Boys will be boys

Hilmir er strákur. Þessvegna er kannski ekkert rosalega skrýtið að hann skuli vera með einlægan áhuga á vinnuvélum ýmiskonar þessa dagana. Eftir að við færðum barnabílstólinn hans svo hann snýr í akstursstefnu sér hann svo rosalega vel útum gluggan á bílnum og nýtur þess í botn að kíkja eftir gröfum, traktorum og öðrum spennandi bíltækjum. Getum loksins farið í langa bíltúra !
Uppáhalds sjónvarpsefnið er í sama dúr. Þáttur sem kallast "Stora maskiner" og fjallar ósköp einfaldlega um vinnuvélar. Hver þáttur tileinkaður sérstöku tryllitæki og sýnir t.d. ítarlega hvað grafan gerir. Mjög athyglisvert að Hilmirs mati.
Fyrir extra forvitna og vinnuvélaáhugasamt fólk má sjá þættina á netinu;
Storar vinnuvélar !