnum eftir korter, búin að ná að smyrja andlitið allt með hádegismaukinu eða grautnum.
Þegar kemur að eftirréttinum hinsvegar (ávaxtamauk) þá er einbeitnin í hámarki, hendur útmeð hliðum og bíður með opin munninn eftir næsta skammti.

09 febrúar 2006

Þröskuldur ? Hvað er það ??

 Posted by Picasa Posted by Picasa

Hilmir er orðin ansi duglegur að koma sér um íbúðina í göngu(hlaupa)grindinni sinni og dundar sér við að skoða sig um að vild eða ellta okkur foreldrana milli stofu, eldhús og gangs.
Í dag var hann að kíkja á þvottakörfuna í ganginum þegar hann skyndilega sá einhvað áhugavert inni á baði og ætlaði þangað en... viti menn !!... komst ekki !! Hann eyddi alveg óskaplega miklum tíma í að ráðast á þröskuldinn og reyna að koma sér yfir en varð að sjálfsögðu engu nær. Þegar ég var búin að fylgjast nógu lengi með honum og ætlaði að taka mynd sá hann mig inní herbergi og ætlaði til mín... *dúnk*... komst ekki útaf þröskuldinum þar heldur. Þarna óð hann milli mín og baðherbergisins en komst náttlega að hvorugu.... bévítans þröskuldar...

07 febrúar 2006

Leikföng og annað "dót"

Horfði á Hilmi leika sér á gólfinu í ganginum áðan og áttaði mig skyndilega á því að helmingurinn af "dótinu" sem lá í kringum hann samanstóð af ýmiskonar umbúðum, tómum klósett og eldhúsrúllum, þvottahúsapokum (sem brakar í) og meira að segja tómum Pampersbleyjupoka. Allt vekur þetta umtalsvert meiri athygli í hans augum heldur en þetta venjulega "dót" sem er framleitt í verksmiðjum. Leikur sér líka lengur að því... hinu er kastað frá sér um leið og hann er búin að smakka það einusinni.
Liggur við að við séum farin að hugsa okkur gott til glóðarinnar ef einhvað nýtt er keypt (einsog megafjarstýringin sem Ingó keypti fyrir stuttu) ef umbúðirnar eru heillandi. Dægrastytting fyrir drenginn og heldur honum happí í allavega korter þegar honum er rétt það í fyrsta skiptið.
Simple mind.... simple pleasures.

03 febrúar 2006

Hagsýna húsmóðirin

Posted by Picasa Gerðist hagsýn húsmóðir í dag og keypti kuldagalla á 70% afslætti fyrir NÆSTA vetur :) Furðuleg tilfinning að halda í þennan að því er virðist riiiiisastóra útigalla og ímynda sér Hilmi í honum.
Mátaði svo á herrann þegar heim var komið og hann hálfgert hvarf í hann.....
Lofaði sjálfri mér að taka eins mynd af honum þegar hann fer að nota hann og gá hvort/hvernig hann passar í hann þá !

02 febrúar 2006

En, två, tre.... DYK !

Þriðji tíminn í ungbarnasundinu í dag og þá voru börnin látin kafa ofan í vatnið..... frekar skelfileg tilhugsun en það var ekki um annað að ræða en bara prófa og treysta á að hann myndi ekki gleypa hálfa laugina oní sig ! Gekk furðanlega vel og hann var bara hálf hissa fyrsta skiptið, vissi ekki alveg hvað hafði gerst og gleypti smá vatn í leiðinni en allt í lagi og fljótur að jafna sig. Seinna skiptið var hann orðin sjóaðri í verknaðinum en fannst þetta nú ekki beint gaman og eyddi afganginum af tímanum í að nölla einsog gamall bóndi þannig að ég lét ekkert verða af þriðja og síðasta köfunarskiptinu í þetta sinnið.
Hlakka til að sjá hvort hann eigi eftir að muna eftir þessu næst þegar við förum í sundið og verða fljótur að ná tökum á hvað eigi að gera (loka augum, munni og halda inni andanum).