Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

29 nóvember 2007

Grallarinn !

Ekki laust við að drengurinn sé í sínum rétta ham á leikskólamyndinni sinni; grallari útí fingurgóma !
Posted by Picasa

28 nóvember 2007

Þroskasamtal á leikskólanum

Áttum tíma í dag með fóstrunni hans Hilmis til að ræða hann fram og tilbaka (afþví við gerum það nú svo sjaldan *hehhe*). Heill hálftími fór í spjallið og við vorum náttlega afar stollt af stráknum okkar þegar við sóttum hann svo til að fara heim.
Inger sagði að þeim þætti hann bæði skemmtilegur og jákvæður á alla kanta. Hann hefði svo góðan húmor og væri oft leiðtoginn í krakkahópnum þegar ætti að gera einhvað nýtt. Alveg óhræddur við að prófa nýja hluti og elskaði að vera úti að leika, og svo teikna og lita að sjálfsögðu. Hún sagði jafnframt að hann væri alveg geysilega ákveðin ungur maður sem ekkert væri hægt að plata bara sísvona. Stjórnsamur með eindæmum og með alveg óskaplega mikla réttlætiskennd. Ef hann væri búin að ákveða einhvað þá væri það bara þannig... ekkert við því að gera.
Þau leyfa honum þá bara að gera það sem hann vill enda er hann fljótur að láta sér renna reiðin/frekjan/fýlan og koma og leika einsog ekkert sé.
Við vorum náttlega ekkert að heyra þetta í fyrsta sinn ;) Hann er búin að vera með þetta skap frá fæðingu takkfyrirkærlega ! Líkur foreldrum sínum kannski ? Hmmm.... og stórusystur líka held ég barasta.

24 nóvember 2007

Tilfinningaskalinn

Tilfinningaskalinn hjá Hilmi er stöðugt að aukast. Réttlætiskenndin er gríðarleg í því sambandi. Að setja sig í spor annara er mjög vinsælt. Þegar við lesum með honum bókina "Vem blöder?" finnur hann mikið til með fuglinum sem fékk hamar á gogginn og hundskammar svo hástöfum aumingja kanínuna sem lét hamarinn óvart falla á fuglsgogginn.
Þegar hann heyrir svo krakka gráta vill hann helst stoppa við, fá að vita hvað gerðist ("hvaaa gerðist?") og hugga.
Ef hann er leiður á hann það til að segja "É lesssen" og svo kemur svona ámátlegt "uuuuuuhuuu" í kjölfarið. Meme verður líka stundum lessenn og jafnvel baðbílinn blái.
Svo lætur hann vita núna ef það er gaman. Þá segir hann "gaaaaman !" og klappar jafnvel saman lófunum. Bara svo það fari nú ekki framhjá manni.

Sem minnir mig á það. Hann er alveg búin að læra þetta með litina. Grænn og blár blandast stundum saman en rautt er rosa vinsælt og gult er taxilitur.
Svo er byrjuð umræðan um stráka og stelpur. Hann vill halda því fram að hann sé stelpa einsog mamma. Það bræðir náttlega mömmuhjartað en pabbanum finnst það ekkert rosa sniðugt.

20 nóvember 2007

Myndaflóð ágúst - nóvember

Nóvembermánuður ekki alveg búin en við erum nú samt búin að skella inn nýju myndaflóði á heimasíðuna okkar sem á að covera ágúst til nóvember. Þar má meðal annars finna nokkrar myndir frá því Hilmir varð tveggja ára, afmælisveislan og svoleiðis.... stanslaust stuð hérna hjá okkur... eða þannig... myndaflóðið hefur ekki verið jafn magurt í langan tíma. Kannski við séum orðin hversdagsleg og hætt að taka myndir af öllu sem Hilmir og við gerum ;)

19 nóvember 2007

Sunnudagsbíltúrinn

Hvað gerir maður annað á sunnudögum en fara í fjölskyldubíltúr og finna sér einhvað skemmtilegt að gera ? Í gær (sunnudag) fórum við loksins í Aquaria - Vattenmuseum safnið hérna í Stokkhólmi. Erum búin að vera að tala um það lengi lengi en ákváðum að láta slag standa í gær.
Sáum ekki eftir því ! Hilmir var í essinu sínu að skoða alla stóru stóru fiskana og ekki skemmdi fyrir að eitt risafiskabúrið var útbúið svona glærum "gangi" fyrir krakkana að skríða í gegnum og upplifa fiskabúrið á alla kanta. Litlir hákarlar sem syntu þarna um ásamt Nemofiskunum og fleiri litríkum heitsjávardýrum...
Ekki skemmdi fyrir veglegt kaffikökuhlaðborðið í lokin þar sem við gátum notið útsýnisins og skoðað bátana (safnið liggur alveg uppvið skerjagarðinn og bátaumferðina til/frá Stokkhólmi).

Í dag byrjaði svo jólaundirbúningurinn. Hilmir sendur í klippingu til vingjarnlega Egyptans á rakarastofu hverfisins. Hann er þess vegna ekki lengur með lubbann sem sjá má á myndinni ;)
Posted by Picasa

17 nóvember 2007

"Hih KLIPPA!"

Enn einu þroskastiginu náð. Barninu var fært skæri. Plastkrakkaskæri sem meiða engan nema pappírinn sem þeim er beitt á. Hann gæti hlaupið með þau, hamast á fingrunum á sér og jafnvel potað þeim í augað á sjálfum sér án þess að gera neitt stórtmikilvægt ógagn. Þrátt fyrir það kennum við honum að bera virðingu fyrir þessu nýja tóli. Til dæmis má bara klippa sitjandi við eldhúsborðið og með fullorðin í nærveru sinni.
Það var augljóst að honum hafði ekki verið leyft að klippa áður en þó alveg álíka augljóst að hann vissi alveg útá hvað þetta gengi... alveg ofurofurspennandi. Líklega hefur hann séð eldri börnin í leikskólanum með svona græjur. "Klippa! Klippa!" sagði Hilmir og skalf liggur við að einskærri gleði yfir að fá staðfestingu á því að jújú.. hann fengi að prófa... Hljóp nokkra hringi um í eldhúsinu áður en hann róaði sig loks og settist við borðið.
Tók hann nokkrar mínútur að ná þessu með fingrasetninguna. Að þumalinn ætti að fara í eitt gatið osfrv. En svo kom það. Pappírinn í tætlum hálftíma síðar og sáttur og ánægður Hilmirinn.

Sofnaði sæll og glaður í rúminu sínu það kvöldið. Svo um nóttina heyrðist í honum umla uppúr svefni "Klippa... Hih Klippa" og eflaust leikið bros um varir hans.
Stundum þarf ekki mikið til að gleðja stubbinn okkar....

10 nóvember 2007

Crocs-Hilmirinn

Það var ekki lítil hamingjan hjá Hilminum þegar honum voru færðir þessir líka fínu grænu blómacrocsskór. Þessa fær hann að hafa í leikskólanum og nota sem inniskó. Hann rifnaði næstum úr monti þegar hann gekk inn í þeim fyrsta daginn og leikskólafröknurnar hældu honum í bak og fyrir. Svo kórónar hann múnderinguna með því að hlaupa og sækja hvíta prinessukjólinn.
Þannig að undanfarna daga þegar ég hef sótt hann í leikskólann hefur hann verið í þessu tvennu. Grænum blómacrocs og hvítum prinessukjól.
Ógeðslega smart !

Fyrir þá sem vilja (en þora ekki að) spyrja mig; afhverju keyptiru ekki bleika crocs einsog honum langaði mest í ?! Þá er svarið; afþví þeir voru ekki til í hans númeri ! (sem betur fer því þá hefði pabbinn farið yfirum í "my son´s gay!" staðhæfingum)
Posted by Picasa

09 nóvember 2007

Netföndur á föstudagssíðdegi

03 nóvember 2007

Fyrsti snjórinn

Loksins kom snjórinn og þá var nú eins gott að við vorum búin að vera að prufukeyra kuldagallann á Hilmi. Svo í morgun var sáttur og glaður strákur sem fór út að leika með pabba sínum í snjónum....
Til gamans má geta að kuldagallinn er afurð hagsýni minnar frá því í janúar en þá sjénsaði ég, hvorki í fyrsta né síðasta skiptið, og keypti 2 stærðum stærra en venjulega og græddi heil 50% í afslátt á þessum líka fína galla. Alltaf jafn gaman að sjá hvað hann stækkar upp í fötin, í janúar týndist hann næri því í þessum galla. Vel stór reyndar ennþá en passar nú samt.
Posted by Picasa

02 nóvember 2007

Kynjahlutverkin, part one of.... ?

Þegar ég kom að sækja Hilmi í leikskólann í dag sat hann og var að dunda sér einhvað... íklæddur hvítum prinsessukjól með púffermum, tjullpilsi og alles. Þegar hann sá mig hljóp hann til mín og vildi fá að heyra hvað hann væri fíííínn. Sem hann jú aldeilis var og það fékk hann sko að heyra.
Fóstrurnar sögðu að hann hefði verið íklæddur þessum kjól meirihluta dagsins og fengist ógjarna úr honum. Og bleikum crocs líka til að setja punktinn yfir i-ið ;)

Býst við að þetta sé ákveðin process með "trial and error" á því hvað sé talið vera kyn-heppilegur klæðnaður/litir/hegðun og svo framvegis. Ingó man ennþá eftir fyrstu skólatöskunni sinni sem hann valdi alveg sjálfur. Hún var rauð og honum var strítt í skólanum allan veturinn.
Ég meina.... vissulega vill maður leyfa barninu sínu að velja það sem því þykir fínast án þess að festa skoðunina við ákveðin litaskala, en jafnframt verja fyrir aðkasti, augngotum og háði. Ætli við þurfum ekki að reyna að finna gyllta meðalvegin í því öllu saman.
Í nýjasta tölublaði "Vi föräldrar" las ég eftirfarandi sanna sögu:
Ung mamma kemur með litla barnið sitt í hverfisbúðina, barnið situr í vagninum sínum með bleika húfu á hausnum. Eldri frú kemur og fer að dáðst að barninu með orðunum "miiikið er þetta nú falleg stúlka". Unga mamman leiðréttir og segir að barnið sé reyndar drengur, þá hnussar í þeirri gömlu og hún segir "já en... afhverju er hann þá með BLEIKA húfu ?"
Mamman með þreytutón og einsog ekkert sé sjálfsagðara: "Afþví hann er HOMMI!"