Ég er svo oft búin að endurtaka þessa frægu, vel fundnu setningu við Ingó að ég verð að endurtaka hana hérna fyrir ykkur líka;
"að klæða barn í/úr föt er einsog að reyna að faðma hafið"Það er bara svo ótrúlega rétt orðað ! Ef Hilmir fengi að ráða væri hann kviknakinn jafnt inni sem úti. Svo er hann líka búin að fatta sambandið milli þess að vera í of síðum buxum og að detta. Stóð og vældi um daginn útá miðju gólfi meðan hann greip í aðra skálmina sína og reyndi að rífa hana AF fætinum. Þá hafði buxnafaldurinn dottið niður undir hæl. Mamma reddaði. Engin datt í það skiptið.
Við reynum að gefa honum smá "duglegur strákur" með því að leyfa honum sjálfum að koma höndunum gegnum ermarnar á bolnum þegar hann er klæddur í þá flík en restin fer á litla kroppinn hans undir hörðum og háværum mótmælum Hilmis. Það er bara EKKI gaman !
Versta er að núna er að koma kuldakast í borginni og hann þarf þessvegna að vera í kuldagalla, peysu, húfu, vetlinga etc. Við Ingó ættum að geta skráð okkur í ForeldraOlympíuleikana bráðum þarsem við getum klætt hann í útigallan og fest hann í vagninn á innan við 20 sekundum (sem er akkúrat tíminn sem tekur Hilmi að fara úr "pirraður" og uppí "öskrandi reiður með tárum og alles").
Aðrar greinar í ForeldraOlympíuleikunum eru;
- tímataka; leita að snuði í svartamyrkri með órólegt barn í rúminu
- fimleikar; skipta um kúkableyju í flugvél/verslunarmiðstöð án blautþurrkna/hálfsofandi um miðja nótt
- gefa bjóst/pela - ropa - gefa - ropa boðhlaup tveggja foreldra
- liðsheild; geta svæft barn sem vill ekki fara að sofa án þess að liðsmenn fari að rífast innbyrðis