
Á morgun rennur upp stór dagur í lífi okkar litlu fjölskyldunnar; Hilmir verður 12 vikna !! Allt sem var búið að vera erfitt varðandi þennan elsku litla einstakling okkar á eftir að "eldast af" honum við þetta blessaða þriggja mánaða mark. Ætlum svosem ekkert að halda í okkur andanum og bíða eftir einhverri svakabreytingu, nógu miklar breytingar hafa nú verið uppá síðkastið og þær flestallar jákvæðar. Vonum bara að þær haldist og að hann haldi áfram að fara fram í þroska og elskulegheitum almennt.
Það sem Hilmi Viktor, þriggja mánaða finnst gaman;
- liggja í rúminu sínu á morgnana og spjalla við froskana á óróanum
- láta brosa til sín
- fá að drekka ÁÐUR en hann biður um það
- fá að prófa að stíga í fæturnar, verður stífur einsog spýta við það og finnst það ofsa spennandi
- láta lesa uppáhalds bókina sína fyrir sig (Boken om bajs, þýðing = kúkabókin... var gjöf!)
- borða/sleikja/slefa á hendur, sínar eigin og annara
- fara í stóra baðkarið (balinn er orðin of þröngur þegar hann er búin að prófa frelsið sem fylgir stóra baðkarinu)
- láta halda á sér
Það sem Hilmi Viktor, þriggja mánaða finnst EKKI gaman;
- láta leggja sig niður í vagninn til að sofa (þó hann sé þreyttur)
- þurfa að liggja í vagninum og láta svæfa sig þegar hann vill ekki sofna (þó hann sé þreyttur)
- þurfa að bíða eftir matnum sínum meira en 1 mínútu
- sitja í bílstólnum að kvöldi til (sér ekki baun!)