Náttúruuppgötvunarferð útí skógi...
Það var semsagt tekin 2 km göngutúr inní skóg, kíkt á snígla, blóm, fugla, maurabú og í lokin sest niður og borðað nesti saman. Ferlega gaman fyrir bæði börn og fullorðna, ekki spurning að við förum aftur í svona.
Hilmir með kíkirinn sinn. Keyptum okkur að sjálfsögðu svona til að eiga í bakpokanum í næstu nestisferð ;)
Leiðbeinandinn sýnir krökkunum snígil og útskýrir hvernig þeir tala saman með fálmurunum.