31 desember 2008
Jólafötin
Ég get alveg mælt með svona fötum fyrir litla drengi. Frjálslegt og flott ;)
25 desember 2008
Gleðileg jól !!
Hann var alveg sérstaklega flottur í jólafötunum sínum sem var skotapils (sem amman saumaði) með tilheyrandi sokkum. Á eftir að vera flottasti strákurinn á öllu jólaballinu ! Jólaball Íslendingafélagsins er nefnilega á morgun og þá fær Hilmir að hitta alíslenskan jólasvein... ekkert sænskt kókakólajólsveinarugl ;)
Á annan í jólum ætlum við svo að fara í jólasiglingu til Helsinki með afanum og ömmunni. Jólahlaðborð og huggulegheit um borð.
Við getum kannski notað tækifærið hér og þakkað fyrir drenginn okkar ? Hann fékk sko alveg met-magn af pökkum, hver öðrum innihaldsríkari. Sérstaklega gaman að því hvað voru mikið af íslenskum DVD myndum og bókum. Við erum fegin öllu sem getur auðgað íslenskuna hans.
23 desember 2008
Jólakort ársins: kjúklingar í Malawi

Eins og kannski einhverjir tóku eftir sendum við engin jólakort þetta árið. Leikum frekar sama leik og í fyrra þar sem við styrktum gott málefni í staðinn fyrir að kaupa kort og frímerki.
Núna urðu kjúklingar fyrir valinu ! Þeir voru keyptir gegnum www.actionaid.se sem sér um að versla þá og færa konum í þorpi einu í Malawi. Þar verða litlu kjúllarnir að stórum hænum sem geta verpt eggjum og nýtast þannig á margvíslegan hátt.
Við erum samt alveg voðalega þakklát fyrir öll kortin sem okkur hafa borist og þökkum kærlega fyrir okkur. Svo gaman að fá litla eða langa línu... og jafnvel með mynd af litlu gullmolum þess sem senda jólakveðjuna. Stefnum svo á að taka upp jólakortaskrif aftur á næsta ári !
17 desember 2008
Þægi strákurinn hann Hilmir
Það er nefnilega svoleiðis að jólasveinninn kemur um níuleytið þegar Hilmir er sofnaður og já þá er sko eins gott að hann sé sofandi... hann kemur nefnilega í kaffibolla og spjall við okkur foreldrana sko... og kíkir inní herbergið hans Hilmis til að gá hvort hann sé ekki örugglega steinsofandi. Svo spyr hann okkur Ingó að því hvort drengurinn hafi verið þægur og góður yfir daginn. Ef tékklistinn stenst (sofandi + þægur + góður) er sveinka bent á skóinn sem stendur í eldhúsglugganum þar sem hann getur náðarsamlegast skilið eftir gjöf kvöldsins.
Hilmir hefur haft alveg óhemju mikla stjórn á skapi sínu og steinsofnað án múðurs alla dagana. Ótrúlegt hvað sjálfsstjórnin er mikil þegar pakki er með í spilinu !!
Og p.s. Þverásamma; nei hann hefur ekkert verið að taka uppá því að vakna snemma til að kíkja í skóinn sinn. *hjúkk*
12 desember 2008
Lúcíujólasveinastrákur
Hilmir þverneitaði að syngja en veifaði gjarnan batteríiskertinu sínu og brosti og veifaði til okkar gegnum mannþröngina.
Hann er allavega þokkalega jólalegur með jólasveinahúfuna sína ;)
10 desember 2008
Kaerleiksbjörninn Hilmir V.
A manudaginn atti eg spjall med leikskolafostrunni hans Hilmis henni Jenny. Var svona halfgert throskasamtal thar sem hun sagdi mer hvernig hann vaeri ad standa sig i leikskolanum, hlyda fostrunum, leika vid önnur börn, sja um sig sjalfur (borda, klosettid, thvo hendurnar, klaeda sig i). Thad for ekkert a milli mala ad hann er einraedisherra baedi heima hja ser og tharna a leikskolanum *heheh*
Hun sagdi ad thad sem thyrfti ad vinna med vaeri helst skapid i honum... ad kenna honum ad thad megi ekki nota handafl thegar verid er ad rifast vid vini sina, megi ekki skemma fyrir odrum ef verid er ad kubba og föndra og svo thurfi hann lika ad throska adeins med ser tholinmaedina... serstaklega nuna thegar hann er a staerri leikskoladeild thar sem hann tharf oft ad bida i röd eftir einhverju.
Ekkert a thessu kom mer a ovart enda hefur hann synt okkur (og öllum sem umgangast hann) skap sitt, akvedni, thrjosku og yndislegheit alveg fra fyrsta degi ! Sem betur fer er alveg haegt ad vinna med thetta skap hans, undirbua hann med spjalli ef einhverjar breytingar eru i vaendum og leyfa honum ad taka thatt i thvi sem vid erum ad gera.
Hinsvegar sagdi fostran mer lika ad hann vaeri einhvad thad kaerleiksfyllsta barn sem hun hefdi komist i navigi vid. Og ad thaer tilfinningar sem hann syndi (tha a thad vid allar tilfinningar, baedi "godar" og "slaemar") vaeru a vid töluvert, TÖLUVERT eldra barn.
Ja... thad verdur spennandi ad sja hvernig unglingsarin verda. Kannski bara senda hann i heimavist uppur 10 ara aldri ??
07 desember 2008
Jóla-hvað ?
Undanfarin árin hefur hann hvorki fengið jóladagatal né heldur skógjafir en nú verður breyting þar á ! Er búin að útskýra fyrir honum að íslensku jólasveinarnir séu þrettán og þeir vilji allir gefa honum litla gjöf í skóinn. Það virðist hræða hann pínulítið að þeir komi í skjóli nætur en ætli það gleymist ekki þegar hann sér afrakstur næturheimsóknarinnar.
Jóladagatalið fær að bíða þartil næsta ár... í augnablikinu nægir að vera með dagatalakerti sem við kveikjum á meðan við borðum kvöldmatinn.
Óskalistinn vex svo með hverjum deginum. Bílar, Wall-e, racersleði (Stiga-sleði) og ýmislegt fleira dót sem hann rekur augun í þegar við erum útí búð hefur honum verið lofað í jólapakkann.
Það langbesta við alla þessa jólavöknun er að nú loksins má fara að minna hann á að það séu bara góðu strákarnir og stelpurnar sem fái pakka frá jólasveininum. Það hefur sko stöðvað mörg prakkarastrikin sem voru í bígerð ;)