Skírnardagurinn 29. desember


Athöfnin og dagurinn allur var alveg ljómandi fínn, Hilmir sýndi allar sínar bestu hliðar... brosti og hjalaði í gegnum skírnina sjálfa og lét sig hafa það að ganga milli gesta og vera myndaður í bak og fyrir... og það í kjól ! Að athöfn lokinni hélt hann í fjölskylduhefðina og sofnaði vært í skírnarkjólnum sínum.
Kjóllinn var saumaður sérstaklega (enda ekki furða þegar amman er kjólameistari!) fyrir Hilmi úr hrásilki sem við Ingó höfðum keypt í Singapore þegar við vorum í brúðkaupsferðinni þar í fyrra, á honum voru svo m.a. perlur sem höfðu verið afgangs af brúðarkjólnum mínum. Að sjalfsögðu var ég, móðir skírnarbarnsins, líka í séraumaðri hrásilkisskyrtu ;)