Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 október 2008

Vetrartími

Þá er formlega komin vetur. Um helgina stóð nefnilega tíminn í stað sem resulteraði í að á sunnudagsmorgni þurfti að færa allar klukkur afturábak um eina klukkustund. Hilmir vaknaði semsagt klukkan 6 að staðartíma (7 í Hilmisheimi) þann morguninn. Hann er ekki ennþá búin að fatta þetta tímadæmi og vaknaði í morgun líka klukkan 6.

Okkur finnst þetta ekki fyndið.

Helgin var okkur annars góð. Við gerðum smápínuponsu mistök í gær, sunnudag, þegar við fórum í smá skottúr til Barkaby. Það var bæði rigning og "launahelgi" (allir nýbúnir að fá útborgað) og svo til að bæta gráu oná svart var nýbúið að opna enn eina raftækjaverslunina (hinar 6 á sama 3gja ferkílómetra svæðinu augljóslega ekki að nægja markaðinum) svo umferðin var á við góða íslenska verslunarmannahelgi.
Og við sem vorum þarna alsaklaus í leit að klósettpappír á góðu verði .....

Eitt gullkorn sem er búið að ylja mér yfir helgina;
Hilmir var að gera sig líklegan til að dýfa fingrinum oní rigningarblautt handrið útivið og smakka á vatninu þegar ég sagði honum að þetta vatn væri skítugt. "Er rigningin skítug?!" segir hann þá og lítur undrandi uppí loftið. Tjaaaaa... hvernig á maður að svara svona ? Hann er svo ótrúlega líklegur til að standa og sleikja grýlukerti einhverstaðar......

25 október 2008

Ömmuheimsóknin í 3 myndum ....


Þarna erum við mæðgurnar, með Hilmi hlaupandi af sér orkuna í bakgrunni. Hann var sko ekkert á þessari myndatökulínu. Þá þarf maður jú að standa kjurr !!











Hinsvegar er hægt að múta honum með ís á góðri stundu... þá nælir maður sér jafnframt í 5 mínútna frið til að drekka lattebollann sinn ;) Og taka mynd ! Þarna vorum við í Barkaby outlet á laugardeginum. Hilmir er (sem betur fer) ekki jafn verslunarleiðangraleiður einsog pabbi sinn (sem var skilin eftir heima þennan dag) heldur fattar alveg gleðina við að fara í búðir og "skoða".

Í þessari heimsókn staðfestist það að amman og Hilmir eru vel skyld hvort öðru... sama litavalið... þau voru sko oft í eins meira að segja ! Grænt og rautt allsráðandi.




Ein svona "ætlaru að vera sætur núna?" mynd ;)

24 október 2008

Amma kom og amma fór - myndir á leið

Amman nátturulega löngu komin og farin aftur. Sorg á heimilinu enda fannst okkur öllum voða gott að fá smá extra ömmu/mömmu/tengdamömmuathygli.
Hilmi fannst mest stuð þegar amman sótti hann á leikskólann og hljóp alltaf beint í fangið á henni til að fá risaknús. Hún fékk svo að fylgja með í laugardagsleikfimina og hann neitaði svo að hleypa henni útúr salnum aftur ! Amman er semsagt nú orðin sérfræðingur í hvernig maður á að hoppa einsog froskur og búa til rigningu með bláu laki.

Á sunnudeginum fórum við svo öll sama í brunch á Villa Källhagen. Alltaf jafn kósí að fara þangað og Hilmir hagaði sér furðu vel miðað við að þetta væri í miðjum "hvíldartíma" hjá honum. Hann er nefnilega svo nýlega hættur að sofa á daginn að hann verður eiginlega að hafa rólega stund um hádegisbil. Í leikskólanum fá allir að liggja á dýnum, hlusta á sögu eða tónlist og slaka á án þess þó að sofna. Þurfum að finna einhvað álíka til að gera hérna heima.

Því miður var myndavélin hennar ömmu/mömmu sú eina sem var á lofti þessa heimsóknardaga svo ég bíð bara eftir að fá myndaemail svo ég geti birt hérna á blogginu *hint hint*.

Annars er allt með kyrrum kjörum hér hjá okkur. Framundan er helgin með tilheyrandi aktívítetum. Á sunnudaginn erum við að fara í alvöru svenskt matarboð til leikskólafélaga Hilmis og foreldra hans. Svo er bara að vona að það fari ekki að rigna um helgina svo við getum farið á loppis á Överjärva gård, kíkja í Mulle Meck lekparkinn... já og svo þurfum við að gera smá stopp í Ikea... og kannski á barnabíó... og svo þarf ég að læra undir próf...

*Dæs* Kyrrð og ró hvað ?

14 október 2008

Amma á leiðinni

"Ég á MARGAR ömmur!" fékk ég að heyra þegar ég sagði að amma væri að fara að koma í heimsókn til okkar frá Íslandi. Hann veit núna að það er Bugga amma (Þverásamman) sem kemur og að hún komi með mér að sækja hann í leikskólann á morgun.
Svo ruglaðist hann aðeins í morgun þegar hann læddist inní dimmt gestaherbergið og var að leita að ömmu sinni. Hver veit nema hún hafi komið í skjóli nætur.... en nei, engin amma enn.

Held að amma eigi eftir að verða hissa að sjá drenginn! Alveg rúmt hálft ár síðan við hittumst síðast og akkúrat á þessum mánuðum sem talið er búið að vera að hrökkva í gang hjá honum.
Kósí löng ömmuhelgi framundan hjá okkur :)

09 október 2008

Gautaborgarhelgin okkar í myndum


Gautaborg hefur nú verið sótt heim af okkur, og það í rigningu og roki. Við skemmtum okkur nú samt alveg ágætlega og staðfestum það að það er gaman að ferðast... en alltaf jafn gott að koma heim aftur ;)

Lestarferðirnar fram og tilbaka (3 tímar hvora leiðina) gengu alveg óheyrilega vel og það átti vel við Hilmi að geta gengið milli vagna, skoðað útum gluggann og fara reglulega í veitingavagninn að sækja sér einhvað að narta í.

Á föstudagskvöldinu fórum við í heimsókn til Hönnu Soffíu, systur Ingó, og hennar fjölskyldu. Þau frændsystkinin Zoe og Hilmir fengu fimm stjörnu krakkamat því það vill svo heppilega til að heimilisfaðirinn er matreiðslumaður með meiru. Við fullorðna fólkið fengum dýrindis "skaldjursfest" sem samanstóð af haug af rækjum, humri og kräftum. Smá föndur með matinn að plokka allt saman en alveg þess virði. Bara gott.


Einn fjölskyldumeðlimurinn var svo fjórfættur, svartur og riiiiisastór hundur af tegundinni Stóri Dani. Í Hilmis augum var hann svipað stór og hestur. En hann var voða blíður og barngóður svo eftir smástund var Hilmir alveg búin að sætta sig við hann og vel það. Enda mikið til af hundinum til að klappa !

Eftir gott föstudagskvöld fórum við svo í íbúðina okkar sem við höfðum leigt yfir helgina. Munar miklu að geta látið fara vel um sig og þurfa ekkert að pukrast inná einhverju hótelherbergi.

Allur laugardagurinn fór í brúðkaupsvígslu og veislu eftirá hjá Sólveigu móðursystur Ingó og hennar Hasse. Fengum þar bæði hangikjöt, Nóa konfekt og stóran skammt af tónlist, söng og dansi. Hilmir dansaði nú held ég manna mest enda komst hann í smá fjársjóðskistu af prinsessufötum svo hann eyddi seinustu klukkutímunum í hvítum pallíettukjól, glimmerskóm með kórónu og bleikan fjaðraskrúð. Skelli örugglega myndum af því hingað inn seinna.


Á sunnudeginum fórum við svo í Universum í Gautaborg áður en við lestuðumst svo heim. Hilmi fannst mest gaman að skoða snáka og orma en hákarlinn og vinir hans komu nú samt sterkir inn líka.


















Hérna er svo ein töffaramynd í lokin bara svona til að sanna það að Hilmir gengur ekki stöðugt um í bleikum prinsessufötum.... hann er sko líka flottur rokkari ;)
Posted by Picasa

01 október 2008

Götan here we come !

Við erum að fara í enn eitt fjölskyldumíníferðalagið en nú stefnum við á Gautaborg ! Verðum þar frá föstudegi til sunnudags og ferðumst uppá klassíska góða lestarmátann. Hilmir varð yfir sig ánægður þegar við útskýrðum að við værum að fara í langa lestarferð en hann er alveg óheyrilega áhugasamur um strætisvagna, flugvélar, rútur og já... lestir. Kann meira að segja muninn á tunnelbanalestum og svo pendeltåg. Hann þarf nefnilega alltaf að vita hvað lestirnar "heita".
Hilmir varð svo enn ánægðari þegar við sögðum frá veislunni sem okkur væri boðið í þarna í Gautaborg. Fór strax að planera outfittið (kjóll og blingskór) en samþykkti svo að lokum að vera bara í fínum buxum, skyrtu... já og blingskóm ofcourse. Erum sko að fara í brúðkaup þarna í Gautaborg og náum að nýta ferðalagið með smá fjölskylduheimsókn sem verður mjög gaman því þar hittast lítil frændsystkin í fyrsta sinn.
Kem með myndir og nánari report eftir helgina ;)